Frekar viðvanningslegt

Vissulega er þetta alvarlegt mál, EF satt er.

Ef það er staðreynd að þarna hafi verið hugmyndin að safna gögnum, er þetta frekar viðvaningsleg aðferð. Þingmenn sem og aðrir netnotendur verða að átta sig á því að ALLT sem set er á netið er aðgengilegt óviðkomandi, með einum eða öðrum hætti.

Þeir verða því að átta sig á að þó þarna líti út fyrir afbrot, er þó öruggt að öðrum aðferðum væri beytt, og hugsanlega er verið að því einmitt núna. Það er ekkert tölvukerfi svo öruggt að ekki verði komist in í það. Því ættu þingmenn sem og aðrir að gæta sín þegar þeir nota þessa tækni.

Vonandi fæst botn í þetta fartölvumál, ef þarna var um gagnasöfnun að ræða verða viðkomandi viðaningar væntanlega ákærðir og málið rekið fyrir dómi.

 


mbl.is Þingmenn vissu ekki um tölvuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Maður skilur ekki hvaða leyndarmál eru í gangi eða hvers vegna njósnari ætti að vera í Alþingishúsinu.

Stórfrétt dagsins eru hækkanir Orkuveitunnar á fráveitu og vatnsgjöldum. Hana er hvergi að finna á netinu?

Sigurður Antonsson, 20.1.2011 kl. 11:30

2 identicon

Þetta hentar málstaði WC einum of vel til að geta verið satt...

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 11:40

3 identicon

Þetta er nú heldur betur hvalreki fyrir misvitringana í þinginu til að velta sér uppúr.

axel (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 12:48

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var lítil frétt af fráveitu og vatnsggjöldunum í gær, Sigurður. Viðbrögð fjölmiðla var til skammar vegna þessarar auknu skattheimtu og að sjálf sögðu datt engum þingmanni í hug að ræða þetta mál.

Það virðist vera orðið fyrir ofan virðingu þingsins að ræða vandamál alþýðunar, nema þarna sé samansafn af 63 hálfvitum!! Fleiri og fleiri merki eru um að svo sé!!

Gunnar Heiðarsson, 20.1.2011 kl. 14:15

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem er kannski alvarlegt við þetta er að tölvuþrjóturinn eða samstarfsmaður hans hafi haft svo óheftan aðgang að skrifstofum Alþingis. Ég hef einu sinni komið þarna sjálfur og get upplýst að þar eru miklar aðgangsstýringar viðhafðar og enginn fer inn óskráður. Það eru því talsverðar líkur á að sá sem kom tölvunni fyrir hafi verið innanbúðarmaður.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.1.2011 kl. 14:49

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef það er rétt hjá þér Guðmundur, að þarna sé um innanbúðamann að ræða er það háalvarlegt mál, þ.e. hugsunin að baki verknaðarins.

Gunnar Heiðarsson, 20.1.2011 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband