Enn líða vikur og lausnin kemur öðru hvoru megin við helgi, í síðasta lagi á næstu dögum!!

Viðtal var við forsætisráðherra í fréttum sjónvarps í kvöld og mekilegt nokk, hún gerir ráð fyrir að lausn á vanda fjölskyldna muni koma fram öðru hvoru megin við HELGI!!

Reyndar var ekki betur séð en hún ætti erfitt með að verjast brosi þegar fréttamaður spurði hvort hún ætti við næstu helgi.

Þó stjórnvöld vilji hafa þetta í flimtingum er ekki víst að fólkið sem ekki á í sig og á sé sama sinnis. Nú líður að jólum og hætt við að þau verði ekki hátið fagnaðar hjá mörgum fjöskyldum. Ekki er víst að foreldrar verði kátir yfir því að geta ekki glatt börn sín með smá gjöfum, jafnvel varla boðið sómasamlega máltíð. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar þurfa ekki að kvíða slíkum jólum, ráðherralaun þeirra eru ekki skorin við nögl! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hún sagði þetta sama fyrir rúmum þrem vikum................  

Jóhann Elíasson, 22.11.2010 kl. 20:36

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er einmitt pointið, hún er búin að bulla svona síðan tunnumótmælin fóru fram! Aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar spila með.

Gunnar Heiðarsson, 22.11.2010 kl. 21:33

3 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Afsakið kæru bloggarar,en ég held að hún eigi við helgina árið 2018.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 23.11.2010 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband