Hvernig væri að standa við undirritaða samninga, áður en farið er að lofa einhverju nýju !!

Það fyrsta sem stjórnvöld eiga að gera er að standa við gerðann samning og hækka skattleysismörkin úpp í það sem þau eiga að vera. Það kemur eingöngu þeim til góða sem lægstu launin hafa og eru svo óheppin að þurfa að lifa á bótum.

Skattleysismörk komu á sínum tima inn til að liðka fyrir samningum á vinnumarkaði. Skömmu fyrir bankahrunið kom verðtrygging á skattleysismörkin, einnig í tengslum við gerð kjarasamninga. Núverandi ríkisstjórn ákvað upp á sitt einsdæmi að afnema þessa verðtryggingu, á fyrstu mánuðum sínum. Það var klárt samningsbrot og í raun aðför að launafólki, en Gylfi Arnbjörnsson kom vinkonu sinni til hjálpar og skrifaði undir samþykkt þess að ekki einungis væri þessi verðtrygging afnumin heldur yrði ekki staðið við umsamdar launahækkanir. Stjórnvöld lofuðu að koma með ýmislegt í staðinn, en skemmst er frá að segja að ekki var staðið eitt orð af því sem lofað var.

Svo vill þessi sami Gylfi að næsti kjarasamningur byggi að mestu á loforðum frá þessari ríkisstjórn!! Ríkisstjórn sem skirrist ekki við að svíkja undirritaðann samning!!

Það er lágmark að standa við gerða samninga fyrst, áður en ný loforð eru gefin!!

 


mbl.is Ekki nóg að hækka bæturnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband