Að berjast við vindmillur

Vilhjálmur Birgison lætur Gylfa fá það óþvegið. Því miður er Viljálmur einn örfárra innan verkalýðshreifingarinnar sem hefur kjark og þor til að segja hlutina eins og þeir eru. Hann hefur ansi lítinn stuðning annara og því virðist sem hann sé að berjast við vindmillur.

Vilhjálmur getur þó gengið að því sem vísu að hann hefur allann stuðning sinna félagsmanna, ekki er víst að aðrir formenn geti sagt það sama.

Það er verkalýðshreifingunni til skammar að enginn skuli hafa kjark til að standa með Vilhjálmi, það er einnig til skammar að ekki skuli vera borin fram vantrausttillaga á forseta ASÍ, en mesta skömmina á þó Gylfi Arnbjörnsson. Kjarkinn vantar hjá þessu fólki vegna þess að það er hrætt um að missa sína stöðu, það ætti einmitt að óttast hið gagnstæða.

Framkoma Gylfa við sína launagreiðendur er til skammar, hann skipar sér á bekk með þeim sem hann á að standa gegn, hann tekur virkan þátt í flokkapólitík og lætur hana villa sér sýn!

Launþegar þessa lands eiga betra skilið en Gylfa Arnbjörnsson sem sinn talsmann!!

 


mbl.is Hvatti Gylfa til að íhuga stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hárrétt hjá þér þessi Yfir jólasveinn ASÍ Elítunnar, er algerlega ótengdur við alþýðu þessa lands. Sjálfur hrunverji og ESB aftaqníossi.

Hann hefur talið það eitt af sinni æðstu köllun sem verkalýðsforingi að troða þjóðinni inní ESB, en það hefur verið hans helsta og nánast eina baráttumál umdanfarin ár auk þess að halda sínum eigin launum og starfskjörum í takt við Stórforstjóra Atvinnurekenda elítunnar.

Þetta hefur hann gert algerlega umboðslauswt og reyndar í andstöðu við stærstan hluta þjóðarinnar.

Burt með svona lúsera og eiginhagsmunaseggi eins og jólasveinin Gylfa Arnbjörnsson, íslensk alþýða á betra skilið.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband