Hvað er launavísitala?

Launavísitala er sögð hafa hækkað um 0,3% í september og 2,2% síðustu tólf mánuði. Ekki ætla ég að efast um að þetta er rétt. En hvað er launavísitala? Hvernig er hún fundin?

Launavísitalan tekur yfir þau laun sem greidd eru í landinu, hækkun þeirra eða lækkun á meðaltalsgrunni. Hækkun þessarar vístölu segir því lítið, aðeins að meðaltal launa hefur hækkað. Það er ljóst að láglaunafólk fær ekki notið þessarar hækkunar og alls ekki sá ört stækkandi hópur sem er án vinnu!!

Því er þessi frétt algerlega tilgangslaus og eingöngu til þess ætluð að slá ryki í augun á fólki. Það er annars athyglisvert að hún skuli birtast á nákvæmlega sama tíma og ársfundur ASÍ er settur!


mbl.is Kaupmáttur launa hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband