Er Steingrímur að tapa sér ?

Steingrímur hefur verið með miklar yfirlýsingar í fjölmiðlum undanfarið. Hann hefur m.a. sagt að skattar séu síst hærri hér en annarsstaðar, þó allir viti að hvergi í heiminum er virðisaukaskattur nándar nærri því eins hár og hér á landi. Hann heldur því fram að sú mikla hækkun skatta eigi ekki nokkurn þátt í stór auknu neðanjarðarhagkerfi sem hér er að byggjast hratt upp. Hann segir enga peninga vera til fyrir stofanir ríkissins og gefur þeim mönnum sem eru að reyna að framfylgja lögbundnum verkefnum sem þeim eru settar, langt nef og skammar þá opinberlega í fjölmiðlum. Þá er ekki hægt að standa við gerða samninga um að koma hjólum atvinnulífsins af stað.

Ekki minnist þó Steingrímur á að í samanburði á skattbyrgðinni, eru laun mun lægri hér og því er hár virðisaukaskattur sérstaklega erfiður fólki, þar sem hann legst á alla vöru og þjónustu.

Steingrímur hefur heldur ekki neina haldbæra skýringu á því hvers vegna neðanjarðarhagkerfið bólgnar svo hratt, en skammast þó í fjölmiðlum um það mál. Allir vita þó að aukin skattheimta leiðir af sér aukið neðanjarðrhagkefi. Fjölmargir hafa reynt að benda Steingrími á þessa staðreynd, en hann neitar að hlusta.

Þá hefur Steingrímur ekki lausn á því hvernig forsvarsmenn ríkisstofnanna eiga að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem þeim er ætlað, fyrir minna fé en áður. Hann bara rífst og skammast í fjölmiðlum!

Þó einungis séu liðnir rúmir tveir mánuður frá því ríkisstjórnin lofaði að koma hjólum atvinnulífsins af stað, í tengslum við kjarasamninga, segir Steingrímur nú að til þess þurfi aukinn skatt sem fólkið ekki vill, sú staðreynd lá fyrir þegar ríkisstjórnin gaf sitt loforð.

Hvernig væri að forgangsraða svolítið öðruvísi?

Hvernig væri að draga úr fjárframlögum til utanríkisþjónustunnar? Nei þangað fer meira fé en nokkurntímann áður, svo hægt sé að halda uppi ESB umsóknarferlinu!! Það fá mætti nota til að stofnanir ríkissins, sérstaklega á heilbrigðissviði og menntasviði, geti sinnt þeim verkefnum sem þeim ber, samkvæmt lögum.

Hvernig væri að fækka örlítið öllum þeim nefndum sem settar skipaðar hafa verið, oft um lítilvæg eða óþörf verkefni.

Hvernig væri að skjóta á frest öllum gæluverkefnum, þar til hagur okkar vænkast. Stjórnlagaráðsruglið kostaði drjúgan pening, svo dæmi sé tekið.

Og hvernig væri að Steingrímur sýndi sjálfur ábyrgð í starfi, enginn fjármálaráðherra hefur skaðað ríkisjóð jafn mikið og hann með röngum og oft á tíðum ótímabærum verkum. Þar hafa ekki einungis milljarðar tapast, heldur tugir þeirra!!

Varðandi þau loforð að koma hjólum atvinnulífsins af stað þá var ekki farið fram á mikið, einungis að starfsumhverfi og skattaumhverfið yrði gert þannig að fyrirtækin gætu rekið sig og þar með haft fólk í vinnu. Þá mætti nota örlítið meira af þeim skattekjum sem innheimtar eru af eldsneyti, til þess sem þeim er ætlað, - að viðhalda og endurnýja vegakerfið. Hvers vegna eiga þeir sem vinnu sinnar vegna eða búsetu eru háðir bílaeign og notkun þeirra, að borga meira til samneyslunnar en aðrir. Það kvartar enginn bíleigandi undan skatt á eldsneyti ef hann hefur vissu fyrir því að það fé er notað til þeirra verkefna er varðar notkun bíla, s.s. vegakerfisins. Þeger hins vegar það er ljóst að stæðsti hluti þess fjár er notaður til annara nota, eru bíleigendur ósáttir, enda ekki neitt réttlæti í slíkri skattheimtu!! Það telst varla jöfnuður eða sanngjarnt.

Framkoma Steingríms í fjölmiðlum, undanfarna daga, er til skammar. Engu er líkara en maðurinn sé endanlega að tapa sér. Hann virðist loks búinn að átta sig á að hann hefur tapað, að hann ráði ekki lengur við verkefnið sem hann tók að sér.

Því skal skammast út í allt og alla, í fjölmiðlum ef ekki vill betur!!


mbl.is Gefur lítið fyrir skýringar Elínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband