Að reiða svipuna til höggs

Það er lítil sátt í því þó hætt sé við að berja, þegar svipan hefur verið reidd til höggs.

Sú hugsun sem fram kom með tillögu flokkráðsmanna VG, segir meira en nokkuð annað um það ástand sem innan flokksins er, jafnvel þó tillagan hafi verið dregin til baka.

Ef einhver sáttavilji væri innan þingliðs og flokkráðs VG, við þau þremenningana sem yfirgefið hafa þingflokkinn, hefði að sjálf sögðu verið tekið tillit til þess hvers vegna þau ákváðu að yfirgefa þingflokkinn.

Sátt felst fyrst og fremst í því að aðilar virði skoðanir hvers annars, sátt næst aldrei ef annar aðilinn á að ganga að öllum kröfum hins!

Og sátt næst aldrei með hótunum!! Það kallast kúgun!!

 


mbl.is Vitnar um hótanir forystu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar. Það er engin von til að ESB-AGS-svikakjarninn í VG muni verða til nokkurs samstarfs nýtur, nema með hreinræktuðum ESB-já-sinnum. Það er ekkert lýðræðislegt eða réttlátt við svona vinnubrögð ESB-já-sinna. Það er mér alveg orðið ljóst. Skjalborg banka-ræningjanna er númer 1. Á meðan getur almenningur svelt eða flúið land, ef hann vill fá vinnu, húsaskjól og mat.

Þau sem sviku lití að bjarga almenningi, í þessari ríkisstjórn, en völdu í staðinn að bjarga bankaræningjum AGS og ESB, sitja ekki í umboði almennings á Íslandi, heldur umboði fárra áróðurspenna, sem greinilega hafa enn í sig og á, og skilja ekki neyð almennings. Hvorki almennings á Íslandi né annarstaðar í ESB. Almennings sem ekki sættir sig við að mylja meir undir svikular slitastjórnir banka-mafíu heimsins.

Hvers vegna að bíða atvinnulaus, húsnæðislaus og sveltandi á hliðarlínunni, og horfa aðgerðarlaus á þjóna mafíunnar athafna sig við ránin, þar til allir eru farnir, á einn eða annan hátt?

Þeir borga líklega mannsæmandi laun ennþá, sem þetta ESB-já-heitt-trúar-fólk vinnur hjá? Vinna líklega hjá "réttum" fyrirtækjum, sem fá fyrirgreiðslu hjá ræningja-bönkunum!

Þessir ESB-já-sinnar eru alla vega tilbúnir að borga mikið í ESB-aðildar-aðlögun, og bíða í nokkur ár eftir að ESB-AGS "bjargi" sveltandi, sjúkum og sviknum á Íslandi, sem mun svo ekki gerast. ESB mun ekki geta bjargað öllum sviknum almenningi innan ESB. Enginn getur borgað, sem ekki hefur vinnu og laun. Það er bara blekkingar-leikur sem hefur því miður tekist að sannfæra suma um.

Það er sorglegt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.5.2011 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband