Kögunarhóll Þorsteins

Að vanda ritar Þorsteinn Pálsson sinn vikulega pistil í Baugsblaðið. Í þetta sinn ræðst hann hvorki gegn andstæðingum ESB aðildar né ríkisstjórninni, enda öflugri andstæðingur honum efst í huga nú, forseti Íslands.

Þorsteinn ræðst að forsetanum fyrir það eitt að segja sannleikann. Hann vísar í skrif nokkurra manna sem eiga það sameiginlegt að hafá átt þátt í, með einum eða öðrum hætti, þeim athöfnum sem forsetinn gagnrýnir, eins og Svavar Gestsson.

Þessar árásir Þorsteins eru ómaklegar. Hann á að halda sig á kunnuglegri slóðum, dást að ESB og skamast út í VG. Þar er hann á heimavelli, enda launaður starfsmaður Össurara við það verk!

Það er annars merkilegt að Þorsteinn Pálsson skuli telja sig megnugan þess að segja öðrum til hvernig stjórna skuli landinu.

Hann hefur vissulega reynsluna, var forsætisráðherra í eitt ár tvo mánuði og tuttugu daga. Reyndar er svo stutt líf ríkisstjórnar ekkert einsdæmi, margar aðrar hafa lifað svipaðann tíma og sumar jafnvel styttra.

Það er hins vegar einsdæmi hver örlög þessi ríkisstjórn Þorsteins hlaut. Þann 16. september 1988 mættu í sjónvarpssal Stöðvar2, Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra og Steingrímur Hermannson utanríkisráðherra. Tilefnið var að lekið hafði í fjölmiðla tillaga um skattahækkanir sem Þorsteinn hafði kastað til Jóns og Steingríms fyrr þann sama dag, tillaga sem þeir voru verulega ósáttir við.

Í stuttu máli þá framdi Þorsteinn Pálsson pólitískt harakiri í beinni útsendingu, eða eins og Jón Baldvin orðaði það "rak matarskatts rýting í bak samstarfsflokkana". Ríkisstjórnarslit urðu því í beinni útsendingu og tólf dögum síðar var búið að mynda nýja ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins.

Þó Þorsteinn búi að þessari miklu reynslu við stjórn landsins er vandséð hvort sá grunnur dugi honum til að segja öðrum til í pólitík. Flestir líta þessa ferð Þorsteins sem alvarlegt skipbrot, þar sem skipið brotnar í spón!

Nú eru þeir félagar, Jón Baldvin og Þorsteinn, orðnir samherjar. ESB hefur sameinað þá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband