Björn Valur ætti að þegja, það fer honum best!!

Ekki ætlar Steingrímur að gefast upp þegjandi og hljóðalaust varðandi raunhæfar aðgerðir til hjálpar fólkinu í landinu. Reyndar hefur hann vit á að nota ekki eigin kjaft til að segja fólki ótíðindin, heldur notar til þess málpípu sína Björn Val Gíslason.

Björn Valur, fyrir hönd Steingríms, vill ekki gefa of miklar væntingar heimilanna um almenna niðurfellingu skulda. Hann er því í raun að segja að fólk skuli ekki hafa of miklar væntingar um leiðréttingu þess óréttlætis sem það hefur þurft að þola.

Þá segir Björn Valur að Seðlabankinn hafi reiknað, á síðasta ári, að kostnaður við 20% leiðréttingu á höfuðstól lána kosti um 900 miljarða króna. Hagsmunasamtök heimilanna segja þennan kostnað vera um 220 miljarða. Munurinn er ekki nema 680 miljarðar!! Væntanlega eru útreikningar SÍ álíka réttir og áræðanlegir í þessu máli eins og útreikningar þeirra varðandi kostnaðinum við dóm Hæstaréttar um gengistryggðu lánin. Manni dettur helst í hug að útreikningar SÍ séu fundnir út með því að stinga puttanum upp í loftið!

Hvað kostar það þjóðarbúið og bankana ef lánin verða ekki leiðrétt? Það er hætt við að 220 miljarðar, jafnvel 900 miljarðar sé ansi lítil upphæð í þeim samanburði. Greiðslugeta og ekki síður greiðsluvilji fólks verður einungis lagfærður með almennri leiðréttingu höfuðstóls lána. Það skiptir litlu máli hvort maður hefur greiðslugetu til að borga af lánunum ef höfuðstóllinn er komin langt umfram veðið og fólk sér fram á að vera bundið á klafa það sem eftir er ævinnar! Þá er betra að láta gera sig upp, jafn vel þó einhver ár líði þar til hægt er að eignast eitthvað aftur. Þau ár líða og þá er hægt að byrja á núllpunkti.

Ef þessi leiðrétting kostar 220 miljarða, jafnvel 900 miljarða verður svo að vera. Það segir einfaldlega að efnahgur lánastofnana er ofreiknaður um þá upphæð og er stjórnvöldum um að kenna. Þau hafa greinilega lofað bönkunum að þeir gætu óáreittir rukkað áfram 100% lán sem þeir fengu á um 50%!!

Steingrími finnst eðlilegt að lánþegar greiði þessi lán að fullu, að lánþegar taki á sig þann kostnað sem örfáir glæpamenn lögðu á þjóðina. Steingrímur vill ekki leiðrétta hlut lánþega, væntanlega vegna þess að hann hefur lofað vinum sínum í AGS að það verði ekki gert. Hann hefur hins vegar ekki kjark lengur til að segja fólki þetta sjálfur, því notar hann málpípu sína Björn Val til þessa verks.

Björn Valur hefur hvorki vit né þroska til að átta sig á að verið er að nota hann.

http://www.ruv.is/frett/vill-ekki-gefa-of-miklar-vaentingar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einfaldur útreikningur. Ef það kostar 900 milljarðar þá eru lánin 4500 milljarðar. Kannski þarf að tína til ÖLL lán á Íslandi til að komast í þessa tölu. Ef menn taka húsnæðislánin og jafnvel bílalánin þá eru þau miklu miklu lægri.

BVG er einn lélegasti stjórnmálamaður landsins og því ekki að hægt að búast við því að hann framreiði góðar eða áreiðanlegar upplýsingar (ég trúi nákvæmlega ENGU sem kemur frá þessum manni, hann er lægsta stig sem ég get hugsað mér að finnist á þingi).

Björn (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 21:15

2 Smámynd: Elle_

Alegerlega sammála ykkur um ómerkinginn Björn Val.  Hann er líka nógur grimmur í AGS-innheimtuna.  Og ekki síst er hann stórfelld Icesave-jarðýta eins og Guðbjartur og Steingrímur og þó næstum allir í stjórnarflokkunum séu meðsekir.  

Elle_, 11.10.2010 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband