Vinstri Grænir endanlega búnir að vera.

Þegar fulltrúar á flokkráðsfundi VG ákveða að ganga gegn stefnuyfirlýsingu eiginn flokks hlýtur það að leiða til þess að flokkurinn liðist sundur. Annað getur vart gerst.

Félagar í VG hafa væntanlega valið þann flokk vegna stefnuyfirlýsingar hans. Stefnuyfirlýsing hvers stjórnmálaflokks er grunnur hans, sem fólk finnur hjá sér samstöðu og gengur til liðs við.

Í stefnuyfirlýsingu VG stendur meðal annars: "Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað". Skýrara getur þetta varla verið.

Nú hefur flokksráð VG ákveðið að styðja forystu flokksins í því að svíkja þetta ákvæði stefnuyfirlýsingarinnar. Hinn almenni flokksfélagi er ekki spurður álits og enn síður sá fjöldi kjósenda sem gaf þessum flokki atkvæði sitt í síðustu kosningum til þings.

Því er ljóst að forusta VG með fulltingi flokkráðsins ætlar að hafa að engu vilja félaga sinna og kjósenda sinna. Það eru því endalok þessa flokks.

Mikil er valdasýkin þegar seta í ríkisstjórn til skamms tíma er tekin fram yfir eiginn flokk!!

Mikil er skömm er þeirra sem haga sér með þeim hætti!!

 


mbl.is ESB tillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þegar Vinstri grænir gerðust aðilar að núverandi ríkisstjórn samþykktu þeir að ganga til aðildarviðræðna til að þjóðin fengi að skera úr um málið með lýðræðislegum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Skýrara getur það ekki verið.

Ef Vinstri grænir hefðu hlaupið frá þessari afstöðu sinni, væru þeir að dæma sig úr leik sem stjórntækur flokkur.

Finnur Hrafn Jónsson, 20.11.2010 kl. 12:25

2 identicon

Mönnum gengur illa að koma því inní hausinn að hér er ekki um samningaleið í aðildarviðræðum að ræða heldur aðlögunarferli sem endar með því að kerfið hér virkar eins og í EB og þá er í raun ekki um neitt að greiða atkvæði þ´vi ólíklegt verður að teljast að menn (og konur) ætli að fella breyttum lögum aftur að því sem var áður en aðlögunin hófst.

WC hefur sturtað niður síðustu loforðunum og er nú að leika sér að orðum og blekkingum til að hanga sem lengst við katlana áður en að þeirtra egin kjósendur gera gegn þeim uppreisn!"

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 13:11

3 identicon

Ég auglýsi hér með eftir ALVÖRU vinstriflokki og HUGSJÓNAMÖNNUM í stað þessa svikula pakks ! Það er sami dollaraglampinn kominn í augu Steingríms og kolkrabbans! Það eru ófögur neonljós! Ef ég hefði viljað kjósa hlýðinn hund á þing, hefði ég kosið Framsókn! Skammist ykkar föðurlandssvikarar! Niður með VG!

Ísleifur (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 13:50

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þangað til einhver getur sagt mér frá því hvaða lögum þarf að breyta út af þessu svokallaða "aðlögunarferli" lít ég á þetta sem ómerkilegt áróðursbull.

Þá er ekki nóg að tiltaka eitthvað sem þarf að gera hvort eð er vegna þess að við erum aðilar að EES.

Finnur Hrafn Jónsson, 20.11.2010 kl. 13:51

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef þú fylgist með fréttum Finnur Hrafn og hvað fulltrúar ESB segja um þá vegferð sem við erum á, þarft þú ekki að spurja slíkra spurninga.

Svarið er augljóst. ESB gerir ekki samninga, það samþykkir aðlögun að reglugerð ESB. Þegar sú aðlögun hefur orðið, getur viðkomandi ríki sótt um formlega aðild. ESB veitir engar varanlegar undanþágur, einungis eru veittar undanþágur til skamms tíma og einungis um málefni sem ekki teljast mikilvæg.

Þetta vita allir sem hafa fylgst með.

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2010 kl. 14:47

6 identicon

Jæja, þar fór það. Nú hef ég engan til að kjósa í næstu kosningum. Hef alltaf kjósið grænu, en myndi æla grænu ef ég reyndi það aftur, eftir þessar fréttir...Það eru ekki nema svikarar sem hafa það í sér að kjósa neinn af þeim viðbjóðum sem í framboði eru. Kannski maður neyðist til að kjósa hreyfinguna?

Edda (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 15:11

7 identicon

Legg til að fjárhundarnir og kapítalista svínið í forsvari fyrir vinstri græna, gerist smali í Svínsdal, ásamt hirð sinni. Þar getur hann enn titlað sig "fjármálaráðherra", og tuskað kindurnar til, án þess að öll þjóðin líði fyrir það. Þar getur enn gelt alla daga um syndir Sjálfstæðisflokksins, án þess að gera neitt gagn sjálfur, og gera lítið annað en stæla sleikjuskap þeirra við heimskapítalismann. Jóhanna getur svo verið drottning þar, og Vinstri Grænir kropið fyrir henni dag og nótt. Síðan legg ég til að Svínsdalur lýsi yfir sjálfstæði sínu og sæki um Evrópusambandsaðild. Styð þá í því, meðan við Íslendingar getum notið okkar góða fisks, og olíunnar sem mun bráðum finnast, sem Guð gaf okkur, án þess að vitfirringar vaki dag sem nótt helteknir af því að brugga ráð um hvernig megi færa allar auðlindir okkar einhverjum erlendum svartsaðli og glæpamönnum sem vilja ræna þeim frá börnunum okkar á silfurfati. Að lokum legg ég til að Svínsdalur þessi, verði fluttur eitthvert í eyðimörkina. Þar geta þau fagnað 100% óheftum innflutningi burkaklædd og haft dauðadóm fyrir að teikna teiknimyndir. Verður gott að vera laus við þau. Lýðræði og mannréttindi og gott og heilbrigt samfélag munu lifa af, langt í burtu frá þeim. Við skulum halda partý þegar þau eru farin og stofna alvöru mannúðarflokk eða taka upp persónukjör.

Steingrímur verði gerður að fjármálaráðherra í Svínsdal, Arabíu. (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 15:26

8 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Gunnar:
Það er gott að fá það staðfest að þú getur ekki bent á nein lög sem þarf að breyta áður en greidd verða atkvæði um ESB samning.

Finnur Hrafn Jónsson, 20.11.2010 kl. 15:46

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki er ég svo lögfróður maður Finnur að ég geti bent á hvaða lögum þarf að breyta, enda er lagabálkur ESB upp á 9000 blaðsíður. Áætlað er að það taki nokkuð stóran hóp manna að minnst kosti eitt til tvö ár að fara yfir og bera saman lög Íslands og ESB til að finna út hvar og hverju við þurfum að breyta.

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2010 kl. 15:57

10 identicon

9000 blaðsíður?!!! Hvað er þetta? Fucking sharia?!!!! Við þurfum ekkert svona HELVÍTIS FUCKING FUCK! Við erum frjálsir menn sem viljum geta setið og staðið án þess að brjóta með því óafvitandi einhver lög frá einhverjum áráttusjúklingum sem vilja ekki stíga á strikin í hverju skrefi! Burt með heimskuna!!!!!! COMMON SENSE TAKK!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! FRELSI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! MANNVIRÐINGU!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Anarchy frekar en þrældóm... (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 16:00

11 identicon

Þetta aðildarferli, sem Evrópusambandið viðurkennir sjálft að sé reyndar "aðlögunarferli", kostar milljarða og aftur milljarða og langveiku börnin okkar eru að deyja afþví þeim er neitað um nauðsynlega læknisaðstoð, Ella Dís er bara ein af hundruðum...börn á menntaskólaaldri fá ekki að ganga í skóla lengur....fjöldi barna sem náðu öllum prófum fékk samt enga skólavist....gamla fólkið er rekið út á götu....og þúsundir missa húsin sín.

Það væri eðlilegra að hafa atkvæðagreiðslu um hvort þjóðin sé virkilega tilbúið að eyða milljörðum í þetta ferli, frekar en þvinga hana til að gera það.

Svarið yrði skírt og tært NEI!!!

Um hvað málið snýst geta allir kynnt sér án hjálpar áróðursbækinga frá Evrópusambandinu sem ríkið ætlar að dreifa hér. Það er bara að fara á netið og lesa, lesa sér til til dæmis á vef Evrópubandalagsins. Allir mínir vinir og annað læst fólk hér á landi hefur þegar gert þetta. Og þeir sem ekki eru færir um að standa í því sjálfir, er ekki heldur treystandi til að taka ákvarðanir á grundvelli áróðursbæklinga, það er einmitt sú tegund fífla sem alltaf kýs rangt. Það getur nefnilega enginn þvingað neinn til að vera upplýstur og skynsamur, þó óupplýst og óskynsamt fólk sem ekki aflar sér upplýsinga sjálft, en elskar að vera matað, falli einmitt gjarnan fyrir áróðri eins og mannkynssagan sannar.

Þannig að betra að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við viljum eyða milljörðum í að fá hingað þetta trúboð fyrst, og hvort við séum tilbúin að halda áfram að kvelja börn og gamalmenni og sjúklinga fyrir möguleikan á Evrópusambandsaðild.  ÞAÐ væri lýðræði. En þetta er FJÁRKÚGUN!

Sigríður (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 16:11

12 identicon

Þeir eru alla vega búnir að vera hjá þessum fyrrum flokksbróður þeirra. Sagði mig úr flokknum eftir þessar fréttir. Get ekki stutt svikara.

Bjartur (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 17:45

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skynsamleg niðurstaða kom í þessari atkvæðagreiðslu. Við höldum samningaviðræðum áfram en við eigum að halda uppi öllum fyrirvörum og skynsamlegum skilyrðum af okkar hálfu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.11.2010 kl. 18:50

14 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er vonandi, Guðjón Sigþór, að þingmenn og ráðherrar VG fari eftir þeim samþykktum sem komu af þessum fundi flokkráðsins.

Ef þeir gera það er viðræðum við ESB sjálfhætt. Af þeirra hálfu er ekki um að ræða nein skilyrði af hálfu umsóknarríkis. Ef ríki sækir um verður það að fara eftir því ferli sem ESB ákveður og það samrýmist ekki því sem flokksráð VG samþykkti í morgun.

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2010 kl. 20:41

15 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Vissulega eru einhver lög sem þyrfti að breyta ef við ákvæðum að ganga í ESB. En þetta tal um aðlögunarferli byggir á því að við þurfum að breyta lögum áður en gengið verður til þjóðaratkvæðis um aðildarsamning. Þrátt fyrir að hafa fylgst vel með umræðu undanfarið hef ég ekki séð neitt um hvaða lög þetta væru. Væntanlega vegna þess að þetta tal um aðlögunarferli er della frá upphafi til enda.

Andstaða við ESB aðild þjónar hagsmunum valdaelítu og fjármagnseigenda á Íslandi.

Þessir aðilar vilja halda áfram að svíða peninga út úr almenningi með okurvöxtum sem fylgja krónunni og háu vöruverði (ca. 100 þús kr. á mánuði hjá meðalfjölskyldu).

Síðan vilja þeir geta lækkað launin með einu pennastriki gengisfellingar. Hvort tveggja væri tekið frá þeim með ESB aðild og upptöku evru.

Finnur Hrafn Jónsson, 20.11.2010 kl. 22:27

16 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er gott að þú hefur áttað þig á að einhverjum lögum þurfi að breyta áður en við getum fengið aðild, Finnur. Þá þarft þú bara að átta þig á ummælum stækkunarstjóra ESB og reyndar allra sem hafa tjáð sig um þessi mál frá þeirra hálfu, um að þessar lagabreytingar þurfi að framkvæma í hverjum kafla fyrir sig. áður en þeim er lokað. Ekki er hægt að byrja á nýjum kafla fyrr en þeim fyrri hefur verið lokað.

Því verðum við að samræma okkar stjórnarfar og lög við reglur ESB á samningstímanum. Þegar það hefur verið gert er hægt að skrifa undir samning um aðild og leggja hann síðan fyrir þjóðina. Reyndar verður sú atkvæðagreiðsla bara ráðgefandi fyrir stjórnvöld. þingið mun hafa síðasta orðið.

Það er ekki hægt annað en að vera sammála fulltrúum ESB og reyndar Lissabonsáttmálanum um að þetta kallist aðlögun.

Gunnar Heiðarsson, 21.11.2010 kl. 07:59

17 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú segir að andstaðan við aðild þjóni hagsmunum valdaelítunnar og fjármagnseigendum. Þetta eru öfugmæli hjá þér, mesta krafan um aðild hefur einmitt komið úr þeim hópi.

Þú talar einnig um að þessir aðilar vilji geta lækkað laun með einu pennastriki, gengisfellingu. Ég er sammála þér að vilji atvinnurekenda er ætíð til þess að lækka launin, það er þeirra eðli. En hvers vegna er það þá svona sterk krafa SA að við göngum inn í ESB? Hvers vegna vilja þeir þá að við tökum upp evru? Væntanlega vegna þess að þá munu þeir eiga aðgengi að ódýru vinnuafli frá austur evrópu.

Núgildandi EES samningur opnaði fyrir frjálst flæði vinnuafls en tryggði að ekki yrði greidd lægri laun en giltu í því landi sem vinnan færi fram. Í ESB eru engar slíkar tryggingar og því heimilt að greiða þau laun sem gilda í heimalandi launamannsins. Því er með ólíkindum að forsvarsmenn stéttafélaga skuli vera svo áfram um inngöngu í ESB.

Gunnar Heiðarsson, 21.11.2010 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband