Jóhanna leitar stuðnings hjá falshagfræðingum

Jóhanna Sigurðardóttir reynir öll trikkin til að sannfæra fólk um ágæti frumvarps ríkisstjórnarinnar um stjórnun fiskveiða. Helst þarf hún þó að sannfæra eigin flokksystkini, en sem kunnugt er hafa flestir þingmenn Samfylkingar lýst yfir að þeir geri mikla fyrirvara um frumvarpið þó sumir þeirra telji um tilraun vera að ræða. Þá er spurning hvort Jóhanna þurfi ekki einnig að sannfæra þingmenn VG um ágæti frumvarpsins, en þeir hafa sagt að enginn þingmaður sé sáttur við það.

Það er allavega ljóst að Jóhanna á nokkrum erfiðleikum með þetta frumvarp og því hefur hún nú leitað til tveggja manna til að gera umsögn um það. Þeir eru Jón Steinsson og Þórólfur Matthíasson!

Jón Steinsson er einna frægastur hér á landi fyrir skrif sín haustið 2008, þar sem hann gagnrýndi harðlega þá ákvörðun að láta gömlu bankana í þrot. Hans hagfræðiþekking sagði að heldur hefði átt að rýmka enn frekar reglur um veðhæfi bankanna. Væntanlega svo þeir gæti svindlað svolítið meira áður en hið óhjákvæmilega gerðist, að þeir færu í þrot! Það er gott að þessi maður er starfandi erlendis og ekki verið marktækur hér á landi. Vonandi að það haldist!

Þórólf Matthíasson þekkja flestir landsmenn. Því miður sitjum við uppi með þann mann hér á landi! Ekkert af viti hefur komið frá munni þessa manns, að minnsta kosti ekki frá því "hin tæra vinstristjórn" tók völd. Hvert álitið af öðru frá honum hefur ekki staðist skoðun, greinar hans í blöðum hafa lýst svo ekki verði um villst að hann tekur pólitíkina fram yfir fræðin. Þar skiptir meira máli að segja það sem ríkisstjórn Jóhönnu hentar, frekar en segja sannleikann! Við skulum aldrei gleyma því að Þórólfur hélt því statt og stöðugt fram í undanfar kosningar um icesave II að Ísland yrði Norður Kórea norðursins ef sá samningur yrði felldur! Síðan hefur icesave III einnig verið felldur af þjóðinni og ekkert útlit fyrir að það skaði landið á nokkurn hátt, þvert á móti! Ekki bendir þetta til mikillar hagfræðiþekkingar!

Það er ljóst að "álitin" frá þessum mönnum verður frumvarpinu hagstæð og Jóhönnu þóknanleg. Og það er einnig ljóst að hún mun nota þessi "álit" ótæpilega til að keyra sitt mál í gegn!

Þetta gæti þó orðið akkilesarhæll Jóhönnu. Álit frá þessum mönnum mun ekki sannfæra neinn utan stjórnarflokkana, enda er henni sennilega skít sama um það. Hennar markmið er ekki að ná sátt í þjóðfélaginu um þetta mál, það eina sem hún hugsar er að ná meirihluta á þingi fyrir því. Það er þó ekki víst að þeir félagar Jón og Þórólfur hafi stuðning innan stjórnarliðsins. Það eru sem betur fer nokkrir þingmenn stjórnarliðsins sem kunna að hugsa og hugsanlegt að þeir líti á "álit" frá þessum mönnum sem áróður eða þvinganir til að láta undan vilja Jóhönnu.

Það er magnað hversu hart Jóhanna gengur fram í þessu máli. Staðreyndin er nefnilega sú að JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR og STEINGRÍMUR JÓHANN SIGFÚSSON voru ráðherrar í þeirri ríkisstjórn sem gaf útgerðarmönnum framsalsréttin á kvótanum.

 


mbl.is Jón og Þórólfur gefa álit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Við eigum ágæta vísindamenn á mörgumsviðum.Verkfræðinga,jarðvísindamenn,veðurfræðinga,lögfræðinga,haffræðinga og s.f.v.. En Hagfræðingastéttin er skelfilegt samsafn furðu fyrirbæra og Þórólfur Matthíasson er sá ótrúverðugasti þeirra allra. Eru það þessir menn sem kenndu bankaaðlinum rétt frá röngu ? Þar með er komin ein skíringin en

Snorri Hansson, 22.5.2011 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband