Þögn er sama og samþykki

Fulltrúar Sjálfstæðisflokk í borgarstjórn eru ósáttir við að belgja yfirstjórn borgarinnar enn frekar út, nú á tímum niðurskurðar. Á móti því að stofnað sé nýtt embætti, einskonar aukaborgarstjóra. Þarna eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samkvæmir stefnu flokksins.

En það er ekki nóg að vera samkvæmur stefnunni í fjölmiðlum, málið er afgreitt í borgarstjórn. Og hvað gerist þar? Jú, fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá!

Hjásetja er sama og samþykki!

Það er ekki trúverðugt þegar stjórnmálamenn haga sér með þeim hætti að sitja hjá við afgreiðslu mála og koma svo í fjölmiðla og segjast vera á móti. Ef þeir eru á móti, greiða þeir að sjálf sögðu atkvæði samkvæmt því!

Ef Hanna Birna ætlar að taka slaginn í landsmálapólitíkinn, jafnvel sækjast eftir formannstöðu í stæðsta stjórnmálaflokk landsins, verður hún að vinna betur. Þar dugir ekki að gera eitt og segja annað.

Hvað ætlar Hanna Birna að gera varðandi umsóknarferlið, ef hún kemst á þing. Ætlar hún þá að sitja hjá þegar tillaga um að draga umsóknina til baka verður flutt, eins og flokkur hennar hefur samþykkt og koma svo í fjölmiðla og segjast vera á móti aðildinni?

Ætlar hún að sitja hjá við afgreiðslu þess að Ísland gangist undir stjórn Angelu Merkel og Nikulas Sarkozy og koma svo í fjölmiðla og segjast vera andvíg því?

Stjórnmálamenn eiga að vinna samkvæmt því sem þeir segja, ekki greiða atkvæði á einn hátt og segja svo annað á eftir.

Bjarni Ben tók afdrífaríka ákvörðun síðasta vetur, þegar hann frysti heilann á sér og komst að því að icesave samningurinn væri bara ágætur. Þetta var í andstöðu við samþykktir flokksins og margir sem eiga erfitt með að sættast við hann vegna þessa.

En Bjarni kom þó hreint til dyranna, hann tilkynnti þessa ákvörðun sína fyrir atkvæðagreiðsluna og reyndi síðan að rökstyðja þessa ákvörðun sína. Reyndar voru rökin frekar köld, en megið málið er að hann sagði fyrirfram hvað hann ætlaði að gera og framkvæmdi það síðan.

Þetta eru grundvallar vinnubrögð stjórnmálamanna, sama hvað álit við höfum á persónunni!

 


mbl.is Óskýrt hlutverk borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Hanna Birna ekki bara krata trójuhestur?

Kristjan B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband