Markmiðum náð

Ríkisstjórnin er að ná markmiðum sínum. Fyrst var álverið í Helguvík stoppað af og nú er stjórninni að takast að stoppa af byggingu álvers á Bakka.

Hverjar sem hugmyndir manna eru til stóriðju, verður því ekki mótmælt að það er einmitt hún, ásamt útgerðinni, sem gefur okkur þann dýrmæta gjaldmiðil sem okkur skortir svo mikið. Reyndar er ríkisstjórnin komin langt með að rústa útgerðinni líka!

Það er heldur engin spurning að þessi tvö stóriðjuver voru forsemnda fyrir uppbyggingu landsins, samkvæmt áætlunum AGS.

Það er vissulega nauðsynlegt að hleypa öðrum iðnaði en stóriðju til landsins, en því miður hefur ekki verið um auðugann garð að gresja. Það er einnig nauðsynlegt að skoða hvort við eigum að halda áfram enn frekari uppbyggingu stóriðju, eða hvort við látum staðar numið eftir þessi tvö sem áætlanir hafa verið um. Þá ákvörðun verður að sjálf sögðu að taka.

Nú er landið í djúpri kreppu og því mikilvægt að gera allt sem hjálpar okkur út úr henni. Þessi tvö álver eru stór þáttur í því.

Að skipta út álveri á Bakka fyrir annað eða önnur smáfyrirtæki, er skoðun út af fyrir sig. Þó er rétt að benda á að þó nú þegar séu nokkur sem hafi skrifað undir viljayfirlýsingu, vantar enn nokkuð uppá að fjöldi þeirra, eða orkukuþörf, sé næg til að hefja vinnslu og lagningu lína. Hvort nægur fjöldi næst er alls óvíst, en ekki verður að neinu nema það gerist.

Þó stóriðjan ein og sér skili ekki mörgum störfum, er fjöldi afleiðra starfa mikill. Hvar væri Akranes í dag ef ekki hefði komið til uppbyggingin á Grundartanga. Þar eru tvö stóriðjuver, með samtals um 6 - 700 manns í vinnu. Á Grundartangasvæðinu eru nú þegar komin 11 önnur fyrirtæki, sem flest þjóna stóriðjunni beint eða óbeint og fleiri eru á leiðinni. Á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit eru mörg fyrirtæki sem þjóna einnig þessum sömu stóriðjufyrirtækjum. Fjöldi þeirra sem hafa vinnu af þjónusti við þessi tvö fyrirtæki er uppundir sá sami og vinnur beint hjá þeim. Þar að auki leiðir þetta til enn frekari afleiðni, þar sem verslun og þjónusta fyrir þetta starfsfólk og skólar og barnaheimili fyrir börn þess, eflist einnig.

Rök gegn stóriðju eru einkum mengun. Þau rök standa ef menn horfa einungis til litla Íslands, en ef horft er global á þetta mál, er ljóst að álver rís, einhversstaðar í heiminum. Víðast er orkan fyrir slíka stóriðju erlendis framleidd í kola eða olíukynntum orkuverum. Því má segja að þeir sem berjast fyrir minni alheimsmengun ættu að fagna álveri þar sem orkan er unnin með endurnýjanlegum orkuauðlindum. Þeir sem sjá ekk útfyrir landsteinana, hald áfram að berjast gegn því.

Önnur rök fyrir stóriðju eru að orkuverin geti valdið skaða. Þessi rök eru vissulega rétt og þarf að stíga varlega til jarðar í þeim efnum og sýna skynsemi. Þó er það svo að aldrei mun verða hægt að koma til móts við svokölluð náttúruverndarsamtök. Þau segja að ekki megi virkja á hálendinu, ekki megi virkja í byggð, ekki megi virkja jarðhitann og ekki megi virkja vindinn. Hvað má virkja þá? Þessi stefna gengur einfaldlega ekki upp, við verðum að virkja þessa auðlind, öðruvísi er ekki um neina auðlind að ræða. Það þarf hins vegar að sýna ábyrgð og skynsemi. Ný rammáætlun tekur vel á þeim þáttum.

Þá hafa heyrst þau rök gegn stóriðjunni að hún borgi of lágt verð fyrir orkuna. Vel má vera að hægt sé að fá hærra verð, þó verður að taka tillit til þess að við höfum hvorki hráefni til framleiðslunnar, utan rafmagið, né markað fyrir framleiðsluna. Þegar einhver skoðar byggingu álvers skoðar hann alla þætti, ekki eingöngu rafmagnsverð. Hluti þess fjár sem fyrirtækin borga fyrir þessa flutninga fer til íslenskra fyrirtækja.

Varðandi mengunina sem álver á Bakka mun láta frá sér, er ljóst að hún verður einhver en það er nokkuð þekkt stærð. Hver veit hvort eða hvernig mengun mun koma frá fjölda smærri fyrirtækja sem kæmu í staðinn. Ekkert hefur verið gefið upp hvað þessi smáfyrirtæki ætla sér, hvaða starfsemi þau eru í. Ekki hefur heldur verið gefið upp hverjir standa að baki þeim.

Það er ljóst að stefna ríkisstjórnarinnar er einungis ein, að koma landinu á kaldann klaka. Það er eina leiðin sem Jóhanna sér til að hægt verði að berja þjóðin til hlýðni við ESB!!


mbl.is Segja stjórnvöld hafa breytt um stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband