Forsjárhyggja ESB

Forsjárhyggja framkvæmdastjórnar ESB á sér fá takmörk.

Flestir vita af þeim reglum sem framkvæmdastjórnin setti um glóperur. Fyrst voru perur af þeirri tegund og voru 100W eða stærri bannaðar. Síðan hafa glóperur farið af markaði í þrepum, eftir stærð. Nú um mundir eru það 40W perurnar sem eiga að hverfa.

Enginn efast um að glóperur eyða mun meira rafmagni en sambærilegar gasperur (sparperur) og því hægt að benda á sparnað með slíkri reglugerð. En er raunverulegur sparnaður eins mikill og sagt er? Um það er deilt og sumir sem halda því fram að mun meiri kostnaður sé af sparperum en glóperum. Það skapast fyrst og fremst af því að endingatími sparperanna er mun styttri en gefið er upp og þar sem þær eru miklu dýrari en glóperur hverfur sparnaður neytendans fljótt. Þá er mun dýrara að eyða sparperum en venjulegum glóperum auk þess sem spilliefni verða til við þá eyðingu.

Nú er reyndar að ryðja sér til rúms LED perur og tækninni þar fleygir áfram. Ef framkvæmdastjórnin vill skipta út glóperum fyrir aðra ljósgjafa hví er þá ekki frekar farin sú leið að vinna að þróun og auglýsingu annara ljósgjafa í stað þess að leggja á bann. Að láta markaðinn sjálfann sjá um þessi skipti. Boð og bönn hafa aldrei verið góð stjórnunaraðferð.

Nú er sjónum beint að kaffikönnum. Framkvæmdastjórn ESB hefur komist að því að kaffikönnur séu rót alls hins illa, sérstaklega þær könnur sem eru einfaldar og hella upp á hefðbundið kaffi. Expresso sleppur undan vökulum augum framkvæmdstjórnarinnar. Tilaga um að banna þessi eldhústæki er nú til umræðu innan framkvæmdastjórnar.

Það er ljóst að expressovélarnar eru mun dýrari en þær hefðbundnu og því kosnaðarsamt fyrir almenning að skipta. Þá þykir ekki öllum expressokaffið gott. Því má reikna með að fjöldi fólks, ef til banns kemur, muni taka upp gamlar aðferðir og sjóði sér vatn og helli uppá að gömlum sið. Það er ljóst að sú aðferð er mun orkufrekari en með einfaldri kaffivél. 

Hvað framkvæmdastjórninni dettur næst í hug er ekki gott að segja, engan hefði órað fyrir að hún færi að ráðast gegn heimilstækjum eins og kaffivélum, svo allt getur skeð. Hugsanlega er næsta bann hjá þeim að banna suðu matvæla nema í ákveðinn tíma, eða banna fólki að aka bílum nema í neyð. Hugsanlega eitthvað enn fáráðnlegra. Hvað á maður að halda.

Forsjárhyggja var vel þekkt austan járntjaldsins, þegar það var. Skilvirkni þeirrar stefnu þekkja flestir. 

Það er þó merkiegt að hér á Íslandi þekkst enn fólk sem sækist í að komast undir slíka forsjárhyggju!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Jensdóttir

 Í dag líður mér þannig að ég vona að þeir banni öll eldhúsáhöld yfir höfuð,þá myndi ég nú kjósa helvítin,svo ég tali nú ekki um þvottavélar og ryksugur.Þá væri gaman að lifa.

Birna Jensdóttir, 31.8.2011 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband