Er Styrmir að yfirtaka VG ?

Álfheiður Ingadóttir telur að Styrmir Gunnarson og félagar í Hádegismóum stjórni hugsanahætti og ákvörðunum kjósenda Vinstri Grænna! Ekki hefur blessuð konan mikla trú á sínum kjósendum!!

Þetta kom fram í viðtali við hana í fréttum RÚV. Varla er þetta trúverðug greining hjá henni, líklegra er að kjósendur VG séu að gagnrýna stuðning forustu flokks síns við aðildarferlið, benda forystunni á að hún sé ekki að vinna eftir þeim gildum sem flokkurinn hefur samþykkt og fengið sín atkvæði á.

Hitt er annað mál að vel getur verið svo illa sé komið fyrir Vinstri Grænum að þeir þurfi aðstoð og efa ég ekki að Styrmir og félagar eru boðnir og búnir til að veita þeim ráð!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Maður getur alltaf kennt röngum mönnum um eigin afglöp og skoðun Styrmis á fullveldi landsins passar bara vel við kjósendur VG.  Þó Styrmir sé sterkur penni er það nú nokkuð langsótt að kenna honum um skoðanir manna sem þeir höfðu fyrir. 

Elle_, 23.10.2010 kl. 14:38

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Miðað við horfur VG í næstu þingkosningum að óbreyttu, mætti vel vera að Styrmir gæti lífgað upp á fylgið. Mér þykir athyglisvert að Álfheiður hafi áttað sig á því.

Kolbrún Hilmars, 23.10.2010 kl. 15:19

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þessi yfirlýsinga Álfheiðar er á pari við flestar yfirlýsingar aðildarsinna.  Þ.e. að andstæðingar aðildar, standi aðildarferlinu fyrir þrifum.

 Svona yfirlýsing hljómar reyndar mjög í takt við yfirlýsingar margra stjórnarsinna; að stjórnarandstaðan standi í vegi fyrir góðum málum á þingi.
Segjum svo að stjórnarandstaðan hefði ekki mætt til þings að loknum síðustu kosningum. Hvaða góðu mál væru komin í gegn?  Icesve-klafinn kannski? Væru  stjórnvöld, sem að nota bene, hafa hreinan meirihluta á þingi, verið búin að leysa skuldavanda heimila og fyrirtækja?

Nei frú Álfheiður er með  Samfylkingar-syndromið, eða ætli það megi ekki kalla það núorðið Vinstrimanna-syndromið, þ.e. að kenna öðrum um allt sem mistekst.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.10.2010 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband