Enn bullar Þórólfur Matthíasson

Bullið í Þórólfi Matthíassyni ætlar engann endi að taka. Nú er ein grein og ein frétt frá þessum manni á visir.is.

Greinin fjallar um landbúnað og enn heldur Þórólfur uppi röngum og villandi málflutningi. Hann hikar ekki við að snúa fræðunum á hvolf og þegar það ekki dugir er gripið til beinna falsana. Svona hefur maðurinn látið linnulítið undanfarnar vikur og ætlar greinilega að nota þá röksemd að ef lyginni er haldið uppi nógu lengi fer fólk að trúa. Þetta er gert í sönnum ESB anda!

Fréttin fjallar um þá fullyrðingu Hagsmunasamtaka heimilanna að gengistryggð lán séu rangt reiknuð og hafi verið svo frá upphafi. Umboðsmaður Alþingis er nú að skoða þessi mál og hefur kallað eftir skýringum SÍ á því hvaða lagagreinar hann vísi til við ákvörðun þessa útreiknings. Ef sú skýring fæst ekki er ljóst að reikniaðferðin er röng. 

Þórólfur er hagfræðingur og sem slíkur ætti hann að átta sig á að einhver skekkja er í dæminu þegar reiknað er verðtryggt lán til ákveðins tíma með ákveðnum forsemdum í reiknivél bankanna og niðurstaða þess verður mun óhagstæðari en kúlulán til jafn langs tíma á sömu forsemdum. Þegar 10.000.000 kr verðtryggt lán til 25 ára með 5% vöxtum og gefin er meðaltals ársverðbólga upp á 12% endar yfir 75.000.000 kr, en jafn stórt kúlulán til jafn langs tíma með sömu vöxtum og gefin er sama verðbólga endar einungis í 50.000.000 kr. Það sér hver heilvita maður að eitthvað er bogið við þetta, þó hagfræðingurinn sjái það ekki!

Ég hef nokkrum sinnum áður lýst áhyggjum yfir því að Þórólfur skuli vera að kenna ungmennum landsins og ekki einungis kenna þeim heldur yfirmaður þeirrar stofnunar sem fjallar um hagfræði í Háskóla Íslands.

Hingað til hafa áhyggjur mínar einkum verið vegna þess að ég hélt að maðurinn væri að víkja fræðunum fyrir pólitískri réttsýni, að hann væri að hagræða sannleikanum vegna pólitískrar réttsýni.

Nú kemur hins vegar í ljós að hann áttar sig ekki á einföldum samanburði sem er svo skýr að vart verður hjá því komist að sjá að einhver reikniskekkja er til staðar. Að gjörsamlega útilokað er að verðtryggð lán til heimiliskaupa geti verið rétt reiknuð. Við þetta verður tilhugsunin um Þórólf enn skelfilegri, að ekki einungis sé hann tilbúinn til að fórna fræðunum eða hagræða sannleikanum, heldur er helst að sjá að maðurinn kunni ekki einfaldann reikning!!

Það er því spurning hvort það er pólitísk "réttsýni" sem ræður ríkjum eða einfaldlega að maðurinn er ekki betur að sér í hagfræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Veistu hvar hægt er að nálgast útreikninga um kúlulánið?

10 milljón króna verðtryggður höfuðstóll í 12% ársverðbólgu ætti að enda í 170 milljónum á 25 árum.

Þess vegna er eitthvað bogið við það hvernig kúlulánið er reiknað hjá HH.

Lúðvík Júlíusson, 20.8.2011 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband