Hvenær er á manni brotið ?

Ögmundi Jónassyni ráðherra dómsmála, var tíðrætt í sinni tölu á þingi, að á engum hafi verið brotið, þó hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið farið að lögum við kosninguna.

Þarna er ráðherra dómsmála að segja að ekkert mál sé þó menn brjóti lög, svo fremi að enginn verði fyrir skaða!

Ég spyr þig Ögmundur, er þá í lagi að aka yfir á rauðu ljósi, svo fremi að enginn verði fyrir skaða? Eða er heimilt að skjóta að náunganum, svo fremi að maður miðar örlítið framhjá?

Þessi rök úr munni þess manns sem fer með ráðuneyti dómsmála eru stór hættuleg. Varla hefur maðurinn hugsað sín orð vandlega áður en hann lét þau út úr sér! Að ráðherra dómsmála skuli segja að ekkert mál sé að brjóta lög, svo framalega að enginn verði fyrir skaða er sennilega einsdæmi í hinum vestræna heimi.

Svo er alltaf spurningin, hvenær verður einhver fyrir skaða? Hvaða vissu hefur Ögmundur fyrir því að einhver hafi orðið fyrir skaða vegna þessa lögbrots? Ég vil minna á þær deilur sem urðu í kjölfar kosningarinnar, um talningu atkvæða. Sú deila var aldrei til lykta leidd! Varð einhver fyrir skaða þar?

Hvernig getur Ögmundur fullyrt að enginn hafi orðið fyrir skaða þegar þrír menn ákveða að kæra kosninguna til hæstaréttar? Gefur ekki auga leið að þeir hafi talið á sér brotið á einhvern hátt?

Hvernig getur Ögmundur fullyrt að enginn hafi orðið fyrir skaða, þegar ljóst er að ekki var um leynilega og örugga kosningu að ræða? Skaðinn gæti verið sá að fjöldi manns treysti sér ekki til að kjósa, einmitt vegna þeirra annmarka sem settir voru kjósendum. Þá er það vissulega því fólki til skaða!

Þegar ráðherra sem fer með dómsmál lætur slík ummæli frá sér, er hann að sjálf sögðu búinn að fyrirgera rétti sínum sem ráðherra og varla sætt á þingi!!

Viðbrögð stjórnvalda á þingi í dag við niðurstöðu hæstaréttar voru vægast sagt undarleg. Í stað þess að koma auðmjúk fyrir þingið og viðurkenna sín mistök, var komið fram með offorsi og yfirgangi. Staðhæft að fara yrði framhjá dómi hæstaréttar með öllum tiltækum ráðum og halda sama striki á fullum dampi. Forsætisráðherra lagði línurnar strax í upphafi og að sjálf sögðu fylgdu deilur á eftir. Annað væri í hæsta máta óeðlilegt.

Ef forsætisráðherra hefði viðurkennt sín mistök, hún er jú höfuð ríkisstjórnarinnar, og leitað samvinnu þingsins við lausn málsins, í stað þess að koma fram með hótanir, er víst að umræðan hefði þróast á annan veg. Lokaræða hennar gerði síðan út um alla möguleika á að þetta mál verði leyst á vitrænann hátt! Þvílík skömm sem hún gerði þinginu með þeirri ræðu sinni!!

Það er sama hvernig á þetta mál er litið, undirbúninginn, framkvæmdina og nú viðbrögðin við niðurstöðu hæstaréttar, þetta mál er til skammar fyrir sitjandi stjórn!!

 


mbl.is Á engum manni var brotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

Hjartanlega sammála öllu í þessum pistli. Ég átti ekki til orð þegar Ögmundur lét út úr sér þessa vitleysu. Þesso framkoma í dag verður ekki beint til að auka virðingu alþingis og er hún nógu lítil fyrir.

Pétur Harðarson, 26.1.2011 kl. 01:25

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir öll þín orð Gunnar Heiðarsson svo sem oft áður.  En vil hér aðeins bæta við að hæstiréttur sem og flestir aðrir dómstólar dæma samkvæmt lögum og svo skal vera. 

Í þessu máli eru þó siðferðisspurningar eins og að þegar í ljós kom að kjörsókn var undir 50% þá var orðið ljóst að þetta stjórnlaga þing var ekki þjóðarinnar heldur einhvera annarra afla.  

Það kom og í ljós að stjórnlagaþingmenn voru flestir af stór Reykjavíkur svæðinu, þannig að landsbyggðin gaf skít í þetta gæluverkefni Jóhönnu Sigurðardóttur. 

Háskóla afglapin, æðstur stjórnlaga þingsmanna hafði uppi gaspur um ætlanir sínar á þessu stjórnlaga þingi þar sem mér skildist að allir ættu þó að vera jafnir. 

En hann var æðstur og Jóhanna og Rúffið hennar hélt varla sprænum sínum undir tveggja metra hæð af hrifningu.  En hann þegir núna og mikið er það þægilegt.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2011 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband