Þjóðfundaraðferð?!!

Gylfi Arnbjörnsson reynir að slá sig til riddara. Hann reynir að slá ryki í augun á fólki með því að líkja vinnulagi ársfundarins við þjóðfundinn. Hann á þá væntanlega við hópavinnu, þar sem fulltrúum var skipað í hópa og hver hópur hafði ákveðið málefni að fjalla um og komast að niðurstöðu um það.

Gylfi minn, þetta er löngu þekkt aðferð og búið að stunda í fjölda ára, meðal annars varð ég svo "heppinn" að lenda inn á flokksþingi Framsóknarflokksins seint á síðustu öld. Þar var þetta verklag notað. Ekki hefur það þó hjálpað þeim flokk, reyndar komu hörmungar ár flokksins í kjölfarið!!

Þessi aðferð sem Gylfi kallar "þjóðfundaraðferð" er löngu þekkt eins og áður segir, hún er mjög góð þegar þarf að ná fram fyrirfram ákveðnum markmiðum. Þessi aðferð dugar vel til þess, en kemur um leið í veg fyrir að "hinir óþekku" eða "skemmdu eplin" geti komið sínum markmiðum fram, nema í þeim hóp sem þeir lenda. Þetta er eins ólýðræðisleg aðferð sem mest getur orðið, í anda þess sem verkalýðsforustan vill.

 


mbl.is Vilji til víðtæks samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér Gunnar. Þetta er svona í reynd Stalinísk nálgun og foringjaræði af verstu sort.

Foringjarnir skipa leisögumenn og þeir leiða umræðuna og setja upp dagskrána og niðurstaðan verður oftast eins og pöntuð af forystunni og svo er þetta allt borið upp og allur salurinn klappar fyrir flottheitunum og eindrægninni, það þarf ekki að kjósa um eina einustu niðurstöðu.

Svona var þetta víst líka í Kommúnista flokki Sovétríkjanna og Æðstu ráðunum þeirra, þar voru svona undirnefndir og ráð en það var alltaf látið uppi hvað forystan sjálf vildi þannig að menn vissu vel hvað þeir máttu og hvað þeir gátu. 

Nákvæmlega svona er þetta víst líka hjá ESB apparatinu og Æðstu ráðunum þeirra. Þeir hæla sér meira segja yfir því að yfirleitt sé aldrei kosið um eitt eða neitt, eindrægnin sé svo mikil. 

En eins og hjá USSR apparatinu þé er það reyndar svo að fyrirfram er venjulega línan send beint frá fulltrúum Þýskalands og Frakklands áður, þannig að menn vita líka þar hvað þeir meiga og geta fyrirfram.

Lýðræði er þetta nú varla.

Kannski fláræði og skrifræði eða hvað á að kalla svona skrípaleik ?

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband