Styttist óðum í kosningar

Það er ljóst að óðum styttist til kosninga. Þingmenn og ráðherrar VG koma nú hver af öðrum og reyna að bæta ímynd sína fyrir kjósendum.

Um helgina gaf Steingrímur í skyn að hann væri hlynntur því að skoða málshöfðum á hendur Bretum vegna hryðjuverkalaganna sem þeir beyttu okkur, haustið 2009. Steingrímur veit sem er að hann mun ekki fá leifi Jóhönnu og Össurar fyrir slíkri vegferð, það gæti sett viðræður Össurar við ESB í uppnám.

Nú reynir ræfilsgreiið Björn Valur að afsaka orðalag sitt í ræðustól Alþingis. Auðvitað er ekkert sem réttlætir það orðalag og því þungur róður hjá Birni Val, en hann rembist þó.

Þetta bendir einungis í eina átt, ríkisstjórnin er að falla.

Þingmenn og ráðherrar Samfylkingar eru þó ekki að fatta þessa staðreynd, eða þá þeir lifi í þeirri von að ný ríkisstjórn verði mynduð án kosninga, ríkisstjórn þar sem þeir sjálfir fá stóla og ríkisstjórn sem mun halda hugðarefni þeirra gangandi, ESB aðlögun.

Hvort heldur um fattleysi þeirra er að ræða, eða blinda, þá er ljóst að ekki verður mynduð ný ríkisstjórn um áframhaldandi aðlögun að ESB, fyrir því er einfaldlega ekki meirihluti á Alþingi.

Það er krafa frá kjósendum að kosið verði svo fljótt sem verða má, eftir að ríkisstjórnin fellur. Ástæðan er einföld, það fólk sem nú situr á þingi hefur ekki umboð lengur.

Þrisvar á þessu kjörtímabili hafa kjósendur haft kost á að dæma verk Alþingis. Í öll skiptin hefur þjóðin gefið þinginu rautt spjald!!

Því er með öllu óásættanlegt annað en að kosið verði þegar ríkisstjórnin fellur!!

 


mbl.is Hefði ekki átt að nota orðið „forsetaræfill“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn Valur er svo mikil dæmalaus mannleysa að hann getur ekki einu sinni dregið ummælin til baka né beðist afsökunar án skilyrða: hann finnur sig knúinn til að taka fram að þetta hafi verið "meinlaust" og að auki hafi "fjölmargir undrast þetta fjaðrafok".

Svei attan. Þetta er nú meiri ræfillinn.

Svo klappar hann sjálfum sér aðeins á bakið með því að taka fram að hann hafi ekki ætlað að "niðurlægja" neinn, eins og honum hafi á einhvern hátt tekist að niðurlægja forsetann! Nei, það eina sem þessum ræfli tókst var að niðurlægja sjálfan sig og það svo um munar.

Birgir (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 10:55

2 identicon

Þetta er 100% dæmi um hvernig vitleysinga, mannleysur, bleyður, siðblinda rugludalla og óábyrga aðila er að finna á hinu íslenska Alþingi.

Það tekur enginn ábyrgð á einu né neinu, hvorki á orðum sínum og hvað þá gjörðum.

Þetta er orðið rosalega þreytandi og því miður einkennandi fyrir Íslendinga upp til hópa.

Ég get algjörlega lofað ykkur öllum því að kosningar munu ekki breyta neinu um það.

Ég hata þetta land og þá sem hér búa og ætla að drullast burt af þessu ógeðslega skeri sem allra fyrst.

Baldur (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 11:09

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Björn Valur gefur það út opinberlega á bloggsíðu sinni að hann hafi ekki notað orðið (sem ég nefni ekki hér) en segir það samt. Ef þið sjáið: yfirlýsing þessi er sem slík ekkert annað en endurtekning á orðinu opinberlega og dulinn óhróður. Því að ef að orðið sem hann nefndi á alþingi var óhróður um forsetann (sem það var) þá er það sami óhróður vegna þess að hann er að tala um það sem hann sagði á þingi.

Sem sagt, endurtekning.

Sjáið þetta hér fyrir neðan aftur á móti ef hann væri í raun maður til að biðjast afsökunar.

"Ég hefði ekki átt að nota þetta orð sem ég hafði um forsetann í ræðu minni á alþingi og var það ekki ætlað að niðurlægja neinn eða meiða".

Áttar Björn Valur sig ekki á þessu? Eða er þetta með ráðum gert? Er hann ekki maður til þess að byðjast afsökunar án þess að endurtaka orðið?

Ég Guðni Karl, tek það þó fram hér að þessi færsla mín er byggð á þessari frétt. Enda hef ég aldrei farið inn á bloggsíðu Björns Vals og mun líklega aldrei gera.

Guðni Karl Harðarson, 19.9.2011 kl. 11:13

4 identicon

Mér þykir afar athyglivert að Björn Valur gerir lítið úr orðavali sínu og nefnir nokkur orð sem líkjast því orði sem hann notaði og segir að þau séu algeng í íslensku máli.

"Þetta er hluti af tungutaki sem ég held að okkur sé flestum tamt að nota um eitt og annað án mikillar merkingar. Nefni sem dæmi,”strákræfillinn”, “ræfilstuskan”, “ræfilsgrey”, “karlgreyið”, “flottræfilsháttur” eða annað í þá áttina sem ég er viss um að flestir kannist við."

Áttar Björn Valur sig ekki á því að þessi orð sem hann nefnir eru öll niðrandi. Ég vona að hann kalli konuna sína t.d. ekki ræfilstusku.

Auðvitað á Björn að hafa vit á því að biðjast afsökunar og segja svo ekki meira þann daginn.

Ég man eftir að sjónvarpssálfræðingurinn Dr. Phil sagði eitt sinn að oft noti fólk orðið "en" í meiningunni "gleymið því sem ég var að segja, hérna er það sem ég meina".

Sbr. Björn Valur þegar hann segir:

Ég biðst afsökunar EN .....

...ég held að Dr. Phil hafi nokkuð til síns máls þarna.

Andri (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 11:44

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Gunnar ég er svo sammála þér og Guðni Karl ég tók einmitt eftir þessu og satt að segja þá varð ég alveg hvumsa yfir þessu. Ef þetta er ekki hræsni fram í fingurgóma þá veit ég ekki hvað. Ég sá þegar Björn Valur lét þessi orð falla á Alþingi og varð þá orðlaus yfir því að Forseti Alþingis heyrði þau greinilega ekki... Auðvitað átti hann að orða þetta eins og þú segir Guðni Karl og að hann skuli viðurkenna það að þetta hafi bara hrokkið upp úr honum fær mann til þess að hugsa hverslags vinnubrögð eru í gangi á Alþingi eiginlega...

Ýmist láta menn orðin hrökkva út úr sér óhugsað eða láta eins og þeir viti manna best um málefni hverju sinni og þurfa svo að viðurkenna að þeir viti nú ekki meir en svo að þeir eru algjörlega ólesnir á málefnið sem þeir voru að lofa sem hið besta...

Þessi Ríkisstjórn á að víkja tafarlaust vegna þess að vinna hennar er ekki sú vinna sem hún átti að vinna og er þessi Ríkisstjórn okkur Íslendingum til þvílíkar skammar að það hálfa væri nóg. Þetta er ekki sú fyrirmynd í siðferði og virðingu sem við ættum að sætta okkur við...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 11:46

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já Ingibjörg hræsni er það og endurtekinn óhróður og er Björn Valur minni maður fyrir tilækin. Svo vægt sé til orða tekið.

Ef hann heldur að fólk sjái þetta eins og hann sér það þá skjátlast honum hrikalega. Sem sýnir svo hans innri mann.

Guðni Karl Harðarson, 19.9.2011 kl. 13:14

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnar

Því miður er stjórnin ekki að fara neitt..... viljinn til að láta ekki hreinu vinstri stjórn falla er það sterkur... og að ógleimdu sameiginlega óbeit á sjálfstæðisflokknum.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.9.2011 kl. 13:27

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Stjórnin fellur S&H, hvort það verður núna í þessari lotu eða síðar, er svo spurning.

Það er útilokað að þessir tveir flokkar geti starfað saman mikið lengur, til þess eru áherslur þeirra of ólíkar.

Óbeit þeirra á Sjálfstæðisflokknum hefur verið eina lím stjórnarinnar. Nú þegar hún sjálf hefur sýnt og sannað að vinnubröð hennar eru síst betri, virkar það lím ekki lengur. Það er nefnilega flest annað sem máli skiptir við stjórnun þjóðríkis en óbeit á stjórnarandstöðuflokkum. Það dugir skammt gegn kreppunni, það dugir skammt til hjálpar fjölskyldum landsins!!

Vonandi þurfum við ekki að bíða of lengi eftir falli stjórnarinnar, því hver dag sem hún er við völd, eykur  vanda þjóðarinnar!!

Gunnar Heiðarsson, 19.9.2011 kl. 15:15

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sammála því

vonum það besta... þessi stjórn þarf að fara í burtu.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.9.2011 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband