Dómharka þeirra sem ekki þekkja til

Enn er ráðist gegn notkun fjórhjóla. Ekki vil ég bera í bætifláka fyrir þá einstaklinga sem misnota þessi tæki og skaða landið, slíkt er ekki afsakanlegt enda bannað með lögum. Það er þó víst að þeir einstaklingar munu finna sér önnur tæki til eyðileggingarinnar þó fjórhjólin væru bönnuð.

En að ætla að banna bændum að nota þessi tæki til smölunar er nokkuð langt gengið. Oftar en ekki er um einkalönd að ræða og því spurning hvort slíkt bann haldi fyrir lögum. Ekki hafa þeir sem þessum málflutningi halda uppi getað bent á neitt svæði eða neinn stað þar sem eyðilegging hefur átt sér stað, sínu máli til rökstuðnings.

Einungis er bennt á einhver stök dæmi þar sem einstaklingar með einbeittann brotavilja hafa farið offari og valdið stór tjóni. Rétt notkun fjórhjóla skaðar ekki landið á neinn hátt og er mun minna rask eftir þau en t.d. reiðhesta.

Þeir sem sjá ofsjónir vegna þessara farartækja ætti einfaldlega að stíga skrefið til fulls og fara fram á bann við þeim hér á landi. Þá er hægt að taka umræðuna út frá þeim punkti í stað þess að fara í kringum hlutina eins og köttur um heitann graut.

Þá er einnig spurning hvort ekki eigi einnig að banna bændum að fara um land sitt á dráttarvélum og jafnvel banna þær, jeppum og banna þá og reiðhestum og banna þá!

Fjórhjól eru sennilega þau tæki sem minnstum skaða valda utan vega, ef rétt er með farið. En þau tæki, eins og öll önnur, er hægt að misnota. Það er nokkuð öruggt að bændur gera það ekki, enginn bóndi sér sér hag í að skemma landið, þvert á mót.

Fagmálastjóri landgræðslunnar ætti að kynna sér þessi tæki áður en hann dæmir og einnig ætti hann að benda á hvað skal koma í staðinn. Ef spurningin er milli hrossa og fjórhjóla þarf ekki að fara langt til að sjá að hross valda mun meiri skaða á landinu en fjórhjól!

 


mbl.is Mótorhjól auglýst til aksturs utan vega í smölun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þér Gunnar ...... mikill meirihluti eigenda svona "tækja" notar þau með fullri virðingu fyrir umhverfi sínu

Jón Snæbjörnsson, 22.8.2011 kl. 08:26

2 Smámynd: Landfari

Mikið er ég sammála þér Gunnar.

En þetta er svo einkennandi fyrir okkur Íslendinga. Öfgarnar.

Það er farið úr ofveiði í ofverndun. Menn vilja annað hvort virkja hvergi eða alls staðar. Það er mikill munur á að sjá landið uppspólað af allskyns ökutækjum eða að enginn megi fara um af ótta við skemmdir.

Mér finnst undarlegt að í allri þessari vernd fyrir náttúrunni skuli enginn hafa amast við þessum göngustíg upp á Esjuna. Hann er mjög áberandi lýti á annars fallegu fjalli hérna rétt við borgina. Þúsundir manna horfa á þetta sár í fjallinu daglega sem er viðhaldið af einhverjum útivistarfríkum sem ekki geta séð fjöllin í friði. Ég skil ekki hvers vegna umhverfismálaráðherra hefur ekki beitt sér í málinu því það hlýtur að særa fegurðaskyn miklu fleiri manna heldur en fjórhjólaför einhverra bænda í smalamennsku. 

Landfari, 22.8.2011 kl. 11:09

3 identicon

Þessi froðuheili sem þeir kalla Fagmálastjóra vill kanski frekar að bændur fari aftur í það að nota 5 tonna dráttarvélar á einu drifi til að hjálpa sér við smölun.  Það væri nú aldeilis umhverfisvænt.  Ég veit ekki betur en að bændur hafi að stórum hluta farið í fjórhjólin vegna þess að þau eyðileggja ekki landið við smölun eins og jeppar og dráttarvélar.

Stebbi (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 11:47

4 Smámynd: Landfari

Það er ekki nóg að þú vitir það Stebbi minn. Það er heldur ekki nóg að aðrir viti það, þeir þurfa að skilja það líka. Í því liggur vandinn.

Landfari, 22.8.2011 kl. 11:54

5 identicon

Þetta er bara einn angin af því einelti sem beitt er gagnvart bændum og öðru sveitafólk. JA ÞVÍLÍK LÁKÚRA. Reynið að komast niður á jörðina. Bændur hafa lögvarinn afnota rétt af Afréttum samkvæmt þjóðlendulögum. Hugsið þið áður en þið hendið. Hér hafa verið notuð Fjórhjól í mörg ár við smalamensku komi þið og skoðið landið hér og sjáið hvað það er mikið skemt eftir þau.     Hinsvegar get ég tekið undir það að venjuleg mótorhjól eru ekki gott að nota í smalamensku. 

gissur jóhannesson (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 13:33

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef farið er yfir þau slys og tjón sem hafa orðið á hálendinu síðustu ár, sést að flest eða öll slys verða á vegslóðum og koma fjórhjól ekki þar við sögu. Tjón hafa einnig orðið mest á og við vegslóða og einnig eru fjórhjólin saklaus þar, heldur er oftast um að ræða fólk á þungum bílum sem veit ekki hvað það hefur í höndum og hættir sér út á svæði sem alls ekki er fært fyrir slík tröll.

Vissulega eru til þeir menn sem misnota fjórhjól og það ekki til eftirbreytni. Þó eru þeir fleiri sem misnota torfærumótórhjól og jeppa. Það er með ólíkindum að sjá til sumra manna, engu líkara en þeir hafi ekki nokkra glóru í kollinum.

Þetta kemur þó ekki neitt við því hvort bændur fái að aka um lönd sín á fjór eða sexhjólum. Það er leitun að þeim bónda sem gerir sér leik að því að skemma beitarland búfjár síns.

Gunnar Heiðarsson, 22.8.2011 kl. 14:08

7 identicon

Þetta er vægast sagt undarleg afstaða Andrésar, hann ætti frekar að fagna því að til séu hjól sem skemma minna en önnur hjól. Sennilega veit hann lítið um mótorhjól og fjórhjól annað en að þau eru með mótor, en svona hjól sem verið er að auglýsa í Bændablaðinu eru ekki nema 70kg. og eru á svo mjúkum dekkjum og fínmunstruðum að varla er hægt að spóla á þeim nema með sérstakri lægni.

Það er einnig undarlegt ef að bændur megi ekki nota nýjustu tækni sem til er við að smala löndin sín (þegar allir aðrir eru að nota nýjustu tækni við sína vinnu þá virðast bændur ekki meiga tæknivæðast). Bændurnir eiga þessi lönd sjálfir og þurfa að smala þau. 70-80 kg. mótorhjól og 70-90 kg. bóndi á því hlýtur að fara betur með landið en 400-500kg hestur eða 3500 kg. traktor. Með þessum boðum og bönnum endar með því að bændum verður bannað að slá túnin sín því þeir eru utan vega við þá vinnu.

Nær væri að gera úttekt á þessu og skoða hvað er best, en þar sem að ég þekki vel til svona mótorhjóla sem auglýsingin umrædda er af þá veit ég að þessi tiltekna mótorhjólagerð skemmir minna eftir sig (sé kunnáttumaður á hjólinu) en harðbotna gönguskór hjá 80-100 kg. göngumanni.

Mótorhjól er ekki bara mótorhjól rétt eins og að það eru til margir Jónar. Ég held að menn ættu að kynna sér málin áður en öskrað er úlfur, úlfur...

Hjörtur Líklegur (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 17:00

8 Smámynd: corvus corax

Ofstækið í kaffilatteþambandi umhverfisverndarhyskinu í 101 á sér engin takmörk og eru meira að segja nokkrir heilbrigðir farnir að haga sér eins. Ef eitthvað ætti að banna til verndar landinu þá eru það hestaferðir um hálendið en sú áníðsla hefur valdið gríðarlegum skemmdum á viðkvæmum gróðri eins og t.d. á Fjallabaksleið frá Landmannalaugum niður í Skaftártungu og á mörgum öðrum stöðum. Bönnum hestamennsku nema á takmörkuðum og afmörkuðum svæðum í kringum efri byggðir Reykjavíkur.

corvus corax, 22.8.2011 kl. 18:32

9 Smámynd: Landfari

Svo ég bæti nú aðeins við þetta hjá corvusi. Hvað með gönguleiðina upp á Esju. Engin smá lýti á annars fallegu fjalli. Banna göngu á Esjuna, ekki spurning því eitt skal yfir alla ganga.

Landfari, 22.8.2011 kl. 18:46

10 identicon

Klámfengið hugarfar á bak við klámfengin augu sjá bara klám. Í því liggur vandi þeirra sem vilja nýta sér og skoða landið okkar á annan hátt en þóknast þeim sem hafa hæstu röddina um þessar mundir.

Kristinn (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 21:57

11 Smámynd: Sigurður Helgason

Ja hérna hér og ég sem trúði ekki á jólasveinanna...............

Sigurður Helgason, 23.8.2011 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband