Auðvitað !

Auðvitað eiga nýjir kjarasamningar að gilda frá lokum þess fyrri, annað er í hæðsta máta óeðlilegt.

En meðan lög ná ekki yfi þetta, er þetta samningsatriði í hverjum samningum. Því eiga formenn samninganefnda að fara að fordæmi formanns VlfA og setja þetta sem forgangskröfu, að ekki verði gengið að samningsborði fyrr en þessi krafa er samþykkt.

Það er gagnlítið að koma undir lok samninga og setja þessa kröfu fram, hana á að setja fram í upphafi.

Það er reyndar fleira sem forsvarsmenn ASÍ og SGS gætu lært af formanni VlfA, svo sem að hugsa fyrst og fremst um hag sinna umbjóðenda, í stað þess að láta pólitík ráða för.

Meðan ekki eru sett lög um að nýjir kjarasamningar skuli gilda frá lokum þes fyrri, er það beinlínis hagur atvinnurekenda að draga úr hófi fram að gera samninga. Þarna hafa ríki og sveitafélög farið í farabroddi svíðingsháttarins, en sumir starfsmenn þeirra hafa nú verð án samnings í meira en tvö ár!!

Svona lagað gengur auðvitað ekki og þar sem þeir aðilar sem eiga að ganga frá þessum samningum hafa ekki getu eða vilja til að vina sína vinnu, er eina leið launþega að ákalla Alþingi til að laga þetta óréttlæti.

Lög sem festa þá reglu að nýjir kjarasamningar skuli ætíð gilda frá lokum þessi fyrri, er sennilega ein besta kjarabótin sem Alþingi getur gefið launafólki!


mbl.is Samningar verði afturvirkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband