Almenningur er látinn blæða svo fjármálafyrirtækin geti fitnað

Jóhanna og Steingrímur hæla stjórnkænsku sinni og segja að allt sé nú á uppleið, þrátt fyrir "óstjórn hægriaflanna undanfarin ár og áratugi".

Hinn almenni borgari þessa lands á þó erfitt með að sjá þennan viðsnúning. Fjöldauppboð fasteigna fjölskyldna landsins eru enn sem fyrr gríðarleg. Atvinnuleysi er geigvænlegt þó einungis séu taldir þeir sem eru á atvinnnuleysisskrá, ef talin er fjöldi þeirra starfa sem glatast hafa er talan mun stærri.

Jóhanna lofar nú 7000 nýjum störfum, þau eru í "sjónmáli". Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi kona lofar aukningu starfa og ef öll loforð hennar væru talin saman, væri hér orðinn verulegur skortur á vinnuafli. Því miður hefur ekkert ræst af þeim lygum hennar og engin ástæða til að ætla að nýjasta loforð hennar rætist.

Jóhanna stærir sig af því að fækkað hafi á atvinnuleysiskrá. Vissulega hefur fækkað ef rétt viðmið er tekið, það er eðlilegt að fækki á sumrin. Hún verður sennilega hoppandi af kæti í haust þegar á annað hundrað manns fellur út af skránni vegna þess tími þess þar er liðinn. Það mun Jóhanna auðvitað túlka sem minnkun atvinnuleysis! Blinda konunnar er einstök.

Eitthundrað íbúðir á uppboði nú í fyrstu hrinu er skelfileg tala, auðvitað eru sumar þessara íbúða í eigu byggingafélaga en ljóst er að fjölskydur munu lenda á götunni. Það er huggulegt svona í upphafi vetrar, þegar börnin er ný byrjuð í skóla. Skelfing þessara fjölskyldna er mikil.

Þá er innheimtugleði fjármálafyrirtækja með þeim hætti að lög eru brotin. Þetta er svo sem ekki nýtt, þessi fyrirtæki hafa beytt lögbrotum við þetta eins og flest annað. Lög duga ekki til að halda þesum fyrirtækjum á mottunni og því miður ekki dómar heldur.

Ríki og sveitarfélög hafa einnig tekið upp mjög herta innheimtu, fara sennilega enn að lögum, svona að mestu. Ekki er um að ræða lengur að hægt sé að skulda gjöld lengur en einn mánuð, að þeim tíma liðnum er krafan send til lögfræðistofu með tilheyrandi kostnaði. Þetta gerir fjölskyldum enn erfiðara fyrir.

Almenningur er látinn blæða fyrir afglöp fjármálafyrirtækja. Þeirra sömu fyrirtækja og settu landið á hausinn með ólöglegri starfsemi. Almenningur er látinn blæða svo þessi fyrirtæki geti haldið áfram á sömu braut lögbrota. Almenningur er látinn blæða svo fjármálafyrirtækin geti fitnað.

Það sem er þó dularfyllst er að fjármagnseigendur, fólkið sem á sparifé í bönkunum, fær ekkert af þessu blóði almennings. Það hverfur í hýt fjármálafyrirtækjanna sjálfra!


mbl.is Hrina uppboða í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í hversu mörgum þessara uppboða ætli gerðarbeiðandi sé í raun og veru löglegur veðhafi?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2011 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband