Útúrsnúningur

Hvernig fréttamðurinn sem þessa frétt ritar kemst að því að LFK vilji halda aðildarferli að ESB áfram er hulin ráðgáta.

Ályktun landsþings LFK álykar að Íslendingar skuli áfram leita samstarfs við erlendar þjóðir, innan og utan ESB. Þetta segir að áfram skuli haldið á þeirri leið sem við vorum áður en aðildarumsókn var lögð inn, að leita samstarfs við sem flestar erlendar þjóðir.

Við aðildarumsókn var slegið á þá stefnu að leita samstarfs við aðrar þjóðir en þær sem að ESB standa, enda lítill tilgangur að gera samninga við aðrar þjóðir ef aðild verður samþykkt. Þá munu öll okkar samskipti við þjóðir utan ESB fara um Brussel og þeir samningar sem við höfum gert við þær falla niður.

Hafi landsþing LFK ætlað að samþykkja áframhaldandi aðildarviðræður, hefði ályktuninin væntanlega verið orðuð á þann veg.

Þetta orðalag ályktunarinnar ætti ekki að þurfa að vefjast fyrir neinum.


mbl.is Framsóknarkonur vilja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er rangt að samskipti við aðrar þjóðir fari öll í gegnum Brussel ef við göngum í ESB. Það eru aðeins viðskiptasamningar sem fara í gegnum ESB en önnur samskipti eru beint milli þjóðanna þar með talið viðskipti á grunvelli þeirra viðskiptasamninga sem viðkomani þjóiðir hafa gert við ESB. Aðildaríki ESB eru áfram með sína eigin aðild að öllum alþjóðastofnunum og greiða þar atkvæði eins og þau telja rétt að gera.

Sigurður M Grétarsson, 4.9.2011 kl. 17:00

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Allir viðskiptasamningar sem við höfum nú við þjóðir utan ESB munu falla niður við aðild og okkur gert að fara eftir þeim viðskiptasamningum sem sambandið hefur gert og mun gera út fyrir það.

Aðild okkar að alþjóðastofnunum mun verða óbreytt áfram, um tíma a.m.k. Þó er spurning hvaða áhrif það hefur að ESB skuli vera skilgreint sem þjóðríki innan SÞ og fái þar fulltrúa og atkvæði. Varla mun ráðherraráðið una því ef aðildarþjóð greiðir atkvæði innan SÞ í andstöðu við ESB!

Þá er líklegt að ESB muni sækjast eftir svipuðum völdum innan annara alþjóðastofnana, enda rökrétt framhald af því að auka yfirstjórn ESB yfir aðildarríkjum sínum.

ESB hefur nú þegar eignast forseta og utanríkisráðherra. Stutt er í fjármálaráðherrann svo eðlilegt er að varnarmálaráðherra fylgi fast á eftir!

Gunnar Heiðarsson, 5.9.2011 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband