Smugan, áróðursrit kommúnista

Fréttaflutningur smugunnar er einfaldur. Þegar flestir fjölmiðlar koma fram með frétt sem kemur illa fyrir stjórnvöl, kemur Smugan með andstæða frétt um svipað efni. Þetta sést einstaklega vel í dag 27. maí.

Í fjölmiðlum er frétt um þá nöturlegu staðreynd að tæplega 7000 heimili hafi þurft að sækja sér fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga árið 2010 og hafi aukningin verið um 15% frá árinu á undan.

Þessari frétt svarar Smugan með því að flytja frétt af því að 7000 börn hafi lifað við fátækt árið 2007. Þetta er einnig nöturleg staðreynd, en breytir ekki né afsakar það ástand sem nú er. Það er verkefni líðandi stundar sem skiptir meira máli en sagan, þó vissulega megi læra af henni. Ekkert er hægt að gera til að rétta hlut barnana 7000 sem lifðu við fátækt 2007, en hins vegar er hægt að og ber skylda til að rétta hlut þeirra 7000 fjölskyldna sem nú lifa við sára fátækt!

Það er einnig rétt að geta þess að Smugan flytur sína frétt út frá matskýrslu OECD, sem reyndar segir að Ísland sé eina landið þar sem fátækt barna sé undir 10% af þeim 21 landi sem skýrslan er gerð um.

Frétt annara miðla um sára neyð fjölskyldna á Íslandi í dag kemur frá Hagstofu Íslands.

Önnur frétt í venjulegum fjölmiðlum, um að kostnaður ríkisins hafi orðið meiri en 400 millarðar við að einkavæða nýju bankana er svarað af Smugunni með viðtali við Björn Val Gíslason, af öllum mönnum!

Í þessu viðtali fullyrðir Björn Valur að Íslendingar hafi sloppið við að borga, einungis hafi þurft að greiða 150 milljarða, væntanlega vegna gífurlegrar snilli Steingríms Jóhanns við samningaborðið. Björn Valur hefur hins vegar ekki alltaf farið vel með sannleikann og hvort upphæðin er 150 milljarðar eða 400 milljarðar skal ósagt látið.

Þó má ekki gleyma því sem mestu máli skiptir á þessum samningum Steingríms við bankana og slitastjórnir gömlu bankana, en það er að hann gaf þesum aðilum það fé sem ætlað var til að leiðrétta þau lán sem höfðu stökkbreyst við bankahrunið. Sú gjörð Steingríms er grunnur þeira vandamála sem fjölskyldur landsins búa við og hefði verið hægt að komast hjá ef rétt og eðlilega hefði verið staðið að verki. Því miður tók Steingrímur hagsmuni bankana fram yfir hagsmuni fjölskyldna.

Fleiri "fréttir" eru í Smugunni sem eru í þessum dúr, "fréttir" sem ætlaðar eru sem svar við gagnrýni á ríkisstjórnina en eru oftar en ekki á þann veg að "af því þú gerðir það, má ég það líka".

Má nefna svar við ýtrekuðum ásökunum á stjórnvöld um brot á stjórnarskrá, því svarar Smugan með ásökun um brot forsetans á stjórnarskrá.

Mikilli andstöðu við hið nýja fiskveiðistjórnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar er svarað með því að vitna í könnu sem segir að 70% landsmanna sé fylgjandi innköllun veiðiheimilda. Ekki kemur þó fram hversu margir liggja að baki könnuninni né hvenær hún er gerð.

Fjölmiðill sem byggir sinn fréttaflutning fyrst og fremst á því að koma með "fréttir" sem andsvar við þann fréttaflutning sem er í öðrum fjölmiðlum, getur vart talist marktækur.

Þá skal aðeins minnst á forystugrein ritstjóra Smugunnar. Þar spyrðir hún fámennan hóp öfgamanna sem mættu á ein mótmælin með nasistafánann við alla sem eru gegn ríkisstjórninni. Þetta er forkastanlegt og ekki við hæfi ritstjóra að láta slík ummæli frá sér.

Fyrir það fyrsta var nasistaflokkurinn mun nær þeim flokkum sem nú sitja við völd en Sjálfstæðisflokknum. Á það við bæði um stefnumál og athafnir. Loforð á loforð ofan voru notuð til að komast að völdum en svo tók einstefna og einræði við. Nokkuð líkt því sem við erum að upplifa á Íslandi nú í dag!

Þá er einnig forkastanlegt að spyrða fámennan hóp öfgamanna sem mæta á ein mótmæli við fjöldann. Það er eins hægt að segja að allir mótmælendur séu skríll vegna þess að örfáir þeirra kveiktu eld á Ingólfstorgi.

En hvað segir það okkur þá um þá mótmælendur sem stóðu að búsáhaldabyltingunni? Það voru vissulega öfgamenn sem nýttu sér ástandið þá og höguðu sér vægast sagt illa. Vill Þóra Kristín að þeir öfgamenn séu samnefnarar allra sem tóku þátt í þeim mótmælum?

Ég ætla ekki að tala um þátt einstakra þingmanna VG í búsáhaldabyltingunni, en sú þáttaka var til skammar. Um það væri hægt að skrifa langan pistil.


mbl.is 6910 heimili fengu fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Sammála. Ekki þurfti að horfa lengi á viðbrögð sumra þingmanna VG þegar það kom fram tillaga á þingi þess efnis að rannsaka þátt þingmanna í búsáhaldabyltingunni, æsingurinn leyndi sér ekki. Ef menn væru saklausir gætu þeir haldið ró sinni.

Sandy, 27.5.2011 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband