VG að sökkva í sæ

Það er ljóst að dagar Steingríms eru taldir í pólitík.

Það breytir hins vegar litlu hvor þeirra, Katrín eða Svandís tekur við formannsembættinu. Þær eru báðar í þeirri ríkisstjórn sem hefur svikið kjósendur flokksins og bera því fulla ábyrgð á þeirri stefnu að sótt hafi verið um aðild að ESB og aðlögun að henni hafin, að skjaldborgin sem ætluð var fjölskyldum hafi verið notuð um lánastofnanir og útrásarguttana, að samið hafi verið við bankana og slitastjórnir um að þeir fengju til sín þær lækkanir lánasafna sem ætlað var lántakendum, fjölskyldum og fyrirtækjum og svona mætti lengi telja.

Vinstri græn hafa steytt á skeri, við stýrið stóð formaðurinn en honum til aðstoðar voru aðrir ráðherrar floksins! Þeir aðhöfðust ekkert og tóku ekki fram fyrir hendur formanns meðan hægt var. Því er VG nú að skola út af skerinu og mun sökkva. Skipið er of laskað til að geta flotið!


mbl.is Talið er að formannsslagur í VG sé hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ekki var við miklu að búast.

Það litla sem til var af kortum þegar að WC-Special tók þjóðarskútuna yfir va hent út um gluggann og farið eftir kosti sem rissað hafði verið upp í flýti af einhverjum skildum Karli Marx á saurblað gamals kommúnistaávarps.

"Stöðuleika náð" galar Kapteinn Klúður í talstöðina.... sem er að vissu leyti rétt. ....strandað skip er þokkalega stöðugt.

Óskar Guðmundsson, 24.5.2011 kl. 21:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Burt með þetta lið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.5.2011 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband