Á bara að fækka gamla fólkinu?

Fækka skal ellilífeyrisþegum um 128 á næsta ári! Um þetta fjallar fréttin í raun.

Fækka á hjúkrunarrýmum um 81 og dvalarrýmum um 47 á næsta ári. Þetta á að spara 45 til 70 störf. Ekki er nú nákvæmnin mikil um fjölda starfa þó nákvæmlega séu tiltalin í hjúkrunar- og dvalarrýmum. Þetta sýnir og sannar að stjórnvöld hafa í raun ekki hugmynd um hvað þau eru að gera.

Hvað á að gera við þá einstaklinga sem nú liggja á þessum 81 hjúkrunarrými? Leggja þau inn á sjúkrahús, þar sem hvert rúm er mun dýrara? Varla, enda á að draga saman þar líka. Á kannski bara að henda þeim út á götu og láta náttúruna sjá um málið? Þau hraustustu geta kannski skrið í næsta hús og betlað húsaskjól, hin deyja bara drottni sínum. Eða á kannski bara byrla 81 öldung eitur, sem er svo óheppin að vera lagstur á hjúkrunardeild? Ráðherra fær kannski bara lista frá stofnunum og merkir við hverjum skal slátrað!!

Þetta er ekkert grín, við erum að tala um gamla fólkið. Við erum að tala um það fólk sem kom okkur út úr moldarkofunum og tryggði okkur þá velsæld sem við búum við, með dugnaði sínum og kjarki. Þó tímabundin vandræði hrjái fjárhag okkar lands, megum við ekki og eigum ekki undir neinum kringumstæðum að láta það bitna á gamla fólkinu!!

Það er deginum ljósara að þessar aðgerðir munu ekki spara nokkurn skapaðan hlut. Ástæðan fyrir því að fækka skal nærri helmingi fleiri hjúkrunarrýmum en dvalarrýmum er einföld. Meiri sparnaður fyrir ríkiskassann!! Það sér hver maður að ekki er hægt að segja fólki að hætta að veikjast, sérstaklega eldra fólki. Því verður þessi aðgerð ekki framkvæmd nema því aðeins að ætlun stjórnvalda sé að fækka öldruðum, um svona 128 stk.

Skömm þeim er dettur þessi andsk.. vitleysa í hug og svei þeim er lætur sér detta í hug að framkvæma hana!!

 


mbl.is Uppsagnir og rúmum fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hjartanlega sammála að öllu leyti.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.11.2010 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband