Synjunarvald forseta

Stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Þ Harðarson vekur upp þá spurningu hvort taka eigi synjunarvald forseta af embættinu. Þessi umræða fór í gang þegar fjölmiðlafrumvarpinu var vísað til þjóðarinnar og aftur í fyrra þegar forsetinn vísaði icesave II til þjóðarinnar. Nú á að vekja umræðuna upp eina ferðina enn.

Sú kosning sem fram fór í gær og niðurstaða hennar er einhver mesta sönnun þess að þetta vald á að vera áfram hjá forsetaembættinu.

Þegar nærri tveir þriðju þingmanna samþykkja lög sem nærri tveir þriðju landsmanna eru ósáttir við er ljóst hve nauðsynlegt synjunarvaldið er. Við búum í lýðræðisþjóðfélagi og lýðræðið sannaði sig í gær. Þingið er fyrir þjóðina en ekki þjóðin fyrir þingið!

Með því að hafa synjunarrétt forsetaembættisins virkann, ætti þingið að sýna vandaðri vinnubrögð í sátt við þjóðina. Því miður hefur núverandi ríkisstjórn ekki tekist þetta verkefni.

Ef þing og stjórnvöld eru í takt og sátt við þjóðina þarf forsetinn ekki að beyta synjunarvaldinu. Því er nauðsynlegt að hafa það áfram sem aðhald við þing og stjórnvöld hverjum á tíma.

 

Sú staðreynd að nærri tveir þriðju þjóðarinnar hafi fellt lög sem nærri tveir þriðju þingheims samþykkti, staðfestir þá gjá sem er milli þings og þjóðar. Sú gjá verður einungis brúuð á einn hátt. Með því að þjóðin fái að kjósa sér nýtt þing.

En þar sem þessi gjá er svo djúp er hætt við að þingið hundsi þessi skilaboð og reyndar er ekki að sjá að ráðamenn þjóðarinnar ætli að hlusta nokkurn skapaðan hlut á hana!

Ef nú væri hægri stjórn við völdin væru götur borgarinnar orðnar fullar af mótmælendum, en nú er vinstri stjórn og hægrisinnar beyta ekki líkamlegu ofbeldi í stjórnmálum. Mikið þarf að ganga á til að hinn almenni Íslendingur geri slíkt.

Því er úr vöndu að ráða. Ráðamenn neita að hlusta á fólkið, mótmæli eru ekki vinnubrögð almennings, svo hvað skal gera. Hægt er að standa fyrir undirskriftasöfnun. Við Íslendingar erum orðnir nokkuð sjóaðir á þeim og nokkuð er orðið vitað hvað þarf að varast, svo slík undirskriftasöfnun verði ekki dregin í efa. En dugar það? Munu stjórnvöld taka slíka undirskriftasöfnun til greina? Væntanlega ekki.

Sú "tæra vinstristjórn" sem hér hefur tekið völd, hefur í raun rænt fólkinu lýðræðinu. Rétt eins og flestar vinstistjórnir um allan heim hafa gert í gegnum tíðina. Hér er verið að koma á, leynt og ljóst alræðistjórnskipulagi, þar sem forræðishyggja og vald hinna útvöldu ræður ríkjum. Ef henni tekst að afnema synjunarvald forsetans er fullum sigri í þessari vegferð náð!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er mjög gott hjá þér Heiðar og skarplega athugað .  Ég leifi mér að draga hér út nokkur atriði úr máli þínu með mínum hætti. 

Þegar tveir þriðju þingmanna og tveir þriðju þjóðarinnar vegast á þá er bilun ljós.   Ef nú væri hægristjórn þá væri kastað grjóti í löggæslumenn en hægrimenn  kasta ekki grjóti.    Hin tæra vinstristjórn er að ræna lýðinn valdi sínu, en forsetinn hefur haldið ræningjunum til baka. 

Þessi maður Ó. Grímsson var ekki minn maður en hann er að skila sínu verki núna með afgerandi hæti.   En það þarf að vera eitt vara hjól í viðbót ef svo væri á einhverjum tíma  að forseta embættið væri skipað líkingu við Steingrím.

   

Hrólfur Þ Hraundal, 10.4.2011 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband