Skyldur stjórnvalda

SA fer fram á að ríkisstjórnin samþykki sama plagg aftur og gert var sumarið 2009, nánast orðrétt, það getur stjórnin ekki gert!

Það er annars ótrúlegt að SA og reyndar ASÍ einnig, skuli fara fram á við ríkisstjórnina að hún samþykki þetta plagg. Stjórnin hefur einu sinni áður skrifað undir það og sveik nánast allt sem í því stóð. Er einhver ástæða til að ætla að stjórnvöld standi við gerðann samning nú?

Það er líka ótrúlegt, í ljósi sögunnar að stjórnvöld skuli ekkki samþykkja allt sem SA og ASÍ fer fram á, til að forða verkföllum. Rikisstjórnin hefur þegar sannað að hún þarf ekki að standa við orð sín, hvorki gagnvart atvinnurekendum né launafólki.

Einu aðilarnir sem stjórnvöld standa við bakið á, eru bankar og lánastofnanir. Þar er ekki einusinni staðið við loforðin heldur lögum breytt eftir höfði þessara fyrirtækja, þegar þau hafa verið dæmd lögbrjótar.

Þá er allt er snýr að ESB umsókninni, hvort sem það er beint eða óbeint, heilagt í augum stjórnvalda. Ekkert má gera sem hugsanlega getur tafið þá vegferð, sem þó meirihluti þjóðarinnar er gegn!

Fjármálaráðherra segir að stjórnvöld eigi ekki að skapa ný störf. Það er hárrétt hjá ráðherranum og sjaldan sem honum hefur ratast jafn vel að orði. Reyndar nokkuð undarlegt frá þeim manni sem telur sig vera lengst til vinstri í stjórnmálum, en látum það vera.

En stjórnvöldum ber skylda til að skapa þannig umgjörð fyrir atvinnuvegina að þeir geti lifað og dafnað. Þar hefur ríkisstjórnin fallið hressilega á prófinu. Auknir skattar og álögur hafa kippt fótum undan mörgum fyrirtækjum. Sú varðstaða með fjármálaöflunum hefur einnig sett mörg góð og vel rekin fyrirtæki á hausinn. Deilur innan ráðherraliðsins hefur úthýst stórum erlendum verkefnum, þar sem einn ráðherra leggur sífellt stein í götu þeirra ráðherra sem eru þó að reyna að þoka þeim málum áfram. Og síðast en ekki síst, þá hafa ummæli ráðamanna eins og að til greina kmi að þjóðnýta fyrirtæki sem gert hafa samninga hér á landi við erlenda aðila, fælt frá þá sem hugsanlega vildu koma hingað með fjármagn.

Allt þetta hefur staðið atvinnufyrirtækjum fyrir þrifum og haldið niðri launum og aukið enn atvinnuleysið.

Það er ljóst að ekki verður sótt meira til launþega í uppbyggingunni. Þeir hafa lagt meira af mörkum frá hruni en nokkur annar hópur í þjóðfélaginu. Nú er komið að öðrum að leggja sitt af mörkum.

Launþegar krefjast kjarabóta og það með réttu. Mörg fyrirtæki, reyndar flest, hafa fulla burði til launahækkana við sína starfsmenn. Auðvitað eru fyrirtæki sem eru illa sett, en þar kemur launakostnaðurinn ekki að sök, heldur verkefnaskortur. Þetta á helst við um bygginga og verktakageirann. Þar er alvarlegt ástand og stæðsti hluti atvinnuleysisins kemur þaðan, auk svo þeirra sem eru að færast á milli deilda hjá ríkinu, úr launadeildinni yfir á atvinnuleysisbætur!

SA og ASÍ gætu hæglega gengið frá nýjum kjarasmningi strax, án aðkomi marklausra stjórnvalda. Vissulega mun slíkur samningur auka vanda einhverra fyrirtækja en það er deginum ljósara að ef þau fyrirtæki geta ekki hækkað laun sinna starfsmanna, munu þau sannarlega lognast útaf ef til verkfalla kemur!

Það er skylda stjórnvalda að sjá svo um að ekki komi til þessa, hvorki til verkfalla né að hóflegar launahækkanir setji rekstrargrundvöll fjölda fyrirtækja í uppnám. SA og ASÍ á ekki að þurfa að benda stjórnvöldum á þessa augljósu staðreynd!

Það eru stjórnvöld sem bera ábyrgð á að landið geti unnið sig upp úr kreppunni. Það verður ekki gert nema með því að launafólk hafi laun sem það getur lifað af og til þess verða fyrirtæki að hafa rekstrargrundvöll.

Sú skattpíningarleið sem ríkisstjórnin stundar er að draga okkur niður í enn verri kreppu en bankahrunið olli. Þetta er staðreynd!

Og til að bæta gráu ofaná svart er hvert gæluverkefnið, sem kosta frá nokkur hudruðum milljóna og upp í mílljarða, látin ganga fyrir. Flest þesara gæluverkefna er þó í andstöðu við stórann meirihluta þjóðarinnar.

Þegar launþegar er skattpíndir og neitað um launahækkani, atvinnurekendur skattpíndir svo rekstrargrundvöllur fyrirtækja hverfur, dregið saman í grunþjónustunni meir en nokkurntíman áður hefur þekkst, á meðan stjórnvöld leika sér með það fé sem þeim er treyst fyrir í eigin gæluverkefni, er bara eitt sem skeður. Það verður bylting!!

Rikisstjórnin ræður ekki við verkefni sitt, það er marg sannað. Því á að rjúfa þing og boða til kosninga svo fljótt sem verða má. Hver mánuður sem líður með þessa ríkisstjórn við völd eykur vanda þjóðarinnar. Hann er nægur fyrir!!

Hér eru svo nkkur atriði úr "sáttmálanum" frá 2009, milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar, atriði sem stjórnin lofaði að farið yrði í:

Álver á Bakka,

álver í Helguvík,

gagnaver, norðanlands og sunnan, ekki færri en þrjú stykki,

koltrefjaverksmiðja,

pappírsverksmiðja,

nokkur stór orkuver, - allt átti að vera komið á fleygiferð í fyrra, 

sjúkrahús,

ný Hvalfjarðargöng,

Vaðlaheiðargöng,

breikkun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og einnig Sundabrautin,

samgöngumiðstöð átti að byggja strax og

allar breytingar á fiskveiðikerfinu átti að vinna í sátt við hagsmunaaðila.

Menn geta svo velt fyrir sér efndunum!! Til að auðvelda þær vangaveltur hef ég litað með rauðu það sem byrjað hefur verið á. Langt er þó í að þau verkefni séu farin að skila þeim atvinnutækifærum sem um var rætt!

 


mbl.is Sendu lokaútgáfu yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Fróðleg upprifjun á yfirlýsingunum í tengslum við stöðugleikasáttmálann og þörf áminning.  Það er með öllu óafsakanlegt að nokkrir að þessum liðum sem þarna koma fram skuli ekki annað hvort vera þegar afgreiddir eða í rífandi gangi með atvinnu fyrir góðan hóp þeirra sem nú eru annað hvort atvinnulausir eða fluttir úr landi.

Jón Óskarsson, 28.4.2011 kl. 21:52

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það sem að ekki var lesið nógu skýrt og hátt í "sáttmálanum" voru orð eins og: ...stefnt skal að....leitast til..... ef... hefði....kannski...reyna.... osfrv.

Nú kemur "stjórnin" fram og man ekkert hverju hún var búin að ljúga að hverjum eða hvenær.

Svo eru "gullmolar" eins og Suðurnesjafundurin... störfum fækkað um 120 og Vestfjarðafundurinn þar sem talin voru upp ótal atriði sem voru þegar á fjárlögum núna ...og því miður líka síðast s.s. EKKERT NÝTT NEMA LYGARNAR!

Þessi stjórn sem margsinnis hefur sýnt framá að þau eru hvorki vel læs eða reiknandi, sífellt grípandi í gamlar hagspár og vísitölur (sem eru gersamlega samhengislausar þar sem ekki hefur verið greitt úr flækjum fallsins) sem eru uppfullar af útreikningum þar sem hafði verið reiknað með öllu sem búið var að lofa ....OG NÚ SVÍKJA.

Helferðarríkisstjórnin þarf að fara frá áður en hún kemst í sumarfrí... því þá gerist jú það sama og venjulega....nefnilega EKKERT!

Óskar Guðmundsson, 28.4.2011 kl. 23:08

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Svo slæm er þessi ríkisstjórn að stundum er betra þegar hún gerir ekkert en þegar hún gerir eitthvað.  Snilldarlög Árna Páls um að við endurreikning ólöglegra lána skuli afturvirkt reikna samkvæmt vöxtum sem lánþeginn skrifaði aldrei undir þýðir að fólk sem greiddi upp sitt lán árið 2007 er núna að fá bakreikning upp á kr. 700.000.  Aðrir lenda í því að fá reiknaða dráttarvexti á mismun á nýjum útreikningi lána og því sem fólk greiddi samviskusamlega á réttum dögum.

Verkalýðshreyfingin og SA hefðu átt að krefjast þess að ríkisstjórnin stæði við annars vegnar yfirlýsingu frá 17.febr.2008 sem Jóhanna Sigurðardóttir undirritaði sem og yfirlýsingar í tengslum við stöðugleikasáttmálann 2009.  

En það er reyndar þannig að sama hvað ráðherrar segja eða setja á blað, við ekkert af því er staðið og ekki einu sinni kannast við að gefin hafi verið nein loforð nokkrum dögum síðar.  Það er undarleg stjórnun að reyna svona árið 2011 þegar hvert orð er til í stafrænum upptökum og á netinu.

Jón Óskarsson, 28.4.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband