Bankabóla ?

Það má gagnrýna hvernig staðið var að einkavæðingu gömlu bankann.

Þó sóttu þáverandi stjórnvöld eftir leiðsögn frá erlendum fyrirtækjum um hvernig staðið skyldi að þeirri sölu, bankarnir voru auglýstir, þó fáir sýndu þeim áhuga. Loks svo þegar kaupendur fengust stökk stjórnarandstaðan auðvitað upp og hrópaði "flokkapot", að bankarnir hefðu verið "gefnir" og fleiri stóryrði. Þó, eins og áður segir, megi vissulega gagnrýna þessa gjörð, þá var þó reynt að standa eins faglega að verki og vit þeirra sem þá réðu gaf. Það er ekki hægt að ætlast til meira. Svo er spurning hvort ástæða hafi verið til sölu þeirra, en það er allt annað.

Vegna þess að þessi sala var svo gagnrýniverð hefði mátt ætla að þeir sem eftir komu hefðu eitthvað lært, en öðru nær.

Eftir að þessir bankar höfðu farið í þrot, vegna einstæðrar græðgi þeirra sem þá áttu og stjórnuðu, eignaðist ríkið þá aftur ásamt stórum skuldum og stofnaði nýja á rústum þeirra gömlu. Örfáum mánuðum seinna komust til valda þeir flokkar sem mest og hæðst höfðu gagnrýnt sölu bankanna. Ekki höfðu þessir flokkar verið lengi við stjórn þegar þeir ákváðu að selja tvo af þremur þeirra banka sem reystir höfðu verið á rústum föllnu bankanna.

En hvernig var staðið að málum við þessa sölu? Var eitthvað betra gert en í þeirri fyrri? Aldeils ekki, nú var ekki auglýst, nú var bara sest í bakherbergi og gerðir samningar, samningar sem gulltryggðu bankana og settu enn frekari hörmungar yfir almenning í landinu. Sá stjórnmálamaður sem hæðst hrópaði við sölu gömlu bankana, seldi nú hina nýju og borgaði stór fé með þeim, talið að sú upphæð liggi nærri 400 milljörðum!!

Skömmu eftir að gömlu bankarnir voru seldir fóru þeir að sýna hagnað og jókst hann ótrúlega næstu ár á eftir. Auðvitað var þessi hagnaður bara froða og auðvitað fóru bankarnir á hausinn. Þetta liggur í augum uppi nú eftirá, þó flestir hafi blindast meðan á því stóð.

Nýju bankarnir sem reystir voru á rústum þeirra gömlu eru nú þegar farnir að sýna hagnað og það ekkert lítinn. Árið 2010 var hagnaður þessara þriggja banka um 70 milljarðar og ef hagnaður Arion og Íslandsbanka er svipaður og Landsbankans fyrstu þrjá mánuði ársins 2011, gætum við séð hagnað upp á 150 milljarða á þessu ári hjá þessum þrem bönkum!

En hvernig verður þessi hagnaður til hjá þeim? Ekki er veltan í þjóðfélaginu svo mikil, ekki eru fyrirtæki að fjárfesta, ekki er amenningur að fjárfesta. Er hugsanlegt að hann sé tilkominn vegna þess hversu vel Steingrímur bjó undir þá með sölunni og samkomulaginu sem hann gerði? Eða er þetta bara froða eins og hjá gömlu bönkunum? Væntanlega kemur hvor tveggja til.

Í öllu falli er ekki að sjá annað en bankarnir séu á nákvæmlega sömu braut og áður og því beinast við að ætla að afleiðingin verði sú sama. Bankahrun!

Það er ljóst að banki er fyrir fólkið og fyrirtækin, ekki öfugt. Þessi staðreynd virðist vefjast fyrir fjármálaráðherra. Ef fólkið getur ekki lifað og fyrirtækin geta ekki rekið sig er engin þörf á bönkum, það sem meira er þá er enginn rekstrargrundvöllur fyrir banka!

Steingrímur Jóhann hrópaði hátt þegar gömlu bankarnir voru einkavæddir. Þegar þeir nýju voru einkavæddir var hann sjálfur við stjórnvölinn og gat því sem best staðið betur að málum. Það gerði hann ekki, þvert á móti!

En þó Steingrímur hafi brugðist svo gjörsamlega, þegar hann hafði söguna að baki sér og hefði getað lært af henni og gert betur við einkavæðingu nýju bankana, þá hrópar þessi maður enn og kennir forverum sínum um allt sem miður fer. Hann kennir jafnvel þeim mönnum sem löngu eru hættir í stjórnmáum um sitt eigið getuleysi!!

Ég hef áður sagt að Steingrímur Jóhann hljóti að vera sjúkur. Það er engin önnur skýring á hegðun mannsins. Ekki vil ég trúa því að vit hans sé ekki meira en þetta, að nokkur maður geti setið Alþingi í meira en 30 ár með svo lítið vit.

Því hlýtur maðurinn að vera sjúkur, fársjúkur!!


mbl.is Vinna enn eftir samkomulaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Harðarson

það er lítið annað sem kemru til greina .. maður verður líka að spyrja hvað í andskotanum eru menn að gera á alþingi í 30 ár ...

Hjörleifur Harðarson, 27.5.2011 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband