Enn rýnir Þorsteinn af sínum kögunarhól (kúgunarhól)

Þorsteinn Pálson stendur á hól sínum og rýnir til Evrópu. Hann er svo upptekinn við þetta gón sitt að honum yfirsést það sem nær er!

Hann segir að við höfum bara tvo kosti, krónu með höftum eða evru. Nafn gjaldmiðilsins breytir litlu um framtíð okkar, það er stjórnun efnahagsmála sem gera það. Efnahagur landsins stjórnar velferðinni og stjórnvöld, hverju sinni, stjórna efnahagskerfinu. Til að þessi rök Þorsteins standi þurfa kostirnir að vera sjálfstætt Ísland eða Ísland undir stjórn ESB. Þá erum við farin að tala um raunverulega kosti, landsmenn geta svo valið!!

Hann talar um þrjár ósjálfbærar innspýtingar, hernaðinn í seinna stríði, útfærslu landhelginnar og bankabrjálæðið í upphafi þessarar aldar. Sú innstýting sem hér varð um og eftir stríð var kannski ósjálfbær en færði okkur þó úr torfkofum í steinkassa. Magt bruðlið var og spillingin á þessum tíma og vissuleg hefði verið hægt að spila betur úr þessu. Útfærsla landhelginnar gaf okkur miklar tekjur og aukinn hagvöxt á stuttum tíma. Það er rétt hjá honum að við fórum offari og gættum ekki að okkur en hann má þó ekki gleyma því að sjálfur var hann kominn á þing stuttu eftir þetta og hefði getað beytt þessu til betri vegar. Um bankamálið þarf ekki að fjölyrða. Það er enn ekki til lykta leitt. Það er gott að vera gáfaður eftir á!!

Þorsteinn segir að hluti Vinsti Grænna og fyrrum félagar hans í Sjálfstæðisflokki séu Þrándur í Götu frekari samskipta við Evrópuþjóðir. Þetta lýsir hugsanahætti ESB sinna best, ef þú ekki vilt vera í ESB, viltu ekki nein samskipti við Evrópu. Þetta er náttúrulega rugl, við höfum átt ágætt samstarf við þjóðir Evrópu og engin ástæða til að ætla annað en það geti orðið enn betra þó við gerumst ekki aðilar að ESB.

Þar sem mikill ágreiningur er á milli VG og Sjálfstæðisflokks á flestum sviðum utan ESB umsóknar, telur Þorsteinn að fjölga þurfi ESB sinnum á mið og hægri væng stjórnmálanna. Þetta er kolröng ályktun hjá honum, stjórnmálamenn eiga að endurspeigla vilja þjóðarinnar, þannig að til að fjölga ESB sinnum á þingi þarf að vinna aðildinni fylgi meðal þjóðarinnar, ekki flokkana!!

Kreppan sem við erum stödd í núna er mannana verk, þetta er tímabundið ástand og fer eftir því hvernig stjórnvöld spila, hversu lengi við verðum að komast út úr henni en við munum vissulega komast það. Kreppan er tímabundið ástand en aðild að ESB er til framtíðar. Því má ekki rasa um ráð fram í þeim málum.

Mikið er rætt um svo kallaða Finnsku leið í aðildarferlinu, það er hugsanlegt að við gætum fengið sömu eða svipaða meðferð og Finnar en ekki finnst mér það vænn kostur. Atvinnuleysi þar fyrir kreppuna sem reið yfir haustið 2008 var í stjarnfræðilegum hæðum á Íslenskan mælikvarða. Í norðurhéruðum Finnlands var og er á milli 20 og 30% atvinnuleysi, sunnar og utan stórborgana komst það sjaldnast niður fyrir 10%. Landbúnaðurinn þar hefur þurft að fara í gegn um sársaukafullar aðgerðir til að aðlaga sig að ESB, sammt stendur hann á brauðfótum. Varla finnst það land sem sjálfsvíg er jafn algeng.

Margir ESB sinnar halda því fram að kreppan sem við lentum í hefði orðið mun minni ef við hefðum verið í ESB þegar hún skall á. Írland afsannar þá kenningu fullkomlega. Nær væri að spá í hversu slæm kreppan hefði orðið ef bönkunum hefði verið stjórnað af ábyrgum aðilum í stað ræningja sem höfðu það eitt að markmiði að ná sem mestu af fé úr bönkunum áður en þeir færu á hausinn!!

Nú er nokkuð ljóst að kosið verður til þings á næstunni, þ.e. ef Framsóknarmenn falla ekki í þá gildru að styðja þessa vonlausu stjórn. Því liggur beinast við að kanna vilja þjóðarinnar til áframhaldandi viðræðna við ESB samhliða þeim kosningum. Ef meirhluti kjósenda velur það, mun það einfalda það ferli mikið, hægt verður þá að aðlaga stjórnkerfið samhliða viðræðunum, nokkuð sem framkvæmdastjórnin leggur áherslu á. Ef ekki er vilji þjóðarinnar verði umsóknin dregin til baka eða sett á hold.

Í öllu falli er nauðsynlegt að aðskilja ESB umsóknina frá þingkosningum. Ef kosið verður um ESB sér, geta stjórnmálamenn beytt afli sínu í að ræða tillögur um efnahagsmál. Kjósendur gætu þá kosið á þing þá menn sem það teldi færast til að koma okkur út úr kreppunni, óháð ESB umsókn. Að fara í kosningar mengaðar af ESB umsókninni er ófært, ESB ferlið er það langt að jafnvel hörðustu aðildarsinnar hljóta að viðurkenna að við getum ekki látið reka á reiðanum í efnahagsstjórn landsins þangað til við gætum fengið inngöngu. Við verðum að komast út úr þessari kreppu sjálf!!

 

 


mbl.is Ríkisstjórnin ekki líkleg til að finna lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband