Hver ber sök ?

Það hefur verið talinn mannkostur að trúa á það góða í mannskeppnunni og treysta því sem sagt er og gert. En það eru enn meiri mannkostir að kunna skil á því hvenær þessu trausti verður ekki við komið.

Því miður höfðu forsvarsmenn atvinnulífsins ekki þann mannkost og létu stjórnvöld, sem höfðu stuttu áður svikið þá, plata sig aftur. Ekki nóg með að loforðalisti stjórnvalda væri rýr, heldur var hann samhljóma þeim loforðalista er gefinn var sumarið 2009 og svikinn jafn harðan. Nú kemur í ljós að aftur skal þessi loforðalisti svikinn.

Ef forsvarsmenn atvinnulífsins hefðu þá mannkosti sem þeim er ætlað, hefðu þeir aldrei látið þessa svikastjórn plata sig aftur, en því miður skortir mikið á hjá þeim mönnum.

Nú er því haldið fram að ekki geti orðið af ýmsum vegaframkvæmdum vegna andstöðu eins ráðherra við veggjöld. Sá ráðherra segir að andstaða þjóðarinnar við veggjöld komi í veg fyrir frekari framkvæmdir.

En bíðum aðeins, hvað hefur breyst í því máli síðan skrifað var undir kjarasamninga? Akkúrat ekki neitt!! Vitneskjan um andúð þjóðarinnar á veggjöldum lá fyrir á þeim tíma svo ekkert hefur breyst síðan loforðalisti ríkisstjónarinnar var lagður fram. Hvers vegna var ríkisstjórnin þá að lofa einhverju sem hún gat ekki staðiði við? Var það til að fá einn frestinn enn?

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að ríkissjóður fær á milli 50 og 100 milljarða króna í tekjur af eldsneyti, fé sem ætlað er til viðhalds og nýbyggingu vegakerfisins. Hversu stór hluti þessa fjár er notað í þeim tilgangi?!! Einungis örlítið brot!!

Það er sennilega einginn eins hissa á hversu lengi þessi ríkistjórn fær lifað og ráðherrar hennar. Allar ákvarðanir þeirra miðast að því einu að fá nokkurra daga frið hverju sinni, eins og þeir geri ráð fyrir að dagar stjórnarinnar séu taldir. Því verður vandi ráðherrana alltaf meiri og meiri, þar sem gömlu vandamálin koma alltaf upp aftur og bætast við þau nýju. Sennilega hefur ekki hvarflað að neinum ráðherra ríkisstjórnarinnar, þegar loforðalistinn var gefinn forsvarsmönnum atvinnulífsins, sumarið 2009, að líftími stjórnarinnar væri svo langur að þeir þyrftu að standa við hann. Þegar svo sami listi er dreginn fram, tæpum tveim árum síðar, hafa ráðherrarnir sennilega ekki látið sig dreyma um að hann yrði látinn duga til að ganga frá kjarasamningum, hvað þá að þeir yrðu enn ráðherra þegar kæmi að þeirri stundu að þeir þyrftu að standa við þau sviknu loforð!

Því er spurning hvar sökin að ógæfu okkar liggur, hver beri sök á að ekku skuli vera lengra komið í uppbyggingu þjóðfélagsins eftir hamfarirnar haustið 2008.

Er sökin vegna trúgjarnra og spilltra manna sem þykjst standa vörð launafólk, þegar þeir hugsa fyrst og fremst um eiginn hag?

Er sökin vegna kjarklausrar og sundurlindrar ríkisstjórnar sem getur ekki komið neinu í verk en sólundar því lánsfé, sem hægt er að komast yfir, í gæluverkefni sín.

Eða er sökin vegna handónýtrar stjórnarandstöðu, sem fyrir utan nokkurra einstaklinga, virðist helst vera á Alþingi til að hafa "þægilegt og vel launað skrifstofustarf", eins og einn maður orðaði það.

Hverra sem sökin er, þá blæðir fyrirtækjum og fjölskyldum landsins og þjóðfélagið færist æ hraðar nær hengiflugi skelfingarinnar!!


mbl.is Framlengir kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Tek undir hvert orð hér að ofan!

Sumarliði Einar Daðason, 6.8.2011 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband