Sönnun

Þessi frétt sannar margt af því sem sagt hefur verið undan farin misseri.

1. Öll verk ríkisstjórnarinnar miða að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar. Ekkert er heilagt í þeim efnum.

2. Það mun ekki verða litið til niðurstaðna kosninga um aðildarsamninginn hér á landi, hann mun verða samþykktur hvort sem þjóðin vill eða ekki, ef flokkur Árna Páls verður í stjórn.

3. Ríkisstjórnin vinnur markvisst að því að grafa undan krónunni á erlendum vettvangi. Það myndi kallast landráð hjá siðuðum þjóðum!

4. Árni Páll, eins og flestir aðildarsinnar, sér ekki þau teikn sem nú eru uppi innan ESB, sérstaklega evrulandanna. Teikn sem jafnvel stóraðildarsinnin Jónas Kristjánsson, sjálfskipaður ofuríslendingur, sér. Allir fjölmiðlar heims rita fréttir af vandræðum evrunnar og flestir eða allir telja að miklar breytingar séu í vændum, hvert sem þær svo leiða.

Það er ýmislegt fleira sem þessi frétt sannar, en látum þetta duga í bili.


mbl.is Árni Páll: Flotkrónan snýr ekki aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu, svo vogar þetta fólk sér sem er í Ríkisstjórn að koma ítrekað fram fyrir Þjóðina og segja að það séu bara viðræður og ekkert annað í gangi við ESB....

Það er orðið svo ljótt hvernig þessi Ríkisstjórn svíkur og lýgur út í eitt...

Þjóðin á að krefjast þess að Forseti vor stoppi störf þessara Ríkisstjórnar tafarlaust vegna þess að þau sitja ekki á réttri forsendu, Þjóðin á að krefjast þess að Forseti rjúfi þing og boði til nýrra kosninga hið allra fyrsta...

Það er alveg ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir ætlar sér að ná einræðisvaldi...

Einræðisvaldi til þess að geta sagt nei við Þjóðina ef hún vill annað en Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.9.2011 kl. 10:16

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

1. Stjórnvöld verða að hafa einhverja sýn í gjaldmiðilsmálum því ljóst er að krónan er handónýtur gjaldmiðill. Sú sýn verður að vera í samræmi við önnur stefnumál stjórnvalda. ESB andstæðingar hafa hins vegar enga sýn í gjaldmiðilsmálum enda ekki aðarar lausnir raunhæfar til að vera hér með stöðugan gjaldmiðil en að ganga í ESB og taka upp Evru. Hinn valkosturinn er sveifjukennd króna sem öflug útflutningsfyirtæki á alþóðlegum mörkuðum munu flýja og færa höfuðstöðvar sínar úr landi þegar viðskipti þeirra erlendis eru orðin mikil. Þar fyrir utan er virðing Samfylkingarinnar og VG fyrir lýðræði meiri en svo að mönnum þar á bæ ditti í huga að fara gegn vilja þjóðarinnar í svona veigamiklu máli þau þessir flokkar gætu gert það. Svo skulum við ekki gleyma því að VG lofaði því aðeins í stjórnarsáttmálanum að samþykkja aðildarumsókn og að bera aðildarsamning undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta samþykktu margir þeirra þó þeir séu mótfallnir ESB aðild til að hægt væri að koma vinstri áherslum á við uppbyggingu landsins eftir hrun. Það verður að teljast hagla ólíklegt að þeir samþykki ESB aðild á þingi felli þjóðin hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég held að það sé meiri ástæða til að óttast að þeir fari gegn vilja þjóðarinnar fari þjóðaratkvæðagreiðslan á hinn veginn.

Við skulum heldur ekki gleyma því að þegar Safmfylkingin og VG voru í sinni minnihlutastjórn þá freistuðu þeir þess að gera þá breytingu á stjórnarskránni að hægt væri að efna til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi gagngert með það í huga að hægt væri að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB bindandi. Þetta var nauðsynlegt að gera fyrir kosningarnar 2009 vegna þess að til að gera breytingar á stjórnarskránni þarf Alþingi að samþykkja breytinguna tvisvar og það þurfa að vera þingkosningar á milli. Það voru hins vegar þingmen Sjálfstæðisflokksins sem komu í veg fyrir þetta með málþófi. Það er því við Sjálfstæðiflokkinn að sakast að þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild að ESB verður aðeins ráðgefandi en ekki bindandi. Það er því ekki hægt að segja að ekki hafi verið vilji til þess meðal ríkisstjórnarflokkana að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna bindandi.

2. Þetta er svo mikil þvæla að það hálfa væri nóg. Í fyrsta lagi þá þaraf að breyta stjórnarskránni svo við getum komist inn í ESB. Til þess þarf Alþingi að samþykkja stjórnarskrárbreytinguna tvisvar með þingkosningum á milli. Það er því útilokað að koma okkur inn í ESB fyrr en eftir kosningar til Alþingis og því er útilokað að stjórnvöld geti komið okkur inn í ESB án meirihlutavilja hjá þjóðinni. Svo skulum við heldur ekki gleyma því að það er ekki nóg að við samþykkjum aðildarsamninginn heldur þurfa öll 27 aðildarríki ESB að samþykkja hann líka. Mörg þessara ríkja eru rótgróin lýðræðisríki. Það er því útilokað að þau muni öll sanþykkja okkur inn í ESB ef aðildarsamningur er felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gleymum því fekki að við munum hagnast mun meira á inngöngu í ESB heldur en ESB hagnast á að fá okur þar inn. ESB getur vel án okkar verið og ríki ESB hafa ekki neinn rosalegan áhuga á að fá okkur þar inn þó þau bjóði okkur velkomna ef við viljum slást í för með þeim við mótun Evrópu framtíðairnnar.

3. Mað harðri aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum og náinni samvinnu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hefur ríkisstjórninni tekist að styrkja krónuna, lækka skuldatryggingarálar ríkissjóðs og auka traust á íslensku efnahagslífi og íslensku krónunni. Það er því út í hött að tala um að ríkisstjórnin hafi verið að grafa undan krónunni. Ef farinn hefði verið sú leið sem stjórnarandstaðan hefur viljað fara síðan 2009 þá væri íslenska krónan í mun verri stöðu en h´n er í dag.

4. Hjá sumum ríkjum ESB eru vandræði í dag meðan flest þeirra eru í ágætis málum. Þetta eru að öllum líkindum tímabundin vandræði sem verða að mestu leyti af baki þegar við göngum í ESB verði aðildarsamningur samþykktur. Það eru því engin teikn á lofti innan ESB sem gefa tilefni til að draga aðildarsamning að ESB til baka.

Sigurður M Grétarsson, 15.9.2011 kl. 10:21

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ingibjðörg. Það er ekkert annað í gangi en viðræður um aðildarsamning. Það er því engin lygi að halda því fram. Það eru þvert á móti ESB andstæðingar sem feru að ljúga þegar þeir halda því fram að við séum í aðlögun vegna ESB aðildar okkar en ekki bara í viðræðum.

Sigurður M Grétarsson, 15.9.2011 kl. 10:23

4 identicon

Sigurður. af hverju er ríkisstjórnin ekki með umsóknarferlið uppi á borðinu fyrir þjóðina?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 10:39

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kristinn. Mér sýnist það nú vera ágætlega uppi á borðinu. Það eru fréttir um þetta á heimasíðu utanríkisráðuneytisins og þaðan koma líka reglulega fréttatilkynningar. Það er mismunandi hvað það tíðkast mikið að vera með gang milliríkjasamninga fyrir opnum tjöldum en aðalatriðið er þó að niðurstöður séu opinberaðar þegar samningar hafa náðst. Mér sýnist ekki hafa verið neinn skortur á því.

Hitt er annað mál að engir milliríkjasamningar eru opnari fyrir almenning en sá aðili samkomulagsins vill sem skemmst vill ganga í því efni. Þetta á ekki bara við um milliríkjasamninga heldur um samningaviðræður almennt.

Sigurður M Grétarsson, 15.9.2011 kl. 10:58

6 identicon

Sigurður: gott svar hjá þér, við gerum þá ráð fyrir því eftir sem áður að þögnin sem er í kringum þessar viðræður séu vegna þess að aðilinn sem skemmst vill ganga í upplýsingum sé Íslenska ríkisstjórnin.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 11:10

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sigurður.

Þessar athugasemdir þínar eru blindaðar af ESB aðdáun, rökfærslan léleg eða engin, þó málið sé langt hjá þér.

1. Þú segir að eina ráðið til að minnka sveiflur gjaldmiðilsins sé að taka upp evru. Væri ekki rétt að sjá fyrst hver örlög þess gjaædmðils verða. Undanfarnar vikur hefur sveifla evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum verið mikil og oftast niðurá við.

Þá er ljóst að meðan við höfum svo lítið hagkerfi sem hér er, getur einmitt verið ágætt að hafa krónuna sem stuðpúða til að taka við utanaðkomandi sveiflum. Ef sá stuðpúði er tekinn af mun sveiflam bara koma annarsstaðar fram. Sveifla krónunnar er ekki henni að kenna, heldur þeim áhrifum sem hagkerfi okkar verður fyrir.

Varðandi seinnihluta svars þíns við þessum lið, þá kemur það ekkert því við sem ég skrifaði. Þó má segja að guðsblessunarlega var þetta ekki samþykkt, þá væri sjálfstæði okkar fyrir bí.

2. Sem betur fer þarf að breyta stjórnarskránni, en það verk ætlaði Jóhanna einmitt að klára með hraði. Þess vegna var svo mikil áhersla lögð á stjórnlagaráðið, að gengið var gegn niðurstöðu Hæstaréttar.

Kosningin um aðildarsamninginn verður þó einungis leiðbeinandi. Þegar umsóknin var ákveðin af þinginu, framhjá þjóðinni, var séð til þes að ekki yrði um bindandi kosningu að ræða. Hvers vegna? Og hvers vegna mátti þjóðin ekki kjósa um aðildarumsóknina?

Hvernig þú færð út að við munum hagnast á ESB samningnum veit ég ekki, en bendi þér á það sem Össur sagði, að peningalegur hagnaður af aðild yrði ekki, þetta væri hugsjón. Þetta sagði hann þegar upplýsingar um mismunur á því hvað við þyrftum að greiða til ESB og hvað kæmi til baka, væri um 3 milljarðar okkur í óhag. Að borga 3 milljarða fyrir hugsjónina eina finnst mér vera langt gengið!!

3. Svar þitt við þessum lið er út í hött. Vissulega hefur tekist, undir stjórn AGS, að koma málum hér til örlítið betri vegar. Þetta hefur tekist þrátt fyrir núverandi ríkisstjórn.

Það breytir ekki þeirri fullyrðingu minni að stjórnarliðar, sérstaklega Samfylkingarmegin innan stjórnarinnar, tala niður krónuna á erlendum vettvangi. Þetta viðtal við Árna Pál sannar það.

Það breytir heldur ekki þeirri skoðun minni að ég tel það vera hrein og klár landráð!!

Við skulum ekki gleima þeirri staðreynd að jafnvel þó allir, hver einasti Íslendingur, vildi taka upp evru, munum við þurfa að búa við krónuna í minnst sjö ár til viðbótar. Þann tíma verður hún okkar gjaldmiðill og hver sá stjórnmálamaður sem hallmælir henni þann tíma, er landráðamaður. Hvergi í neinu siðuðu landi væri slíkt liðið.

4. Lestu þetta og haltu svo fram að flest ríki ESB séu í góðum málum!!

http://www.bild.de/geld/wirtschaft/europaeische-zentralbank/was-ist-bloss-aus-den-huetern-des-euro-geworden-19958220.bild.html

Gunnar Heiðarsson, 15.9.2011 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband