Forusta VG sér fram á endalok stjórnarinnar

Steingrímur J var kokhraustur í fréttum og taldi ekki um klofning innan VG að ræða. Hvað er það annað en klofningur þegar rúm 14% þingmanna gengur úr þingflokknum?

Það er annars fróðlegt að skoða hvernig VG ætlar að skipa í nefndir þær er Atli og Lilja sátu í.

Tryggustu hvolparnir hans Steingríms, Árni Þór og Björn Valur, munu fá sæti alsherjarnefnd og efnahagsnefnd, það er merkilegt að Björn skuli fá sæti í efnahagsnefnd, þar sem þessi maður virðist ekki hafa hið minnsta vit á efnahagsmálum.

Þá fær Álfheiður Ingadóttir einnig sæti í viðskiptanefnd. Hún er sem kunnugt gift einum ríkasta manni Íslands í dag, manni sem er innan hins svokallaða sjálfttökuhóps sem nú makar krókinn á bankahruninu og afleiðingum þess.

Þá mun Þráinn Bertelsson setjast í iðnaðarnefnd. Sennilega fer nokkur hrollur um þingmenn samstarfsflokksins vegna þessarar skipunar og hætt við að þetta leiði til enn frekari tafa á uppbyggingu atvinnulífsins!

Það er helst að sjá að forusta VG ætli að nota þetta til að þjarma enn frekar að samstarfsflokknum, væntanlega vegna þess að hún gerir sér grein fyrir því að endalokin nálgast óðfluga.

Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að fleirí þingmenn VG eru ósáttir við flokksforustuna. Það vekur nokkra furðu að Ásmundur Einar skuli ekki hafa fylgt þeim Atla og Lilju eftir.

 


mbl.is Nýir nefndarmenn í stað Lilju og Atla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, nú verður gelt varðhundsgelti, dillað skottinu og sleiktar tær smáborgarans Steingríms þegar samviskan hefur verið hrakin á brott og hræsnin situr ein eftir við völd.

Ég gef hér með út dánartilkynningu:

Flokkurinn Vinstri Grænir er dáinn. Hann dó stuttu eftir að samviska hans yfirgaf hans endanlega. Hún mun lifa áfram aðskilin frá honum.

Dánartilkynning (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband