Amatorar í stjórnarráðinu

Fjármálafrumvarpið sem nú liggur fyrir þingi felur í sér miklar skerðingar. Það var vitað fyrir að mikill niðurskurður lægi fyrir.

Forgangsröðunin er þó nokkuð undarleg, eins og fram hefur komið í fréttum síðustu daga. Það hefur einnig komið fram að ekki var haft samband eða samráð við nokkra þá er verst lenda undir hnífnum. Ekki kannað hvað væri raunhæft og hvað ekki, ekki kannað hvort þessir aðilar sæu kannski aðrar leiðir að markinu. Þetta verklag er vægast sagt vítavert og beinlínis til þess fallið að mynda andstöðu! Enda hefur það komið á daginn.

Það er öllu verra að sá hópur innan stjórnarliðsins sem vann þetta verk, virðist ekki heldur hafa unnið það í samráði við þingmenn meirihlutans. Þetta er náttúrulega alveg með eindæmum, þetta eru jú þeir þingmenn sem eiga að tryggja að frumvarpið verði að lögum!

Nú stendur hver stjórnarþingmaðurinn af öðrum upp á fundum um allt land og lýsa því yfir að fjármálafrumvarpið sé ótækt. Væntanlega eru þessir þingmenn að segja meiningu sína og væntanlega standa þeir við stóru orðin inn á þingi.

Aðra eins rasskellingu hefur ekki nokkur fjármálaráðherra fengið. Honum er þó engin vorkun, hann girti niður um sig sjálfur til að auðvelda stjórnarþingmönnum að rasskella sig.

Mörður Árnason sagði að að lífsspursmál væri fyrir ríkisstjórnina að koma fjárlagafrumvarpinu gegn um þingið. Ljóst er að miðað við yfirlýsingar nokkura stjórnarþimgmanna mun það ekki takast. Því er stjórnin fallin, einungis er eftir að tilkynna andlátið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sammála hverju einasta orði.

Við skulum bara vona að hann hafi burði til að girða upp um sig aftur. Það er svo sorglegt að skíta í nitina sína og þurfa að ganga burt með allt niðrum sig og rasskelltur að auki.

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.10.2010 kl. 05:47

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Sammála....sammála öllu sem þú segir..... takk. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.10.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband