VG og ESB

Nú keppast aðildarsinnar innan VG við að reyna að snúa þeim sem vilja standa vörð um stefnu flokksins. Ekki eru rök þeirra þó að okkur sé betur borgið innan ESB, nei alls ekki. Rökin eru ein og aðeins ein, en þau rök virka vel innan þessa sundurlausa hóps. Rökin eru þau að ekki megi undir neinum kringumstæðum koma Sjálfstæðisflokknum í stjórn! Jafnvel tekin upp gömul táknræn "rök". eins og "baneitraða arma kolkrabbans" í þeirri umræðu.

Í augum þessa fólks er í lagi að svíkja öll kosningaloforð, í lagi að brjóta öll grunngildi flokksins og þá stefnu sem hann stendur fyrir, til þess eins að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki í stjórn!

Ef einhver reisn væri í VG liðum ættu þeir að sjálfsögðu að standa á sínum grundvallarsjónarmiðum og láta einfaldlega reyna á Samfylkinguna. Er sá flokkur í stjórn til að endurreisa landið eða til að koma Íslandi undir erlent ok.

Það er ljóst að núverandi stjórn og þó sérstaklega VG fékk umboð sitt til þess eins að koma okkur út úr vandanum, ekki til að hefja aðlögunarferli inn í ESB. Það vaknar oft hjá manni sú spurning hvernig þessari stjórn hefði reitt af ef samstarfinu milli þessara flokka hefði ekki verið fórnað strax í upphafi, ef Samfylkingin hefði haft vit á að bíða með aðildaraðlögunina þar til við værum komin út úr mesta vandanum.

Staðreyndin er einföld. Þingmenn VG sáu ráðherrastólana í hyllingum, enda búnir að bíða lengi eftir þeim. Það ruglaði dómgreind þeirra. Öllu mátti fórna til að komast í stjórn!

Samfylkingin veit sem er að ríkisstjórn með kommúnista innanborðs gengur ekki til lengdar, því varð að koma aðlögunarferlinu af stað strax. Þingmenn Samfylkingar höfðu ekki meiri trú á samstarfinu en það, að ekki mátti undir neinum kringumstæðum bíða með þetta!

Samkvæmt þeim fréttum sen hafa komið af flokkráðsfundi VG er nokkuð ljóst að tillaga um að stöðva aðlögunarferlið mun ekki ná samþykki, alla vega ekki óbreytt.

Steingrímur talar oft á hátíðisstundum (og fyrir kosningar) um að pólitíkin hjá okkur sé ekki nógu vitræn og málefnaleg. Hann og hans hellst stuðningsmenn ættu kannski að líta í eiginn barm!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband