Hagfræði eða pólitísk "réttsýni".

Það reiðir ekki við einteyming ruglið og vitleysan sem frá bankastjóra Seðlabankans kemur og er hann þar trúr flokksfélaga sínum og skoðanabróður, fjármálaráðherra!

Nú eru stýrivextir hækkaðir, að sögn til að slá á verðbólguna. En hvaða þættir hafa sett verðbólguna af stað? Er það offjárfesting síðustu missera? Alla vega ekki af hálfu almennings og fyrirtækja, svo mikið er víst. Annað er um ríkiskassann að segja, þar er vissulega óvarlega farið í öflun lánsfjár og tekin lán langt umfram greiðslugetu.

En hvað er það þá sem veldur verðbólgu nú? Sumir segja kjarasamningar, en varla er hægt að skýra þessa verðbólgu nú vegna þeirra. Ástæðan er einföld, áhrif þeirra samninga eru ekki enn komin fram og þar að auki getur ákveðin prósenta í hækkun launa ekki valdið sömu eða meiri prósentu í verðbólguskriði. Það þarf fleira en laun til að verðmæti verði unnin.

Líklegasta skýring þeirrar verðbólgu sem nú herjar er stjórnun ríkisfjármála. Látlausar skattahækkanir og óvönduð meðferð með opinbert fé auk látlausrar lánasöfnunar ríkisins veldur þar mestu eða öllu.

En hvaða áhrif hefur þá þessi stýrivaxtahækkun á verðbólguna? Að sjálfsögðu mun hún einungis aukast. Hærri vextir þýðir meiri útlat fyrir ríkið til að greiða af lánum, sem aftur leiðir til enn meiri skattpíningar, sem eykur svo enn á verðbólguna!! Þetta er ekki flókið, þó það vefjst fyrir þeim sem með völdin fara, enda ekki hagfræði sem ræður ríkjum á þeim bænum, heldur "réttsýni" í pólitík!!

Ég tók að láni frá einum ágætum vefmiðli samantekt sem þar hafði verið gerð eftir frétt eins dagblaðsins hjá okkur. Vona að þeir verði ekki sárir þó ég hafi tekið mér þetta bessaleyfi.

Hækkun skatta í tíð núverandi ríkisstjórn:

Tekjuskattur einstaklinga hækkaði um 13.8%
Útsvar hækkaði um 11%
Erfðafjárskattur hækkaði um 100%
Áfengisgjald á Bjór hækkaði um 31,6%
Áfengisgjald á Léttvín hækkaði um 31,6%
Áfengisgjald á sterkt áfengi hækkaði um 27,8%
Olíugjald hækkaði um 19%
Bensíngjald (almennt) hækkaði um 229%
Flutningsjöfnunargjald af bensíni hækkaði um 11%
Vörugjald af bifreiðum hækkaði mest um tæp 50%
Tóbaksgjald hækkaði um 35%
Virðisaukaskattur hækkaði um 4%
Tryggingagjald hækkaði um 62%
Atvinnutryggingagjald hækkaði um 586%
Gjald í ábyrgðasjóð launa hækkaði um 250%
Fjármagnstekjuskattur hækkaði um 100%
Tekjuskattur fyrirtækja hækkaði um 33%
Tekjuskattur sameignarfélaga hækkaði um 53%
Skattur af tilteknum fjármagnstekjum hækkaði um 33-100%

Nýjir skattar í tíð núverandi ríkisstjórn:

Hátekjuskattur 8%
Auðlegðarskattur 1.5%
Skattur á díselolíu 4,35 kr/ltr
Skattur á Bensín 3,8 kr/ltr
Skattur á flugvélaeldsneyti 4,1 kr/ltr
Skattur á brennsluolíu 5,35 kr/ltr
Gistináttagjald 100 kr/nóttin
Skattur á vaxtagreiðslur 10%
Bankaskattur 0.08%
Skattur á gengisinnlánsreikninga 20%
Orkuskattur á rafmagn 0,12 kr
Orkuskattur á heitt vatn 2%
Skattur á arður til eigenda fyrirtækja 50%

Menn geta svo spáð í það hvort vegur meira í þeirri verðbólgu sem nú herjar, launahækkanir upp á einhver 4% og tóku gildi að stæðstum hluta um síðust tvenn mánaðarmót eða þessi gengdarlausa skattpíning stjórnvalda, sem fyrirtækjin hafa enga möguleika á að bregðast við nema með því að velta þeim út í verðlagið.

Eftir stendur launþeginn, almenningur, með stór aukna skatta, launahækkanir sem ekki munu koma að neinum notum og nú enn meiri byrgði af stökkbreyttum lánum. Lán sem á sínum tíma voru tekin í góðri trú og af ábyrgð og samkvæmt greiðslugetu á þeim tíma!


mbl.is Seðlabankinn hækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ef heyrt að það væru milljarðir í svörtum krónum í umferð á Íslandi í dag og magnast stöðugt og má þakka búálfinum Steingrími J. sem er sennilega klikkaðisti fjármálaráðherra allra tíma á Íslandi. Sennilega hefur þessi maður ekki verið til neins nýtur og hálfgerður óþurftargemlingur og þessvegna farið í pólutík eins og margir fleiri á þeim bæ, því miður fyrir land og þjóð. Hvers vegna veljast bara vitleysingar í stjórnmál á Íslandi?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband