Lán almennings hafa verið leiðrétt um 5,6 ma.kr.

Samtök fjármálafyrirtækja berja sér á brjóst og segjast hafa lækkað skuldir almennings um 143,9 ma.kr. Þetta er nokkuð langt gengið í ósvífninni!

Af þessum 143,9 ma.kr eru 119,6 ma.kr vegna leiðréttingar ólöglegra lána, 18,7 ma.kr vegna veðlausra lána og eftir stendur 5,6 ma.kr sem hugsanlega er hægt að segja að sé raunveruleg niðurfærsla.

Ekki veit ég hvað 5,6 ma.kr er stór hluti af skuldum almennings, en það hrekkur þó skammt upp í þá stökkbreytingu sem varð á lánum við bankahrunið.

Gengistryggð lán hækkuðu vissulega mest við hrun bankanna, en verðtryggð lán hækkuðu einnig verulega. Gengistryggð lán vor síðan dæmd ólögleg og færð til samræmis við verðtryggð lán. Vegna þessa dóms og síðari dóms þurftu fjármálafyrirtækin að afskrifa 119,6 ma.kr.

Ef ég lít á greiðlubyrgina af eigin fasteignaláni, sem hefur verið í skilum allann tímann, kemur í ljós að mánaðarleg afborgun hefur hækkað frá því fyrir hrun til dagsins í dag, frá 39.000 kr í 57.000 kr, eða um 31.000 kr. Á sama tíma hafa útborguð laun mín hækka um 15.000 kr, þ.e. eftir þá kjarasamninga sem nú er fullyrt að séu að kollvarpa þjóðinni.

Fyrir hrun átti ég nærri 40% í mínu íbúðarhúsnæði, nú á bankinn það nánast allt.

Ég hef ekki fengið neina leiðréttingu þar sem ég var ekki með neitt lán tengt erlendum gjaldmiðlum og eign mín var of mikil fyrir hrun. Vandræði mín eru þó síst minni en þeirra sem voru svo heppnir að hafa skuldsett sig upp í rjáfur fyrir hrun og hafa nú ýmist í gegn um dómsvaldið eða ríkisvaldið fengið þá 143,9 ma.kr lækkun sinna lána. Það sem er þó verst í þessu er að nánast enginn þeirra "heppnu" hefur getað komist á rétt ról vegna þessara leiðréttinga, þeir hafa einungis fengið örlítinn frest.

Þegar nýju bankarnir voru stofnaðir á rústum þeirra gömlu fengu þeir lánasöfnin á niðursettu verði. Þar að auki var um 200 ma.kr færðar til þeirra frá ríkissjóði. Síðan hafa stjórnvöld hlaupið undir bagga fyrir þessar stofnanir ef þær einungis ræskja sig.

200 ma.kr voru ætlaðar til að tryggja innistæður, gott og vel, en hvað með mismuninn á lánasöfnunum. Var hann ætlaður bönkunum einum? Stóð aldrei til að lántakendur fengju leiðréttingu?

Eins og áður segir er langstæðsti hluti þeirrar fjárhæðar sem fjármálafyrirtækin hafa þurft að afskrifa vegna lána almennings vegna dóms sem þeir hlutu. Annar stór hluti er vegna skipana frá stjórnvöldum og minnsti hlutinn vegna raunverulegra aðgerða bankana.

Samt ber Guðjón Rúnarsson sér á brjóst og segir að fjármálafyrirtækin hafi lækkað lán almennings um 143,9 ma.kr. Þvílíkt bull!!

Það er annars merkilegt að Guðjón skuli enn vera framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja eftir dóm Hæstaréttar 16.jún. 2010 þegar ljóst er að hann hafði fulla vitneskju um ólögmæti gengistryggðra lána allt frá upphafi til þess dags er dómur féll!!

 


mbl.is Lán lækkuð um 143,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er "glæsileg niðurstaða" eða eins og hún er einni kölluð                   "S-gjaldborgin".

Af hverju er ritskoðunin (fjölmðlanefnd) ekki að taka svona lygar og bull fyrir?

Af hverju er ekki búið að kæra fréttastofurnar fyrir að flytja svona lygar.

Af hverju lætur fók ekki í sér heyra?

Hvenær hefst byltingin?

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband