Að riðlast á sömu mellunni

Nú er DV að riðlast á sömu mellu og Fréttatíminn og AMX hafa verið að hjakkast á. Að reyna að búa til frétt úr því sem ekki telst fréttnæmt, skuldastöðu Marinós G. Njálsonar.

DV segir í frétt í dag að skuldir sem hvíli á tveim eignum Marinós séu upp á ákveðna upphæð, í erlendum og innlendum lánum. Ekki kemur fram í fréttinni hvert virði veðin eru, hver raunveruleg skuldastaðan sé eftir að tillit er tekið til dóms hæstaréttar og ekkert tekið tillit til þess að hluti af þessari upphæð gætu verið veð sem ekki hafi verið nýtt. Ýmislegt annað getur spilað inn í sem gerir enga frétt en minni.

Fréttamat fjölmiðla er verulega brenglað, í stað þess að ráðast á þá sem berjast fyrir þá sem eru í vanda ættu fjölmiðlar frekar að kryfja vandann sjálfann og greina frá því. Þeir ættu að leita skýringa á því hvers vegna, nú tveim árum eftir hrun, skuli ekki enn vera búið að finna lausnir. Þeir ættu að skoða vinnubrögð stjórnvalda og ekki síður hvernig bankarnir vinna, bæði hörku þeirra ganvart fjölskildum og ekki síður undanlátssemi þeirra við þá sem hér settu allt á hvolf. Þeir gætu skoðað og krufið tengsl þeirr sem nú hafa tögl og haldir í fjármálageiranum við útrásarguttana sem rændi þessa sömu banka innan frá. Þeir gætu skoðað hversu miklu fé þessir guttar eru að taka út úr fjármálakerfinu núna og frá hruni.

Nei, þess í stað er ráðist á á sem reyna að standa á rétti lántakenda, þeirra sem með rökfestu og dugnaði hafa unnið aö því aö fjölskyldur landsins fái örlitla leiðréttingu sinna mála.

Hvað veldur? Ekki eru fjölmiðlamenn svona skini skroppnir. Líklegri skýring er að fjölmiðlum sé stjórnað af fjármálakerfinu, að fjölmiðlamenn séu falir!!

Hér er blogg Marinós og er öllum hollt að lesa það. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband