Eru ESB viðræður komnar í strand?

Eru ESB viðræðurnar komnar í strand? Össur kominn á fulla ferð í fríverslunarsamning við Rússa og að auki farinn að berjast fyrir inngöngu Færeyinga inn í EFTA.

Varla er hann að ræða við Rússa ef meiningin er að ganga í ESB. Þá munu þessir samningar falla niður og vinnan því til einskis. Varla er hann að berjast fyrir Færeyjar um inngöngu í EFTA ef við erum að fara í ESB.

Það læðist að manni sá grunur að samningamenn ESB séu búnir að átta sig á ruglinu í Össur, að ESB áráttan hjá honum eigi engann stuðning hér á landi. Nema þeir séu búnir að fá nóg af því að standa í viðræðum við mann sem snýr útúr öllu sem við hann er sagt og snýr öllu á hvolf sem þeir láta frá sér. Kannsk að samninganefnd ESB hafi einfaldlega sagt honum til syndanna.

 


mbl.is Fríverslun rædd við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband