Hvers vegna verður einginn var við batann ?

Steingrímur er óspar á stóryrðin, að vanda. Hann ræðst að pólitískum andstæðingum sínum og kallar þá "geðilla gamla fauska". Sjálfur hefur þó setið á þingi í rúm 30 ár og varla hægt að segja að gleðin hafi oft geislað af honum í ræðstól þar, hvot heldur hann hefur verið í stjórn eða stórnarandstöðu.  

Steingrímur fullyrðir allt horfi til betri vegar og þakkar auðvitað stjórnkænsku sinni um. Hann nefnir málefni eins og ferðaiðnaðin, aukinn innflutning á bílum, aukna veltu á fasteignamarkaði, tillögur Hafró um aukinn þorskafla, lærra skuldatryggingaálag og Gallupkönnun sem dæmi um að hér sé allt á betri leið og að hann eigi heiðurinn af því.

Hvað varðar ferðaiðnaðinn, þá er merkilegt að hann skuli enn vera á lífi, svo hressilega hefur Steingrímur lagt til atlögu við þann iðnað, með sköttum og álögum. Miðað við horfur í þeim geira atvinnulífsins, væri fróðlegt að vita hversu öflugur hann hefði orðið ef Steingrímur hefði ekki skipt sér af og leift honum að eflast og dafna. Það má með sanni segja að ferðaiðnaðurinn er lifandi og eykst, þrátt fyrir þær aðgerðir sem Steingrímur hefur staðið að.

Aukinn innflutningur á bílum og aukin velta á fasteignamarkaði eru engin merki um bata. Þessar greinar voru í algeru frosti, svo smá aukning er auðvitað stór þegar það er fært í prósentur. Þó skal bent á að bílainnflutningurinn er þó einungis einn fjórði þess sem hann þyrfi að vera til þess eins að viðhalda eðlilegri endurnýjun bílaflotans.

Það er nokkuð langsótt fyrir Steingrím að þakka sjálfum sér eða ríkisstjórninni tillögur Hafró um aukinn þorskafla. Þar er frekar hægt að þakka því fiskveiðikerfi sem ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum um að fórna.

Lægra skuldatryggingaálag á ríkisjóð er vissulega fagnaðarefni. En þar, eins og á flestum sviðum, er ekki hægt að þakka Steingrími. Mun frekar má segja að ástandið sé betra þrátt fyrir þessa ríkisstjórn. Ef stjórnsnilli Steingríms hefði ráðið, hefði Svavarssmningurinn verið samþykktur á Alþingi vorið 2009 og þjóðin komin á vonarvöl vegna hans. Lærra skuldatryggingaálag er eingöngu þjóðini sjálfri að þakka og því að hún hefur tvisvar tekið fram fyrir hendur ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Þar á Steingrímur Jóhann engann heiður!

Að nefna skoðanakönnum sem rök um aukinn bata í þjóðfélaginu sæmir ekki fjármálaráðherra, né neinum þeim sem í ríkisstjórn situr. Þingmenn geta leift sér slíkt gaspur, en ráðherrar ekki. Það er þó merkilegast að sú könnun sem Steingrímur nefnir er svokölluð "væntingavísitala". Hugsanlega eru væntingar landsmanna betri nú, einmitt vegna þess að þjóðin hefur nýverið tekið fram fyrir hendur stjórnvalda og hefur áttað sig á að hún hefur valdið.

Steingrímur Jóhann Sigfússon er gjarnan stóryrtur á Alþingi. Sjaldan á hann þó fyrir þeim orðum sínum og alls ekki nú!!

Ef allt væri nú eins og hann segir, að hér hefði orðið viðsnúningur og allt á betri leið, hvers vegna er þá það mikla atvinnuleysi sem hér ríkir?

Hvers vegna svelta fjölskyldur og eru að missa heimili sín?

Hvers vegna berjast fyrirtæki í bökkum og geta ekki staðið við nýgerða kjarasamninga, sem voru þó til skammar?

Hvers vegna eru þeir sem varlega fóru fyrir hrun og fjárfestu ekki um of en lögðu sparnað sinn í íbúðarhúsnæði, áttu kanski orðið 40% af því, nú eignalaust fólk og berst í bökkum við að geta fengið að búa í þessu húsnæði áfram, sem bankinn nú á?

OG HVERS VEGNA, STEINGRÍMUR JÓHANN, ERU BANKAR AÐ SÝNA ÞANN GÍFURLEGA HAGNAÐ SEM FRAM KEMUR Í BÓKHALDSBÓKUM ÞEIRRA?


mbl.is Fordæmir niðurrifsöfl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband