Óvirkur ?

Þegar menn taka að sér setu í stjórn einhvers fyrirtækis eða félags, hljóta þeir um leið að taka á sig ábyrgð.

Það væri gaman að fá að vita hvort Gunnar Andersson hafi einnig verið óvirkur varðandi laun fyrir þessar stjórnarsetur.

Eða eru kannski engin tengsl á milli launa og ábyrgðar að hans mati? Er hægt að þiggja laun án þess að skila neinu til baka? Er hægt að þiggja laun en vera þó "óvirkur"?

 

 


mbl.is Munur á gerendum og áhorfendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar virðist vera að afhjúpa sjálfan sig sem über siðleysingja.

Baldur (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 09:59

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er eins gott að þetta var ekki nauðgun sem Gunnar varð vitni að.  Hann hefði ekki gert neitt til að stoppa hana samkvæmt þessari heimspeki.

Marinó G. Njálsson, 13.8.2011 kl. 11:12

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Stjórnarmenn læra það sem fyrir þeim er haft. Gunnar leiðir fordæmið.

Sumarliði Einar Daðason, 13.8.2011 kl. 12:16

4 Smámynd: Landfari

Var það ekki eitthvað svipað sem forveri hans í fjármálaeftirlitinu gerði, var óvirkur í starfi sínu og því fór sem fór. Hvernig stendur á því að það er kominn annar eins þarna eða er þetta ein af hæfniskröfum fyrir þetta starf?

Er það krafa frá viðskiptabönkunum að forstjóri fjármálaeftirlitsins sé "óvirkur í starfi"

Þessi skýring hans er svo út í hött að ekki tekur nokkru tali. Ég vil ítreka spurningu síðuhöfundar hvort hann hafi verið jafn óvirkur varðandi launagreiðslur fyrir þessi störf.

Landfari, 15.8.2011 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband