"Talað mál gildir", framboðsræða eða áróðursræða ?!

Eftir lestur ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, "Talað mál gildir", á fundi flokkstjórnar Samfylkingar, 29. janúar 2011, er maður algerlega orðlaus.

Það fyrsta sem í hugann kemur er framboðsræða, en eftir að hafa melt ræðuna örlítið, sér maður að um lélega áróðursræðu er að ræða. Áróðursræðu sem er full af mótsögnum og ósannsögli. Full af órökstuddum fullyrðingum sem ekki standast skoðun. Full af ásökunum á þá sem ekki fylgja henni að málum í einu og öllu! Þarna er um að ræða áróðursræðu í stíl við þær ræður sem harðstjórar og einvaldshöfðingjar flytja, til að reyna að róa niður þegnana!

Vissulega kemir Jóhanna inn á niðurstöðu Hæstaréttar um kosninguna til stjórnlagaþings. Þar vísar hún allri ábyrgð af sér, þar sem dómurinn fjalli eingöngu um framkvæmdina, ekki löggjöfina. En hvers vegna var framkvæmdin ekki samkvæmt lögum? Væntanlega vegna lélegrar löggjafar um þessa kosningu! Menn geta lengi karpað um þetta mál, en það er þeirra sem ábyrgðina bera að taka hana á sig. Þeir sem ekki vilja gera það, sýna í verki hvernig fólk það er!! Fyrir alþjóð er enginn efi um það hverjir bera ábyrgðina!

Einnig kemur Jóhanna inn á þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til hjálpar heimilum landsins, alls 50 aðgerðir! Hún fullyrðir að þetta hafi hjálpað þúsundum heimila. Þvílíkt bull!! Þessar aðgerðir hafa tímabund hjálpað þeim sem fóru fram af mestri óvarkárni fyrir hrun, hinir sem varlega fóru hafa ekki fengið neina hjálp og stefna beint fram á bjargbrúnina. Bankarnir búnir að fá hlut þessa fólks í húseignum, færðar á silfurfati Jóhönnu!!

Þá talar Jóanna um að miklar breytingar hafi orðið í stjórnsýslunni. Þær breytingar er þó ekki sjáanlegar og erfitt að átta sig á hvað hún á við. Ef um er að ræða ráðningaferli fer hún með fleypur. Að halda því fram að gagnsætt ferli sé í þeim málum er út í hött. Við sjáum hvernig t.d. var staðið að ráðningu bankastjóra Seðlabankans. Til staðfestingar sínu máli um betri stjórnsýslu bendir Jóhanna á erlendr stofnanir sem fjalla um þessi mál, eins og GRECO. Þeir sem muna aftur fyrir bankahrun, muna kannski eftir öllum þeim könnunum og rannsóknum sem héldu því fram að hvergi á byggðu bóli væri minni spilling en á Íslandi, slíkar fullyrðingar komu einnig frá GRECO á þeim tíma!!

Jóhanna kemir inn á atvinnumálin, að sjálf sögðu. Hvernig hún fær það út að atvinna sé að aukast er hulin ráðgáta. Þá les hún greinilega ekki þær skýrslur sem henni ber. Það væri líka gaman að sjá fjölda þeirra sem eru í fullu starfi nú samanborið við það sem var síðasta áratuginn fyrir hrun. Þær tölur segja meira um atvinnuástandið en sá fjöldi sem þiggur atvinnuleysisbætur! Það er einnig undarlegar þær fullyrðingar Jóhönnu um að kaupmáttur sé að aukast. Það er ljóst að sú aukning hefur ekki skilað sér til láglauna og millistéttar. Hugsanlegt er að hálaunahópar séu farnir að taka sér hærri laun en áður! Það er þó Jóhönnu til málsbótar þegar um láglaunafólk er að ræða, að hún hefur ekki verið í þeirri stöðu sjálf, að minnsta kosti ekki síðustu 30 ár!

Jóhanna tekur upp gamla takta og ræðst að þeim stjórnarþingmönnum sem hafa vogað sér að efast um þá leið sem Jóhann krefst. Þar segir hún að þetta fólk sé að leika sér að eldinum, meðan hún sjálf hleður bálkesti! Kaflaskil í stjórnarsamstarfinu hefur hún oft áður notað og notar enn. Þar á hún vissulega við að nú skuli allir stjórnarliða gera eins og þeim er sagt, án allra möglunar!!

Þá ræðst Jóhanna á Samtök Atvinnulífsins, sakar þá um óbilgirni. Það sem þeir fara fram á er að staðið sé við það samkomulag sem gert hefur verið. Að blanda þeirru deilu inn í kjaraviðræður er þó réttmæt ádeila hjá Jóhönnu, en ef stjórnvöld hefðu staðið við sitt, væri sú staða þó ekki uppi í dag. 

Jóhanna talar um eitthvað stórkostlegt hafi gerst í atvinnumálum og fjölgun starfa stór aukist. Hvar? Mann setur hljóðan við þessi orð hennar. Er hún ekki stödd á Íslandi? Hvert metið af öðru fellur í fjölda fyrirtækja sem far á hausinn, fjöldauppsagnir eru við hver mánaðamót. Verktakaiðnaðurinn er kominn á algert frost!! Hvar eru þessi störf sem hún talar um? Þar að auki er verið að vinna að samþjöppun ráðuneyta, til að "hagræða". Í hverju felst sú "hagræðing"? Jú að sjálf sögðu í fækkun starfsfólks! Það er launakostnaðurinn einn sem hægt er að skera niður við slíkan samruna. Verkefnin verða eftir sem áður til staðar og þarf að vinna.

Í lok ræðunnar ræðst hún með gamalkunnum hætti á pólitíska andstæðinga sína með uppnefnum og skammaryrðum. Það er vissulega merki um breitt og betri stjórnmál!! Jóhönnu væri nær að sýna örlítið af undirgefni og bjóða þessa andstæðinga sína til samstarfs í stað þess að kast í þá grjóti. Henni væri nær að taka af skarið og drattast upp úr skotgröfunum, öðrum til eftirbreytni. Nei heldur grefur hún sig enn betur niður og kastar grjóti sem aldrei fyrr! Í nafni jafnaðarmennsku!!

Það væri lengi hægt að taka dæmi úr ræðu Jóhönnu, sem sýna fram á blindni eða eitthvað enn verra í fari hennar. Ræðan er ein áróðursræða sem fellur vel að eyrum Samfylkingarmanna. þ.e. þeirra sem ekki hafa sjálfstæða hugsun. Aðrir landsmenn sjá í gegnum svona skrumræðu!!

Fréttastof RUV er dugleg við að koma boðskapnum áfram fyrir Jóhönnu og víst er að Baugstíðindin eiga eftir að fjalla vinsamlega um ræðuna næstu daga.

Talað mál gildir, ræða Jóhönnu Sigurðardóttur 29. janúar 2011.

 


mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Gunnar, ég hvet þig til að fara inn á vef forsætisráðuneytisins og finna skýrslu GRECO, hún er þýdd á íslensku, það kemur sér allavega vel fyrir mig.

Þar kemur fram að stofnunin telji fylgni ríkisstjórnarinnar við fyrirmælin óviðunandi, ég er ekki að ýkja, GRECO segir það berum orðum.

Jóhanna laug þessu eins og flestu sem hún segir.

En það er gaman að segja frá því, að árið 2001 sagði stofnunin að Ísland hefði minnstu spillinguna í Evrópu og árið 2006 hrósuðu þeir íslendingum fyrir að hafa innleidd lög varðandi fjármál stjórnmálaflokka, þetta má einnig finna á vefnum.

Þannig að hvenær vorum við í skammarkróknum, þú getur metið það eftir lestur skýrslunnar.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 03:53

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón. Ekki hvarlaði að mér að Jóhanna væri svona forhert. Ég hélt í sakleysi mínu að hún væri ekki að vitna í þessa stofnun nema hafa eitthvað fyrir sér. Hún er forhertari en jafnvel mig grunaði.

Það er skelfing að þessi niðurrifsstjórn skuli fá að vera við völd!!

Gunnar Heiðarsson, 30.1.2011 kl. 04:13

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nokkur atriði úr skýrslu GRECO frá því í september:

III. NIÐURSTÖÐUR

27. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða GRECO að Ísland hafi framkvæmt aðeins ein af þeim 15 tilmælum sem tilgreind eru í matsskýrslu þriðju umferðar á viðunandi hátt.

 

29. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða GRECO að hin afar takmarkaða fylgni við tilmæli nefndarinnar sé "í heildina óviðunandi" í skilningi reglu 31 í 3. mgr. 8. gr. málsmeðferðarreglnanna.

 

30. GRECO fer þess á leit við íslensk stjórnvöld að þau heimili birtingu skýrslunnar eins fljótt og kostur er, að hún verði þýdd á íslensku og birt almenningi.

Gunnar Heiðarsson, 30.1.2011 kl. 04:42

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll aftur Gunnar, það er gott hjá þér að birta tilvitnanir í skýrsluna, ég vitnaði líka í hana á bloggsíðunni minni.

Án þess að ég vilji skipta mér af því hvað menn blogga um, mér kemur það vitanlega ekki við, en þá held ég að það væri ágætt að sem flestir bentu á þetta.

Ég veit að pólitíkusar grípa til ýmissa brellubragða til að klekkja á andstæðingum sínum, en forsætisráðherrann ætti ekki að mínu mati að leggjast svona lágt, hún hefur líka talað oft um gagnsæi, heiðarleika og sátt í samfélaginu.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 13:15

5 Smámynd: Elle_

Gunnar og Jón.  Líka minni á að það kemur aldrei fram hjá ríkisstjórnarflokkunum að hið svokallaða minnkandi atvinnuleysi þeirra er vegna þeirra þúsunda manna sem hafa flúið land. 

Og aldrei kemur fram að hinn svokallaði batnandi efnahagur er fyrst tóm lygi og næst værum við rústir einar ef landslýður hefði ekki sjálfur komið í veg fyrir að þau gætu pínt í gegn ólöglega ICESAVE samninginn. 

Það kemur mér alls ekki á óvart að Jóhanna sé svo forhert að ljúga um skýrslur.  Það er jú eðlilegt þeim sem ljúga að ljúga bæði litlum og stórum lygum. 

Elle_, 30.1.2011 kl. 17:00

6 identicon

Ég vil sjá nýja ríkisstjórn sem Lilja Mósesdóttir og Birgitta leiða saman. Birgitta kemur með eldmóðinn, frumleikan og sköpunarkraftinn. Við erum þegar að fá heimsins flottustu fjölmiðlalög, þökk sé henni, sem munu skila landinu ótakmörkuðum tekjum þegar fram í sækir, því ótal fjölmiðlar munu vilja vera hér og borga okkur fyrir hýsingu. Birgitta er líka orðin heimsþekkt baráttukona fyrir mannréttindum og ef heldur áfram sem horfir gæti hún fyrr eða síðar fengið friðarverðlaun nóbels, því hennar eldur slokknar ekki né kulnar. Hún er aftur á móti stundum of fljótfær, og ekki best menntuð í heiminu, þó hún hafi reynsluna, og þar kemur Lilja inn í myndina með leiðsögn og pólítíska yfirsýn, og til að bremsa hana af á réttum stöðum, en Lilja er í raun mikil hófsemdarkona og diplómat, þó hún sé ekki tilbúin að svíkja samvisku sína fyrir flokk sem hefur svikið stefnu sína. Jón Gnarr væri líka fínn þarna inn í með hugmyndaauðgi og sköpunarkraft. Hann er búinn að finna stórsniðuga leið til að láta ísbjörninn fjármagna sig sjálfan og fá umhverfisverndaráhugamenn til að koma til landsins í stórauknu máli um leið og þeir fjármagna þessa hugmynd hans. Og hann er "svalur" og myndi ná að draga fleiri að til að færa fjölmiðlastarfsemi sína hingað til lands, sérstaklega ef hann fengi Björk Guðmundsdóttur vinkonu sína til margra ára í lið með sér.

Nói (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband