Laumukratar Sjálfstæðisflokks

Þorgerður Katrín, laumukrati Sjálfstæðisflokks, heldur við árásum á landbúnaðarkerfið. Hún fullyrðir að aðgerðir landbúnaðarráðherra hafi skipt þjóðinni í tvær fylkingar, þegar ljóst er að aðildarumsóknin gerði það. Hún snýr sannleikanum á haus.

Auðvitað taka opinberir kratar undir með henni, enda málið mikilvægt í þeirra augum, það er nauðsynlegt að koma hreyfingu á breytingar í landbúnaðarmálum hér á landi til samræmis við regluverk ESB. Þetta er nauðsynlegt svo hægt verði að halda áfram þeirri vegferð sem a.m.k. tveir þriðju þjóðarinnar er andvígur!

Magnús Orri gapir upp eftir Þórólfi þau rök að landbúnaður stöðvist þann dag sem aðföng stöðvast til landbúnaðar. Hvernig hafa þessir menn hugsað sér að aðföng til almennings gangi betur við slíkar aðstæður? Hvernig ætla þessir menn að flytja inn matvæli, ef ekki er hægt að flytja inn eldsneyti og fóðurvörur fyrir landbúnaðinn? Hvernig ætla þessir menn að dreifa þeim matvælum um landið ef ekki er hægt að flytja inn eldsneyti? Þessi málflutningur er ekki þingmönnum samboðinn og alls ekki hagfræðingum!!

Vissulega er landbúnaður hér háður innlutningi, en það mun þó sennilega flest annað stöðvast á undan honum ef flutningar til og frá landinu stöðvast.

Flestar þjóðir heims leggja mikla áherslu á matvælaöryggi. Besta aðferð til þess er að framleiða sem mest af matvælum innanlands, jafnvel þó það kosti einhverjum aurum meira. Þessari stefnu hafa flestar þjóðir fylgt og nota til þess styrki og tollavernd. Það fer engi þjóð þá leið að treysta á markaðsverð matvara til að treysta sitt matvælaöryggi og treysta því að það haldist lágt. Enda hefðu þær þjóðir farið illa út úr slíkri stjórnun, nú þegar matvæli á alþjóðamarkaði fer sífellt hækkandi.

Ef allar þjóðir heims hefði þingmenn eins og íslensku kratana og hagfræðinga eins og Þórólf Matthísson, fólk sem vill leggja niður stuðning við landbúnaðinn og treysta á heimsmarkaðinn og þessi sjónarmið næðu völdum, munu allar þjóðir leggja af styrki til matvælaframleiðslu. Þetta myndi hækka matvælaverð strax um 50 - 60% og meira síðar þegar baráttan um matvælin næði hámarki.

Að hald því fram að styrkir til landbúnaðar séu sér íslenskt fyrirbæri er fáráðnlegt.

Að halda því fram að lokun fyrir flutninga til og frá landinu bitni einungis á landbúnaði er fáráðnlegt.

Að halda því fram að þeir styrkir sem greiddir eru til landbúnaðar séu greiddir án skilyrða og nánast ölmusa til bænda er fáráðnlegt.

Sá málflutningur sem aðildarsinnar hafa haft í frammi gegn landbúnaðnum hér á landi heldur hvorki eðlilegum rökum né nokkurri skynsemi. Þessar árásir eru gerðar í einum tilgangi og einungis einum, að koma hér á breytingum til samræmis við regluverk ESB, svo hægt verði að halda áfram viðræðum um inngöngu í þau samtök!!

Þær árásir sem íslenskur landbúnaður verður fyrir, af hálfu aðildarsinna, er í þágu ESB aðildar, þar kemur hagur almennings málinu ekkert við.

 


mbl.is Þingmenn gagnrýna tolla á búvörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband