Einræðisríkið ESB!!

Stauss-Kahn er með þetta á hreinu, meiri miðstýring og minna vald aðildarríkja!

„Hjól sameiningarinnar snúast of hægt. Miðjan verður að taka frumkvæðið á öllum sviðum sem eru lykillinn að því að ná fram sameiginlegum örlögum sambandsins, sérstaklega í fjárhagslegri, hagfræðilegri og félagslegri stefnumótun. Ríki verða að vera reiðubúin að gefa eftir meira af valdi sínu til miðjunnar.“

Hvað er hægt að hafa þetta skýrara? Dominique Stauss-Kahn er að krefjast meiri miðstýringar, meiri valdaafsöl fyrir aðildarríkin. Þetta er nánast það sama og Van Rompuy forseti ESB hefur verið að predíka undan farnar vikur.

Það þarf einstaklega þverhausa til að sjá ekki hvert stefnir í þróun ESB. Stjórnarskrá ESB var felld á Írlandi þegar hún var borin undir atkvæði þar. Reyndar var Írland eina landið sem gaf þegnum sínum tækifæri til að kjósa um hana. Þá var þessi stjórnarskrá, sem samin hafði verið af fulltrúum ESB fyrir ESB, tekin og henni breytt lítillega. Útkoman var Lissabonsáttmálinn, dulbúin stjórnarskrá ESB. Ekki voru neinar stórkostlegar breytingar gerðar og nánast engar er sneru að því að ríkisvæða ESB. Þessum sáttmála tókst fyrir rest að nauðga Íra til að samþykkja. Engin stjórnvöld annara ríkja ESB þorðu að leggja þennan sáttmála í dóm sinna þjóða!

Lissabonsáttmálinn hefur ekki verið í gildi í heilt ár. Hann tók gildi 1. des 2009.

Van Rompuy, Stauss-Kahn og fleiri háttsettir innan ESB hafa ekki legið á skoðunum sínum um hvert skuli stefna og þeir hafa völdin til að framkvæma þá stefnu. Lissabonsáttmálinn var gagngert saminn til þess.

Er virkilega vilji Íslendinga til að taka þátt í þessu starfi? Eru Íslendingar virkilega tilbúnir að kasta fyrir róða lélegu lýðræði fyir ekkert lýðræði? Okkar lélega lýðræði er hægt að lækna og byggja upp, einræðið í ESB mun eflast og dafna.

Menn rífast um það hér á landi hvort við séum í aðlögun eða samningum og hvort eigi að draga umsóknina til baka á þeim forsendum.

Það er mun ríkari ástæða til að draga umsóknina til baka vegna þeirra ummæla sem Srauss-Kahn og Van Rompuy hafa látið út úr sér undanfarið og hvaða stefnu ESB hefur tekið til framtíðar.

Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að ESB hefur sótt um sem þjóðríki hjá Sameinuðu þjóðunum. 

 


mbl.is Evrópa sameini hagstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ESB er einræðisríki, hvaða einn maður stjórnar þá ríkinu?

Bjarni (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 14:35

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað um José Manuel Barrosso Bjarni? Hann ber titilinn forseti sambandsins.  Það stóð til að Tony Blair yrði það var það ekki?  

Ein folk, ein reich, ein fuhrer.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2010 kl. 15:58

3 identicon

En hann var kosinn af evrópuþinginu, sem síðan var kosið af íbúum ESB. Kannski ekkert ósvipað forsætisráðherra vorum, sem einnig myndaði stjórn í krafti þingræðis. Er hún Jóhanna þá ekki einræðisherra líka?

Bjarni (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband