Hver á að borga ?

Síðasta haust kom ríkisstjórnin með svokallaðan "hjálparpakka" fyrir lánþega. Þeta átti að vera til að hjálpa illa stöndugum heimilum.

Skemmst er frá að segja að sá pakki var ansi rýr og meginþungi þeirra aðgerða komi til þeirra sem höfðu farið óvarlega fyrir hrun, þeirra sem mest höfðu fjárfest. Við hin sem eru komin í verulegann vanda en tókum ekki þátt í offjárfestingu, fengum enga aðstoð. Bankarnir eiga enn allan þann sparnað sem við höfðum lagt í fasteignir.

Og þó, það var eitt í þessum "hjálparpakka" sem kom okkur til hjálpa. Það var sértæki vaxtaafslátturinn.

Ekki var þó gengið formlega frá því hver eða hverjir ættu að greiða þann afslátt, áður en pakkinn var gefinn út. Og nú, sjö mánuðum eftir að þessi ákvörðun var tekin er enn verið að rífast um her eigi að borga.

Lífeyrissjóðirnir segja ekki ég,

bankarnir segja ekki ég,

ríkisstjórnin segir ekki ég og

atvinnurekendur sega að þetta rústi kjarasamningum.

Afstaða lífeyrissjóðanna er, að sögna þeirra sem þar stjórna, að þetta muni skerða réttindi lífeyrisþega. Það sér auðvitað hver maður að þessi upphæð er ekki afgerandi fyrir rekstur þeirra, enda er sá kostnaður sem þeim er ætlaður einungis brot af því bruðli og sukki sem stjórnir þessara sjóða viðhöfðu fyrir hrun. Flestir sjóðirnir eru með sömu stjórnarmenn nú og þá. Það eru þær gífurlegu upphæðir sem þessir menn sólunduðu með vitlausum fjárfestingum fyrir bankahrun sem veldur skerðingu lífeyrisréttinda og enn eru menn á sömu braut. Það er ekkert mál að sólunda tugum eða hundruðum milljarða í vonlaus fyrirtæki, en þegar á að taka örlítið brot af fjármunum sjóðanna til að rétta af hlut eigenda þeirra, fjölskyldurnar, ætlar allt vitlaust að verða.

Bankarnir vilja að sjálf sögðu ekki taka þennan kostnað á sig, það minnkar hagnað þeirra. Sjónarmið bankamafíunnar er einfalt; græðum meðan við getum og komum okkur svo burtu. Þetta sjónarmið var uppi í bankakefinu fyrir hrun og þetta sjónarmið er enn í bankakferinu. Þar hefur ekkert breyst, enda sömu menn í lykilstöðum þeirra og þá. Það undarlega er þó að stjórnendum bankanna virðist vera gjörsamlega fyrirmunað að átta sig á þeirri staðeynd að bankinn er ekkert án viðskiptavina. Þeir vinna hörðum höndum að því að mergsjúga bæði fyrirtæki og almenning. Með því eru bankar að grafa undan eigin rekstrargrundvelli.

Rikiskassinn er rekinn á lánsfjármagni. Því er útilokað að sækja þann kostnað sem af þessari sértæku vaxtalækkun hlýst þangað. Það mun einungis valda því að sá aur sem lánþeginn fær út úr henni mun verða sóttur aftur, eftir öðrum leiðum. Enginn er eins fundvís á leiðir til að skattleggja og núverandi fjármálaráðherra. Þetta hefðu stjórnvöld átt að gera sér grein fyrir ÁÐUR en "hjálparpkkinn" var opinberaður. En það er víst til of mikils mælst, þar á bæ er "þetta reddadast" hugsanahátturinn í hávegum hafður.

Atvinnurekendur segja að nýgerðir kjarasamningar séu í uppnámi vegna þessa máls og að sjálf sögðu tekur helsti talsmaður þeirra Gylfi Arnbjörnsson undir það. Sá maður hefur reynst atvinnurekendur drjúgur happafengur. Kjarasamningar voru gerðir með vitneskju um að kostnaður  vegna sértækrar vaxtalækkunar væri óleystur. Því ætti einhver niðurstaða, hver sem hún er, ekki að koma kjarasamningum í uppnám. Meiri líkur eru á að atvinnurekur sjá eftir þessari smá upphæð sem lífeyrissjóðum er ætlað til hjálpar fjölskyldum landsins, þá geta þeir ekki nýtt þá aura sér og sínum fyrirtæjum til framdráttar. Að atvinnurekendum sé umhugað um lífeyrisþega er harla erfitt að trúa!!

Niðurstaðau er þó einföld. Ríkisstjórnin, eftir að hafa verið veitt hressileg áminnig frá fólkinu, var nauðbeygð til að gera eitthvað. Eins og henni er tamt, komu fram tillögur til úrbóta. Og eins að ríkistjórninni er einnig tamt, þá var þess vel gætt að fjármálastofnanir biðu ekki skaða af og að hjálpin væri í formi froðu. Þó nutu nokkrir góðs af, einkum þeir sem mest skulduðu, þeir sem óvarlegast höfðu farið. Það eina sem vitrænt var í tillögunum var sértæka vaxtabótin. En því, eins og flestu öðru, var einnig klúðrað. Ekki var gengið frá strax í upphafi hver eða hverjir ættu að fjármagna hana. Því er staðan eins og hún er!

Fyrsta greiðslan var reidd fram úr ríkiskassanum, en síða áttu "aðrir" að greiða í hann til baka. Það ættu að sjálf sögðu að vera þeir aðilar sem mest hafa grætt á falli bankana, fjármálastofnanir. Þar eru lífeyrissjóðirnir ekki undanskildir. Ef þeim hefði verið stjórnað af skynsemi og festu fyrir hrun, væru þeir nú vel stöndugir. Gengisfallið sem sá til þess að þeir lifðu fallið af, hefði gert þá öfluga og góða. Eina sem kom í veg fyrir það er sú einfalda staðreynd að stjórnir þeirra sólunduðu fé sjóðanna fyrir hrun.

Nú lítur út fyrir að þeir sem munu borga ríkissjóð þennan kostnað verði þeir sömu og ríkissjóður greiddi þennan séræka vataafslátt, fólkið í landinu!!

Enn eitt klúður ríkisstjórnarinnar er því að verða að staðreynd!!


mbl.is Ræða við ASÍ um lífeyrisskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband