Virðing Alþingis steytir á enn einu skerinu !!

Það má með sanni segja að þingmenn á hinu háa Alþingi bera mismikið vit í kollinum og ekki þvælist fyrir sumum þeirra skynsemin.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa hvað eftir annað kallað eftir fundum í nefndum Alþingis í sumar. Vilja þeir ræða hin ýmsu mál er varðar stjórn landsins, eða öllu heldur óstjórn. Má þar m.a. nefna stjórnun efnahagsmála og þá breyttu stöðu sem komin er upp varðandi aðildarumsókn okkar til ESB. Ýmis fleiri mál sem skipta miklu fyrir land og þjóð hafa komið upp síðustu vikur sem full þörf er að ræða innan nefnda Alþingis.

Formenn nefnda Alþingis hafa hins vegar ekki orðið við þessum bónum og bera við afsökunum sem ekki standast skoðun. Með þessu hafa formenn nefnda að öllum líkindum gerst brotlegir við 15. gr. laga um þingsköp.

Það kemur því vissulega á óvart þegar kallað er til funda í nefndum Alþingis, ekki bara einni, heldur sameiginlegur fundur þriggja nefnda. Þessi fundur var boðaður að ósk formanns utanríkismálanefndar.

Ekki var þó tilefni fundarins að ræða þau mál sem mestu skipta, óstjórn landsins, nei það átti að taka einn ráðherrann á teppið og skamma. Ekki þó fyrir að hafa gefið banka, ekki fyrir að sóa tugum miljarða í sömu banka, ekki fyrir að halda til streytu vonlausri aðildarumsókn. Nei það átti að skamma þennan ráðherra fyrir að fara að samþykktum Alþingis, það átti að skamma hann fyrir að standa vörð um rétt okkar sem þjóð.

Og hver skildi svo ástæða þessa vera? Jú þessi samþykkt Alþingis er í andstöðu við vilja háu herranna í Brussel og því taldi formaður utanríkismálanefndar vera fullt tilefni til að kalla saman, ekki bara eina nefnd Alþingis, heldur þrjár!

Með þessu var hann ekki einungis að vinna gegn samþykktum Alþingis, heldur var hann grímulaust að ganga erinda ESB gegn íslenskri þjóð!! Hafi hann skömm fyrir!

Það kemur þó á óvart að þeir sem næstir stóðu honum í þessari aðför að þingræðinu í landinu voru m.a. úr þeim eina flokki sem fyrir síðustu kosningar höðu það skýrt í sinni stefnu að Ísland ætti að vera utan ESB.

Það að þingmenn telji það vera verk nefnda Alþingis að ákveða hvort samþykktum þess sé fylgt eða ekki, er háalvarlegt mál og vekur óneitanlega upp þá spurningu hvort þeir séu starfi sínu vaxnir!

Eftirleikur þessa fundar er þó ekki síður alvarlegur, þegar einn nefndarmaður tjáir sig opinberlega um það sem fram fór á fundinum, þó skýrt hafi komið fram að fundurinn væri lokaður. Með því braut sá þingmaður klárlega grein 24 í lögum um þingsköp! Þessi tiltekni þingmaður hefur áður farið frjálslega með lög um þingsköp og spurning hversu oft menn geti haft þau að háði áður en þeim er vísað af þingi!

Það er öllum ljóst að Sjávarútvegs og Landbúnaðarráðherra gengur ekki í takt við aðra ráðherra og suma stjórnarþingmenn þegar aðild að ESB er annarsvegar. Hann gengur hins vegar í takt við meirihluta þjóðarinnar og það ættu allir ráðherrar að gera. Því miður hafa ekki fleiri en hann þor til þess. En þeir þingmenn sem andstæðir eru honum í því máli þora þó ekki að ráðast beint að ráðherranum, heldur fara krókaleiðir til að reyna að gera störf hans tortryggileg.

Þar skiptir einu þótt brjóta þurfi ákvarðanir Alþingis og til að koma málinu örugglega til skila er ekki hikað við að brjóta þagnarskilduna!!

Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir fólki sem haga sér með þessum hætti?!!

 


mbl.is Gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu Marðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Er einhver að bera virðingu fyrir þessu pakki, ekki ég allavega!!!Og ég þekki sára fáa.

Eyjólfur G Svavarsson, 13.8.2011 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband