"Leitin að lambalærinu"

Mikil atlag er gerð um þessar mundir að íslenskum landbúnaði og hefur sú atlaga tekið á sig ýmsar skondnar myndir. nú síðast "leitin að lambalærinu".

Enginn efast um hversu stór þyrnir í augum aðildarsinna andstaða bænda er gegn aðild og eiga aðildarsinnar erfitt um vik að gagnrýna málflutning bænda, enda fáar ef nokkur stétt í landinu sem hefur kannað kosti og galla aðildar jafn vel og bændastéttin.

Því er gripið til annara vopna. Í stað upplýstrar umræðu á grundvelli kosta og galla aðildar, er nú hafin stórsókn gegn bændum eftir öðrum leiðum. Eiit dæmið var "leitin að lambalærinu" í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar fór fréttamaður búð úr búð að leita lambalæris og komst að þeirri niðurstöðu að þau væru af skornum skammti. Einungis sýndi hann þó eitt viðtal við verslunarmann um þennan meinta skort og ekki tókst fréttamanni betur til við klippingu fréttarinna en svo að í raun varð fréttin marklaus. Viðmælandinn sagði að þó fá læri væru í borðinu væru fleiri til í kössum í frysti. Ekki datt frétamanni í hug að fá að skoða í frystigeymslu verslunarinnar og fá að telja þar, því síður að sýna viðtöl við fleiri verslunarmenn.

Þessar árásir og fleiri eru farnar undir því heiti að verið sé að svindla á launþegum með innflutningssköttum. Þetta gengur vissulega í suma en flestir átta sig þó á skekkjunni í þessum málflutningi. Ekki þarf annað en að bera saman verðhækkanir á influttri matvöru og þeirri innlendu til að sjá að þær innfluttu hefur hækkað mun meira en innlendar.

Engum dylst að þessar árásir eru í einum tilgangi og einungis einum. Að gera íslenskann landbúnað tortryggilegann í augum landsmanna. Og hvers vegna er þetta gert? Jú vegna þess að nú líður að því að taka fyrir þann kafla er fjallar um þessi mál í viðræðunum við ESB og því mikilvæt að níða landbúnaðinn hér sem mest.

Einig getur verið að inn í málið spili þær 230 miljónir sem ESB er að fara að nota hér til áróðursherferðar. Verið getur að fréttamenn og fréttastofur sjái sér hag í því að flytja "réttar" fréttir og fá kannski eitthvert brot af þeirri upphæð í staðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sæll! Ég bæði vorkenndi og hló að fréttamanni st.2,þetta var svo klúðurslegt. Íslendingar eru upp til hópa meðvitaðir um vinnubrögð leikmanna ríkisstjórnarinnar. Gleymum ekki Icesave-áróðrinum,það opnaði fyrir okkur þá sorglegu staðreynd að til eru á Íslandi Qislingar.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2011 kl. 13:20

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi meinti "kjötskortur" hefur alveg farið framhjá mér..

Jóhann Elíasson, 15.8.2011 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband