Norðmenn hafa löngum verið undarlegir

Það ætti ekki að taka langan tíma fyrir Eirík að setja saman lofræðu um EES, væntanlega munu fylgja einhverjar lofræður frá honum um ESB í kaupbæti.

eu-flag-colorEiríkur Bergmann hefur þó ekki meira vit á EES eða ESB en það að hann hélt því fram fullum fetum að Ísland gæti fengið aðild að ESB og evru innan þriggja mánaða frá því að umsókn væri lögð inn. Það leið hins vegar nærri ár frá því Össur sendi bréfsnepilinn til Svíþjóðar þar til ráðherraráðið samþykkti þann snepil!

Hvað Norðmönnum kemur við hver áhrif EES samningurinn hefur haft á Ísland er ekki gott að segja, en verði þeim að góðu með Eirík Bergmann. Þeir mega bara eiga hann, en því fylgir að sjálf sögðu sú hvöð að þeir verði þá að fóðra hann og hýsa.

 


mbl.is Fenginn til að vinna úttekt á EES-samningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Þær raddir hér í Noregi, sem vilja segja upp EES samningum, (HÉR)t.d. gerast æ áleitnari, svo þetta getur verið tilraun kratanna hér (sem eru við stjórnvölinn og vilja inn í ESB) til að fá sem fegursta mynd af EES, sem hætt er við að Eiríkur leggi sig fram um draga upp.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 19.10.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband