Smá hugleiðing

Haustið 2008 hrundu bankarnir. Hvers vegna deilir fólk um enn og mun gera næstu ár eða áratugi.

Eitt er þó víst að megin orsökin er vegna þess að ótíndir glæpamenn náðu tökum á bönkunum. Jafnvel þó hægt sé að segja að eftirlitskerfi hafi ekki verið upp á marga fiska, stjórnvöld verið sofandi eða jafnvel, eins og hörðustu vinstrimenn segja, röng efnahagsstefna verið, á ekkert af þessum þáttum sök á hruni bankanna. Ef eftirlitsstofnanir hefðu staðið sína plikt og stjórnmálamenn verið vakandi, hefði það einungis frestað því sem óhjákvæmilega hlaut að ske. Ekki voru forsemndur til að ríkið yfirtæki bankana fyrr en gert var. Líkur á málaferlum og hugsanlegri skaðabótaskildu ríkisins kom í veg fyrir það.

Þá hafa sumir viljað kenna heimskreppunni um hrun bankanna. Það er alveg ljóst að ef þeir hefðu verið reknir af skynsemi, hefðu þeir hæglega átt að geta lifað hana af sér. Það var hins vegar ekki gert og því fór sem fór.

Bankarnir, undir stjórn þeirra glæpamanna sem þar réðu ríkjum, hefðu alltaf farð á hausinn. Ekkert gat komið í veg fyrir það!

Hrun bankanna er fyrst og fremst þeim glæpamönnum sem stjórnuðu þeim og áttu, að kenna.

 

Bankarnir hrundu og ríkið yfitók leifarnar og stofnaði nýja á rústum hinna föllnu. Þetta var hægt vegna góðrar stöðu ríkissjóðs en ríkið þurfti að taka stór lán til að þetta væri mögulegt. Eðlilega var fólkinu í landinu misboðið og réðst að þeim sem það náði í, stjórnmálamennina, þá sérstaklega ríkisstjórnina.

Endurreisn bankanna byggðist fyrst og fremst á tveim þáttum. Ríkið lagði til stóra upphæð og lán voru færð úr brunarústunum yfir í hina nýju á hálfvirði og þeim heimilað að rukka lánþegana að fullu. Þetta tvennt var grunnur nýju bankana. Grunnur sem er nú að gefa þeim tugi milljarða í hagnað og laun sem vissulega minna á upphaf veldis glæpamannana!

Til valda komst "tær vinstristjórn" enda hafði formaður VG ekki sparað stóru orðin og kom allri sök á pólitíska andstæðinga sína. Ekki hefði þessi stjórn setið lengi þegar ljóst var að hún var alvarlega vængbrotin. Eitt af þeim málum sem formaður VG hélt mjög á lofti og vildi kenna öllum óförunum um, var einkavæðing bankana. Hann var þó rétt búinn að máta ráðherrastólinn þegar hann sjálfur stóð að einkavæðingu tveggja af hinum nýju bönkum og það til einhvers hóps sem enginn veit hvernig er skipaður!

Þá var ljóst skömmu eftir að þessi "tæra vinstristjórn" tók við, að hún ætlaði ekki að standa vörð um heimili landsins, skjaldborgin margfræga var notuð í annað. Hún var notuð til að standa vörð þeirra sem stóðu að bankahruninu! Þau fjármálafyrirtæki sem reist voru á rústum hinna gömlu fengu fulla vernd stjórnvalda, jafnvel eftir að Hæstiréttur hafði dæmt þau sek um lögbrot var fullur vörður staðinn og löggjöf breytt til að þóknast þessum fyrirtækjum. Það kom í ljós að siðferði hinna nýju banka var ekkert betra en hjá glæpamönnunum sem stjórnuðu gömlu! Svik og prettir voru helst einkunarorðin!!

Þá hefur komið í ljós að vilji stjórnvalda til að koma hjólum atvinnulífsins af stað er minni en enginn. Frekar eru lagðir steinar í götur þeirra sem vilja framkvæma, auk þess sem skattpíning gerir fyrirtækjum nánast ókleyft að starfa. Þetta hefur leitt til þess að kjarasamningur, sem er reyndar skammarlegur, mun hugsanlega setja rekstrargrundvöll fyrirtækja í voða. Ekki þó bankanna, þeir blómstra og hafa tekið upp, eða eru að taka upp, hið margfræga bónuskerfi sem svo vinsælt var fyrir hrun. Þar sem bankamönnum er umbunað fyrir að pína lánþega eins og hægt er!

Það er ömurleg tilhugsun að sá geiri sem á mestann þátt í hruni landsins, bankarnir, skuli vera stikk frí frá öllu sem tilheyrir uppbyggingu landsins, meðan fyrtæki, ríkisstofnanir, sveitarfélög og að sjálfögðu fjölskyldur verða að leggja miklu meira fram en þeim er með nokkru móti mögulegt að gera.

Á meðan eru bankar reknir með tug milljarða hagnaði og stjórar þeirra fá 25 föld laun verkamanns, fjölskyldur missa heimili sín til þessara sömu fyrirtækja, á varla fyrir mat handa börnum sínum og fyrirtækjum er gert ófært að reka sig og greiða launahækkun, sem er þó skammarlega lág!

 

Það er löngu ljóst að ríkisstjórnin veldur ekki verkefni sínu. Pólitísk blinda og ósamsaða innan stjórnarflokkanna er ein megin orsök þess.

Því á hún að víkja strax og boða til kosninga, eins fljótt og verða má. Meðan enn er hægt að bjarga landinu!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband