Hryðjuverk stjórnvalda

Það má vera að þetta sé frétt fyrir einhvern, en fyrir þá sem einhverja innsýn hafa í þessi mál, er þetta lítil frétt.

Steingímur J hefur nú undanfarna daga reynt að hrópa að það sé ekkert að óttast fyrir erlend fjárfesta hér á landi. Þessi hróp hans væru trúverðug ef stjórnin væri fallin og búið að boða til kosninga, en meðan þessi stjórn er við völd getur hann hrópað að villd, það hlustar enginn. Þó bera hróp hanns merki þess að hann hafi eitthvað að skammast sín fyrir.

Það er nefnilega verkin sem fjárfestar skoða, ekki eitthvað marklaust hjal, jafnvel þó hátt sé hrópað.

Verk þessarar ríkisstjórnar hafa verið með þeim eindæmum að vart er von á neinum fjárfesti inn fyrir 200 mílurnar, hvað þá alla leið til landsins. Fjárfestar leggja lykkju á sína leið til að forðast að koma nálægt landinu.

Þetta er eðlilegt. Fjárfestar eru að festa sitt fé, eins og nafnið ber með sér. Það gera þeir einkum af einni ástæðu; til að græða. Það á ekki að vera neitt feimnismál að viðurkenna þetta.

Þeir festa ekki fé sitt í landi sem hefur stjórn sem ekki einu sinni landsmenn sjálfir treysta.

Þeir festa ekki fé sitt í landi þar sem stjórnvöld fara með lög og skatta af lítilsvirðingu, segja eitt en gera svo allt annað.

Þeir festa ekki fé sit í landi sem stjórnað er af fólki sem ekki getur unað einum né neinum að hagnast, jafnvel þó ljóst sé að sá hagnaður skilar þó ríkiskassanum mestum tekjum og atvinnu fyrir fólkið.

Það skelfilegasta við þetta allt er þó sú staðreynd að mörg ár kann að taka að byggja traust erlendra fjárfesta á Íslandi aftur, eftir þau hryðjuverk sem núverandi stjórn hefur stundað!!

 


mbl.is Erlendir fjárfestar halda að sér höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnar; æfinlega !

Þistilfirzka viðrinið (SJS); minni okkur á, ýmsa þeirra auðmjúku stjórnar herra, á 20. öldinni, í Mið- og Suður- Ameríku, sem þekktastir voru fyrir undirlægjuhátt og auðsveipni, fyrir Wahington stjórnum, hvers tíma.

Einhver ömurlegasta afurð; í gervallri Íslandssögunni, þetta skoffín - og; er þá langt til jafnað.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband